Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
29.12.2006 | 12:51
Alþjóðlegir glæpahringir
Rúmeni í farbanni reyndi að komast úr landi á fölsuðu vegabréfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2006 | 09:45
Saddam skal hanga helst í dag samkvæmt USA.
Saddam enn í haldi Bandaríkjamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2006 | 08:35
Barnaverndarmálum fjölgar - Hvað er að gerast?
Barnaverndarmálum hefur fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2006 | 00:14
Alvarlegum slysum fjölgar - Þetta gengur ekki lengur !
Hvað er til ráða?
Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, en svo mikið er víst að þetta getur ekki gengið svona. Ég tel reyndar hækkanir á sektum sem Sturla Böðvars lagði allt kapp á að koma í gegn komi ekki til með að virka til þess að draga úr hraða. Það er einfaldlega svo að þeir sem ætla sér að keyra hratt þeir munu keyra of hratt hvort heldur sem sektin er 10-20 eða 30 þúsund krónur, held bara að menn nú eða konur séu ekki að hugsa út í það akkúrat á þessari stundu. Nú ekki virkaði þjóðarátak umferðarstofu nema þá hugsanlega rétt á meðan fólk var að skrá sig inn á STOPP.IS , En það er alveg ljóst að þessar tölur eru ALLT of háar og algjörlega ólíðandi.
Tökum okkur nú til í andlitinu hættum ofsaakstrinum strax í dag..... er það ekki fínt áramótaheit svona fyrir þá sem þurfa aðlögunartíma !?
Fréttablaðið, 29. des. 2006 00:01
Alvarlegum slysum fjölgar milli ára
Banaslysum og öðrum alvarlegum slysum fyrstu tíu mánuði ársins fjölgaði um tæp 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt slysaskráningar Umferðarstofu. Athygli vekur að sé októbermánuði sleppt og einungis bornir saman fyrstu níu mánuðir ársins er munurinn öllu meiri, eða 43,6 prósent.
131 banaslys og önnur alvarleg slys urðu á fyrstu tíu mánuðum ársins og í þeim létust eða slösuðust 154. Júlí og ágúst voru verstu mánuðirnir, en í þeim urðu samtals 50 alvarleg slys og 62 slösuðust eða létust. Algengast var að alvarleg slys yrðu þegar fólk féll af vélhjólum eða þegar ökutæki fóru út af vegum.
Alvarlegu slysin urðu nokkuð jafnt í dreifbýli og þéttbýli, 65 í dreifbýli og 69 í þéttbýli. Slys með minniháttar meiðslum voru talsvert fleiri í þéttbýli en í dreifbýli, eða 426 á móti 206. Ef litið er til óhappa þar sem eingöngu hlýst eignatjón af varð yfirgnæfandi meirihluti þeirra í þéttbýli, 5.203 gegn 895.
Það sem af er ári hafa 30 látist í 27 banaslysum. Algengast var að þau yrðu þegar ökutæki lentu hvort framan á annað eða þegar ökutæki fór út af vegi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 21:12
Landsbjörg - Hingað og ekki lengra!
Er þetta ekki að verða einum of mikil frekja?
Enn og aftur kemur framkvæmdarstjóri Landsbjargar, Jón Gunnarsson, fram í fjölmiðlum og skammast út í allt og alla nema Landsbjörg/slysavarnafélögin, reyndar varð stefnubreyting hjá honum í Kastljósi fyrr í kvöld þar sem hann sagði að íþróttafélögin og einhverra hluta vegna sá hann ástæðu til þess að nefna KR sérstaklega mættu einnig selja flugelda. Reyndar var hann jafnframt duglegur við að hampa Landsbjörg fyrir að hafa búið til þennan markað. Ég er nú ekki alveg viss um að þeir eigi nú allan þann heiður skuldlausan!
Ég held að Landsbjörg megi þakka sínu sæla fyrir að ekki séu fleirri komnir inn á þennan markað en raun ber vitni. Sérstaklega vegna þess hve há álagningin er á þessum vörum hún er ekki talin í tugum heldur hundruðum prósenta. Ég er viss um að ef slíka álagningu væri að sjá í td matvöru þá væru einhverjir farnir að öskra og það hátt. Það er einkennilegt að geta farið á flugeldasölu og keypt sama eða sambærilegan varning á mun lægra verði en hjá Landsbjörgu. Það eru jú þeir sem eru búnir að búa til það bil sem aðrir eru að stinga sér inn í núna verðlega séð. Ef álagningin hefði verið á eðlilegri nótum þá væri enginn að troða sér inn á markaðinn, því menn er að sjálfssögðu að sækjast eftir gróðanum, sem er talsverður þrátt fyrir að sjálfstæðu aðilarnir séu að selja sinn varning talsvert ódýrari.
Auðvitað er gott að styrkja gott málefni og allir vita nauðsyn þess að vera með öflugar björgunarsveitir í landinu. En menn verða þó að gæta hófs í því sem ég vil kalla græðginni.
Flugeldasala er að vísu stærsta fjáröflun Landsbjargar en það er nú ekki langt síðan að ég keypti 4 neyðarkalla, 1 fyrir hvern fjölskyldumeðlim, af þeim og sá ekki eftir því. Ég hef janframt yfirleitt keypt flugeldana mina hjá Landsbjörgu en gerði það ekki í fyrra þar sem mér þótti framkvæmdastjórinn fara hamförum í fjölmiðlum og sagði að þeir ÆTTU að eiga markaðinn út af fyrir sig og allir væru að svindla nema þeir. Nú er bara að sjá hvað maður gerir þessi áramót!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.12.2006 | 12:15
Hann er vaknaður.
Jahérna hér, talsmaður neytenda virðist vera vaknaður. Ég var nú að hugsa um það ekki alls fyrir löngu að auglýsa eftir honum þar sem hann hefur verið afskaplega ósýnilegur síðan hann fór tók við embættinu nema þegar hann ákvað að fara í prófkjör hér um "árið".
Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé sú stefna sem stofnunin ætlar að taka þ.e að vera lítið sýnileg og gera lítið úr embættinu? Ef stefnan er sú að þá tel ég að það ætti að leggja þessa stofnun niður því féinu væri klárlega betur varið annarsstaðar.
Ég fór inn á heimasíðuna þeirra fyrir nokkrum mánuðum síðan og þá stóð
" Bráðabirgðaheimasíða talsmanns neytenda
Á árinu 2006 verður sett upp varanlegri
vefur með meira ítarefni og samskiptamöguleikum "
og það merkilega er að þessi texti er enn til staðar og síðan lítið sem ekkert breyst og árið 2006 senn á enda. Það er nú ekki mikið mál að koma upp heimasíðu nú til dags þegar fjöldinn allur af fyrirtækjum eru fús til þess að taka verkefni að sér fyrir "sanngjarnt" verð.
Ég fagna hinsvegar enn og aftur því að hann sé vaknaður og farinn að vinna fyrir okkur neytendurna með því að spyrjast fyrir um svo kallaða skatta hjá flugfélögunum.
Talsmaður neytenda óskar skýringa hjá Icelandair og Iceland Express | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2006 | 08:48
Starfsfólk Hagkaupa í lyfjapróf?
Er þetta nú ekki einum of langt gengið?
Ég hef alltaf sagt ef ekkert traust ríkir á milli starfsmanns og vinnuveitanda þá eiga menn einfaldlega ekki að starfa saman. En að vera með lyfjapróf í fyrirtækjum finnst mér einfaldlega út í hött. Er ekki nóg að vera með aðgangsstýrikerfi, myndavélar með upptöku 24/7, vöktun á tölvupósti og eins og sum fyrirtæki eru með "radar" í bílum fyrirtækisins. Það er nú spurning hvenær "stóri" bróðir er farinn að fylgjast einum of mikið með. Hvað næst verða kassastarfsfólk og kjötmeistarar Hagkaupa látnir fara í lyfjapróf, þau eru jú í ábyrgðastöðum! Ég bara spyr hvenær er komið nóg! ?
Allir starfsmenn Norðuráls í lyfjapróf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.12.2006 | 00:12
Vvvvááá ég fékk bíl í jólagjöf !
Var að skoða myndirnar sem við höfum verið að taka nú á jólahátíðinni. Rakst meðal annars á þessa frábæru mynd af litlu telpunni okkar henni Emmu Brá þegar hún var að opna pakkan frá okkur. Við gáfum henni Disney bíl sem hún getur setið á og ýtt sér áfram jafnframt er hann með fullt af hljóðum, ljósum ofl. Gleðisvipurinn leynir sér ekki, reyndar tekur sú eldri hún Hafdís Hrönn fullan þátt í gleðinni með systur sinni eða hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2006 | 22:06
Nú hefði verið gott að kaupa á völlunum
Á sínum tíma þegar við hjónin stóðum frammi fyrir því að þurfa stækka húsakostinn hjá okkur þá vorum við að velta því fyrir okkur að kaupa í Vallarhverfinu í Hafnarfirði, maður lifandi ef ég hefði vitað þá það sem ég veit nú að ef ég byggi í Hafnarfirði þá fengi ég diskinn með BóHall þá hefði maður ekki hikað.... eins og einhverstaðar segir að hika er að sama og tapa En á sínum tíma gat ég einfaldlega ekki hugsað mér að flytja í þetta kratabæli og flutti því í Grafarholtið þar sem ég var svo viss um að með betri tíð og blóm í haga þá myndí Villi Þ. vinna borgina aftur úr helju, og vitir menn það gerðist og ég er bara nokkuð sáttur við þau bítti að skipta út BóHall geisladisk fyrir topp mann í borgarstjórastólnum...
Alcan sendir geisladisk á hvert heimili í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2006 | 21:26
Pilla á dag kemur þyngdinni í lag - Gat verið !
Pilla á dag kemur þyngdinni í lag
Vísindamenn hafa þróað pillu sem að hjálpar fólki að grennast. Eftir prófanir kom í ljós að fólk sem hafði tekið eina pillu á dag í 48 vikur missti um 12% af líkamsþyngd sinni. Þetta jafngildir því að 100 kílóa maður myndi fara niður 88 kíló bara með því að bryðja eina pillu á dag í eitt ár.Pillan virkar þannig að hún platar heilan til þess að trúa halda efnaskiptum hröðum og virkum allan sólarhringinn. Venjulega stjórnar heilinn hraða efnaskipta en svona er hægt að halda efnaskiptum hröðum og brenna kaloríum allan liðlangan daginn.
Buist er við því að pillan eigi eftir að koma á markað í Bretlandi á næstu árum en notkun lyfja til þess að meðhöndla offitu hefur aukist um 600% frá árinu 1999. Ljóst þykir því að eftirsóknin verður mikil í pilluna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender