Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
27.12.2006 | 19:02
Trúin flytur fjöll !
Einhverstaðar sá ég skrifað
"trúin flytur fjöll en við flytjum allt annað" ef ég man rétt var þetta slógan hjá sendibílastöðinni. En hjátrúin er skrítið fyrirbæri. Alveg með ólíkindum að blessuð konan skuli hafa skrifað alla sína ógæfu á þessa blessuðu hraunmola. En svona er þetta, ég man eina sögu af hjátrú
Við vorum stödd á ferðarlagi í Írlandi og vorum að keyra á hraðbrautinni. Írsk kona sem keyrði bílinn var/er mjög hjátrúarfull. Þegar hún sá svo þrjár krákur sitja saman á grindverki ætlaði nánast allt um koll að keyra. Hún snarhemlaði með tilheyrandi ískri og látum. Stökk út úr bílnum og hljóp út í móa til þess eins að snerta viðarbút. Eftir allt þetta og eftir að hjartað í mér fór að slá aftur og ég var búinn að ná puttunum sem grófu sig fasta í mælaborðið þá gat ég ekki annað en stillt mig hvað væri eiginlega að gerast. Þá skyldist mér að ef hún hefði ekki snert viðarbút þá hefðu einhverir slæmir hlutir gerst við einhvern nákominn henni eða hana sjálfa.
Já svona er hjátrúin einkennilegt. Ekki það þó svo maður geti brosað út í annað þá myndi mér aldrei detta það til hugar að ganga undir stiga, brjóta spegil eða brosa þegar svartur köttur hleypur í veg fyrir bílinn hjá mér
![]() |
Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 16:46
Mikil ös í jólagjafaskiptunum - Stuttur tími til stefnu
![]() |
Mikil ös í jólagjafaskiptunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2006 | 09:26
Ljótasta jólaskreytingin 2006 !
Vil vekja athygli á skemmtilegri keppni sem Tómas hefur hafið á blogginu hjá sér,
skilafrestur mynda er til 30 desember 2006.
Endilega sendið inn myndir til hans það eru án efa vegleg verðlaun í boði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2006 | 08:11
"Tæknileg mistök"
Já flest er nú orðið hægt að flokka undir mistök eða "tæknileg" mistök. Auglýsing eða ekki auglýsing, maður spyr sig? Hvenær er hægt að flokka auglýsingu sem kveðju og hvenær er hægt að flokka auglýsingu bara sem auglýsingu, eru í raun ekki allar auglýsingar kveðjur frá fyrirtækjum til viðskiptavina?
Enn eitt er víst, ég hefði án efa ekki getað byrjað jólin nema hafa fengið sms frá Dominos um kl 18.00 á aðfangadag en þökk sé þeim þá átti fjölskyldan gleðileg jól og vonandi allir þessir 80 þúsund viðskiptavinir. Ég hefði frekar mælt með því að Dominos hefði styrkt gott málefni í stað þess að kasta peningunum í umdeilt SMS á aðfangadag.
![]() |
Biðjast afsökunar á sms-um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2006 | 22:10
Enginn öryggisgirðing
![]() |
Dæla á úr Wilson Muuga í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2006 | 22:06
Tilboð á flugi til USA
Já gott hjá Hannesi og félögum. Þeir hafa nýtt sér tilboðin sem boðið var uppá fyrir jól til USA, þar var fólki gefinn kostur á flugfargjöldum til þess að versla ódýrt inn fyrir jólin og þeir félagar hafa slegist í för og keypt nokkur prósent í American Airlines. Þetta er búin að vera alveg ótrúleg útrás hjá liðinu "okkar" í viðskiptalífinu Danmörk, England, Bulgaría, Frakkland og svo nú USA.
Til lukku Hannes með nýja pakkann
![]() |
FL Group kaupir nærri 6% hlut í móðurfélagi American Airlines |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2006 | 17:12
Er rétt að drepa?
Ég hef líst því yfir áður og ég lýsi því yfir aftur hér og nú ég er algjörlega á móti dauðarefsingum sama hver á í hlut, sama hvað viðkomandi einstaklingur hefur gert, þá á dauðarefsing aldrei rétt á sér, að mínu mati.
Hvernig getur fólk hvort heldur sem forsetar, ráðherrar, dómarar eða venjulegur almúi leyft sér að taka svo stóra ákvörðun sem aðeins almættið á að geta tekið. Það á enginn lifandi maður að vilja, geta eða hafa völd til þess að taka svona stóra ákvörðun um það hvort maður fái að lifa eða skuli deyja.
Ég er reyndar fylgjandi því að maður eins og Saddam Hussein eigi að fá langan fangelsisdóm, 2-3 lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Ég held jafnframt í hans tilfelli sé það "auðvelda" lausnin að vera tekinn af lífi. Ég held að hann muni aldrei iðrast hvort heldur sem hann hefði verið dæmur sekur og til afplánunar í fangelsi eða með dauðadóm. Hallast meira að því að það verði gerður úr honum einhverskonar "píslavottur" þegar búið er að taka hann af lífi þe ef forsetinn og varaforsetinn samþykkja dóminn.
Hugsið ykkur hve ílla honum myndi líða í almennu fangelsi í Írak þar sem hann hefur enginn völd, engar sérþarfir og þarf að gista stálgrindarkoju og það án þess að hún sé gullsleginn. Hefði það bara ekki verið þyngri dómur þegar allt kemur til alls?
![]() |
Saddam Hussein tekinn af lífi á næstu 30 dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2006 | 00:23
Hringur vinur barnanna.
Það má með sanni segja að hjónin Anna Marta og Ingólfur Arnar séu með stórt hjarta.
Í hóp sérlegra vina Barnaspítala Hringsins hefur bæst stór, hlýr og mjúkur vinur sem ber nafnið Hringur. Hann er Ísbjörn og er hugarsmíði hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur og Ingólfs Arnar Guðmundssonar.
Hring er ætlað að verða vinur barnanna og hefur mikil áhersla verið lögð á alla hönnun og útfærslu búningsins þannig að Hringur ætti auðvelt með að eiga samskipti við börn og vera mjúkur viðkomu þannig svo gott væri að faðma hann. Hér má sjá hönnunarferlið nánar útfærslu og smíð bjarnarins .
Fyrir stuttu fór Hringur í heimsókn á barnaspítalann og hitti krakkana, veitti hann þeim ómælda hlýju og gleði og voru börnin að vonum ákaflega forvitin um þennan stóra, hvíta, loðna og vinalega björn.
Hringur mætti í leikstofu spítalans
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að setja þetta hér inn á bloggið hjá mér er sú að ekkert af þessu væri mögulegt án fjármagns og því skora ég á ykkur öll að leggja litla upphæð inn á söfnunarreikningin hjá Hring til þess að hann geti haldið áfram að gleðja litlu krílin á barnaspítalanum.
Hugsum til þeirra sem eiga bátt og þurfa allan þann styrk og þá hjálp sem þau geta fengið. Með lítilli gjöf ert þú að gefa litlu hjarta gleði og von.
Þú getur styrkt málefnið með því að millifæra í gegnum heimabankann á söfnunarreikning sem er í vörslu Glitnis.
MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT
Reikningsnúmerið er:
515 - 14 - 106500
Kennitala 550500-3530
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2006 | 22:50
Snjókorn falla, á allt og alla börnin leika og skemmta sér !


![]() |
Óvæntur jólasnjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.12.2006 | 16:32
Þá höfum við fengið það staðfest!
Þá höfum við fengið það staðfest!
Nú eru komnar enn fleirri sannanir fyrir tilvist jólasveinsins sem glatt hefur börn á öllum aldri síðustan elstu menn og konur muna (maður verður að huga að jafnréttinu).
Líkt og undanfarin ár hefur Bandaríska NORAD-loftvarnarkerfið staðfest það enn og aftur að jólasveinninn fer til allra góðra barna í heiminum á þessum tímamótum. Það skemmtilega við þetta þá sáust hreindýrin hans á ratsjá við Vík í Mýrdal, enda kannski ekki furða þar sem hann á klárlega heima hér á klakanum og það vita allir sem hafa einhvertíman komið austur og séð fallegu hreindýrin hans á Fljótsdalsheiði.
Fyrir þau okkar sem trúa á tilvist jólasveinsins þá eru þetta gleðifréttir og fyrir þá sem hafa haldið öðru fram eru þetta kannski sorgarfréttir..... eða hvað?
Hó hó hó.
![]() |
Hreindýr jólasveinsins sást yfir Vík í Mýrdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender
249 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar