Leita í fréttum mbl.is

Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?

Alveg er það merkilegt hjá þessu fyrirtæki, Iceland Express að það er alltaf einhverjum öðrum um að kenna en þeim sjálfum þegar eitthvað fer úrskeiðis - sem virðist nú frekar vera orðin regla en undantekning. Þegar fjölmiðlafulltrúi þeirra, Heimir Már Pétursson sem nýlega skipti um deild innan samfylkingar þá finnst honum eðlileg tilsvör að tala niður til viðskiptavina fyrirtækisins sem í þessu tilfelli var móðir 14 ára gamallar stúlku.

Þegar ég las fréttina um að telpan hafi verið skilin eftir þá skil ég það svo að móðurin treystir ekki Iceland Express til þess að koma dóttur sinni skammlaust á milli staða þegar hún er ein á ferð - ég geri ráð fyrir að fullorðið fólk geti ráðið úr óvissuferðum betur en 14 gamall unglingur þó svo þeir geti vissulega verið úrræðagóðir. Hvort sem foreldrar stúlkunnar hafi notað einhvern frímiða sem Iceland Express bauð þeim skiptir engu máli og vægast sagt sérstakt að Heimir Már skuli reyna réttlæta þetta með því, enda virðist í hans augum þetta ekki vera svo mikið mál enda hafi stúlkan komist heim á endanum. Eitt er víst að ég sem foreldri hefði ekki verið rólegur vitandi af dóttur minni á vergangi út í heim vegna ábyrgðaleysis ferðaþjónstuaðila. Ég held að foreldrar barnsins sem og Iceland Express megi þakka Guði fyrir að erlendi ferðamaðurinn sé sóma maður (miðað við það sem stendur í fréttinni), því ekki er það Iceland Express að þakka að ferðin endaði vel.

Ég las frétt um daginn um að Iceland Express hafi neytt ókunnugt fólk til þess að deila rúmum saman vegna ófagmannlegra vinnubragða fyrirtækisins nú og svo var það fréttinum um að aðeins 38% flugfélaga frá þeim færu af stað á réttum tíma, 38%! Líklega er það einhverjum öðrum um að kenna en þeim sjálfum. Það eru nú aðeins örfáar vikur síðan að vél á þeirra vegum var kyrrsett vegna þess að hún var ekki flughæfu ástandi - það er kannski bara orðin spurning hvenær vel frá þeim hrapar, þó svo maður vilji nú ekki hugsa þá hugsun til enda.

Væri ekki nær fyrir Iceland Express að vinna á þeim innanhúsvandamálum sem þeir klárlega eiga við að etja í stað þess að tala með hroka til viðskiptavina fyrirtækisins?


mbl.is Fjórtán ára stúlka skilin eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband