Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Hvað svo?

Nú hefur verið hætt við að greiða til Byrgisins frekari greiðslur úr ríkissjóði, sem hefði átt að vera sjálfgefið þegar málið kom upp, ég geri ráð fyrir því að ríkissjóður hafi ekki greitt til þeirra eftir að óskað var eftir því að ríkisendurskoðun færi yfir fjármál Byrgisins.

En það vakna fleirri spurningar í þessu sambandi, hver er staða þeirra vistmanna sem eru í Byrginu núna?  Verður Byrginu lokað og ef svo hver tekur við því ágæta fólki sem er í meðferð og er að reyna koma undir sig fótunum á nýjan leik?

Það er ákaflega brýnt að þessu fólki verði fundinn staður þar sem enginn röksun verður á meðferð þeirra.


mbl.is Ríkið hættir greiðslum til Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gærdagur, dagur, morgundagur !

Ég heyrði lífsmottó hjá ákaflega vel gerðum manni um daginn og það hljóðaði svona

Gærdagurinn er fortíðinn

Dagurinn er nútíminn

og Morgundagurinn er framtíðinn

Þegar hann sagði þetta við mig skaut upp í kollinn á mér hvers vegna er maður að velta fyrir sér hvað getur gerst á morgun þegar morgundagurinn kemur hvort sem manni líkar betur eða verr.  Því morgundagurinn er framtíðinn.  Það bætist ekki bara einn dagurinn við morgundaginn heldur eru svo skemmtileg tímamót að það bætist heilt ár við líka sem er fullt af nýjum tækifærum sem bíða eftir því að vera gripinn.


CSI

Lögreglan á Blönduósi rannsakar nú skotárás á fjölskyldubíl...Hvert er þetta þjóðfélag að fara, maður bara spyr sig?  Er fólk alveg að missa sig?  Er það virkilega það sem fólk vill sjá að lögreglumenn verði klæddir skotheldum vestum og með byssur sér til varna?  Hvað gengur eiginlega að fólki sem skýtur á lögregluna!  Nú vantar bara CSI eins í sjónvarpinu, þeir myndu á stuttum tíma finna út hver skaut úr byssunni, hver framleiddi kúluna og hver stóð við hliðina á þeim sem skaut! Angry En án gríns þá þarf að finna þann/þau/þá sem gerðu þetta og koma vitinu fyrir þau eitt skipti fyrir öll.

Þar sem fréttin er nú utan að landi þá sakna ég settningar sem yfirleitt fylgir þessum fréttum og hún er " það var aðkomumaður"  því eins og þið vitið þá eru það alltaf aðkomufólk sem skanelerar á svona stöðum ! Wink


mbl.is Skotið á bifreið lögreglumanns á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1 júní 2007 - Niðurtalning

Belgar banna reykingar á veitingastöðum um áramótin.Það verður betra líf eftir 1 júní 2007 það er víst alveg á hreinu.  Manni verður þó að minnsta kosti óhætt að bregða sér inn á kaffihús eða veitingastað án þess að finnast maður sitja í miðjum öskubakka.  Ég hef sjálfur aldrei reykt en tel mig þó alls ekki fanatískan í garð reykingamanna en það er auðvitað eitthvað að þegar maður bregður sér inn til þess að fá sér smá hressinu að þegar maður kemur út aftur þyrfti maður helst að skipta um föt því þau eru farinn að anga eins og öskubakki.  Ég held að þegar bannið tekur gildi hér þá muni ásóknin á kaffihús og veitingastaði aukast líkt og gerst hefur í Írlandi.

Við getum öll hlakkað til 1 júní 2007, þe ef stjórnvöld ÞORA að standa við bannið án þess að framlengja aðlögunartímann....


mbl.is Reykingar bannaðar á veitingahúsum í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Huld ásamt nýfæddri dótturÉg óska Huldu, Sigurði og Bergþóru (nú stóru systur) til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.  Þetta kallar maður að koma með hvell og smá athygli í heiminn.  Eftirminnilegt fyrir alla og sem betur fer virðist á skemmtilegri frásögn af atvikinu að öllum heilsist vel.  Ætli aumingja leigubílstjórinn þurfi ekki lengstan tíma til þess að jafna sig Smile
mbl.is Barnið kom um leið og leigubíllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógleymanlega fólkið

 
 Skemmtileg samantekt hjá Fréttablaðinu þar sem þeir rekja fólkið sem gerði árið 2006 ógleymanlegt.  Ég skil þó varla af hverju Nylon er þar á meðal, en svona er þetta.
Fréttablaðið, 30. des. 2006 12:00

mynd

Magni Ásgeirsson

Árið 2006 var um margt eftirminnilegt. Örfá atvik og gjörðir landans standa þó upp úr. Fréttablaðið tók saman lista yfir fólkið sem gerði árið ógleymanlegt.

Þeir sem allt þykjast vita um refilstigu tónlistar supu hveljur þegar spurðist að annarrar deildar sveitaballapoppari hefði komist áfram í Rock Star þáttunum. Hvað myndu hinir „ofursvölu" LA–rokkarar halda um Ísland. En allt fór á annan veg. Magni ekki bara sló í gegn og sveitaballabransinn hlaut verðskuldaða uppreisn æru og Magni bjargaði í leiðinni Skjá einum og rakaði saman seðlum fyrir Símann í formi SMS-skeyta.



Nylon-flokkurinn

mynd
Bubbi „eat your heart out". Arftakarnir koma úr óvæntri átt sannast sagna. Nylon-stelpurnar eru einu poppararnir sem mótmæltu hvalveiðum af einhverju viti með því að hætta við útgáfu plötu sinnar á Bretlandseyjum í kjölfari þess að Einar K. leyfði Kristjáni Loftssyni vini sínum að fara á ryðkláfi út á Ballarhaf og skutla nokkrar langreyðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

  

  

  

Eyþór Arnalds

mynd
Skrautleg ökuferð Eyþórs, þegar hann keyrði á staur og reynda að ljúga sig út úr því máli varð fréttamatur á árinu. „Hér er staur, en það er allt í lagi því ég er he-he-hermaur," mun Eyþór hafa sagt þegar hann klessti á staurinn. En batnandi mönnum er best að lifa og Eyþór fór í meðferð, þó hann ætti ekki við neitt sérstakt áfengisvandamál að stríða, sem gerir hann að AA-manni ársins.

  

  

myndÓli Geir Jónsson

Eyddi hálfu árinu í að berjast fyrir að endurheimta titilinn Herra Ísland eftir að Elín Gestsdóttir svipti hann honum með fruntalegum hætti. Svo má aftur um það deila hvort þarna hafi verið til mikils að vinna.

  

  

  

  

Bubbi Morthens

mynd
Einlægni Bubba hefur meðal annars gert hann að því sem hann er. Þjóðin elskar hann fyrir að segja hlutina eins og þeir eru. Grái fiðringurinn er staðreynd og Bubbi fer ekki í felur með það. Þess vegna tók þjóðin af heilum hug þátt í fimmtugsafmælisveislu sem Glitnir og Vodafone héldu goðinu sem kórónaði gott ár með því að bjóða nýjum tengdapabba sínum, árinu eldri, til veislu.

  

  

Jói og Gugga

mynd
Sýndu og sönnuðu að ástin sigrar. Þeim er að þakka að Jói í Kompás er sjónvarpsmaður ársins. Og broddborgurum landsins þykir vænna um mjúk rúm sín vitandi af því að til er það hlutskipti að vera á götunni.

  

  

  

  

Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti

mynd
myndSmekkur þeirra og skynbragð á það sem er „flott" og „kúl" og „inn" er óbrigðull. En hugsanlega ofmátu þessir elskuðu og dáðu og virtu fjölmiðlamenn stöðu sína þegar þeir flögguðu yfirlýsingum á borð við „ógeð" og „viðbjóður" um ástand venjulegrar íbúðar Ásgeirs fyrir breytingar í Innlit/útlit. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki. Margir spurðu sig hvernig talsmáti þeirra félaga væri eiginlega þegar ekki væri kveikt á myndavélunum.

 

Samúel Kristjánsson

mynd
Ber ábyrgð á því að ofurfallegir jólatónleikar með þekktum söngdívum breyttust í martröð þar sem ríkti brjálað umferðaröngþveiti – skipulagsslys. Sem varð til þess að fagur jólasöngur féll í skuggann sem er skaði.

  

  

  

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir

Þrátt fyrir sigra og velgengni á árinu stendur það upp úr þegar hún flaug á hausinn á Broadway eins og belja á svelli. En þó svo að þar hafi þeir sem hafa ekkert allt of þróaðan húmor fengið sitthvað fyrir sinn snúð, þá hélt hún reisn sinni og steig á fætur jafn gullfalleg og alltaf. Og „kikkstartaði" glanstímariti Reynis Traustasonar sem reyndi þar án árangurs að binda endi á fjölmiðlaþátttöku hennar. Sem er galin hugmynd.

Árni Johnsen

Sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt með ummælum sínum um „tæknileg mistök". En Árni þekkir sína þjóð betur en nokkur annar. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þó þjóðin sé refsiglöð, og þar með sé fyrirgefningin ekki endilega ofarlega á blaði, þá hafa kjósendur minni á við gúbbífiska.

Guð er mikill. Þjóðin verður sigursæl og Palestína er arabísk."

saddam hengdurÞetta voru lokaorð eins af allra mesta hrottamanns sem uppi hefur verið, að mínu mati.  En hann var dæmdur til dauða og dómnum framfylkt með því að hengja hann í nótt.  Það sem ég er nú hræddastur um er að hann verði gerður að einhverskonar "píslavotti".  Ég held líka að það sé mikið til í orðum Muallah Omars eins af leiðtogum talibana að með því að dæma hann til dauða virki þetta sem vítamínsprauta á þá sem berjast í heilögu stríði gegn Bandaríkjamönnum.

En nóg um það, ég hef lýst því yfir áður og geri það enn og aftur til ítrekunnar að dauðarefsingar eiga ALDREI rétt á sér, að mínu mati, sama hver á í hlut.


mbl.is Saddam neitaði að láta draga hettu yfir höfuð sé fyrir aftökuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KBbanka tárin

vefbordi_forsidu_2

Ég held ég hafi sjaldan verið eins kjaftstopp hvað auglýsingar varðar og þær sem KBbanki birti á fimmtudaginn í dagblöðunum. Þar sáust grátandi starfsmenn og tilkynning með að þetta fólk væri að hætta hjá KBbanka þann dag. Þessar auglýsingar þótti mér gera ákaflega lítið úr þessu fólki, lítið úr fyrirtækinu og lítið úr viðskiptavinum. Ég bara spyr hver í ósköpunum er markaðsstjóri KBbanka sem heitir reyndar núna Kaupþing? Fyrir jól barst okkur brauðkarfa sem mér skyldist á starfsfólki bankans að flestir hafi hent beint í ruslið og svo kemur þessi vægast sagt ömurlega auglýsingaherferð sem á víst að kosta einhverstaðar í kringum 200.000 milljónir…segi það satt og skrifa. Ég hefði haldið að þetta væri nú ekki svo mikið mál fyrir KBbanka að skipta um nafn þar sem Kaupþings nafnið hefur verið notað erlendis en aðeins KBbanka nafnið hér á klakanum, það hefði líklegast dugað að birta 4-6 heilssíður með tilkynningu á nafnabreytingunni að KBbanki héti hér eftir Kaupþing ! Ég neita að trúa því að markaðsdeild bankans sé svona hrikalega geld að þetta hafi verið skársti kosturinn því að mínu mati þá er bara eitthvað AÐ! En til starfsmanna Kaupþings þá vil ég segja, til hamingju með nýja nafnið.


Ekki var það mikið !

Ekki var tveggja stunda vinnutap og eyðilegging á girðingu í kringum svæðið metið til mikils eða aðeins 70.000,-  Sem þýðir væntanlega að mótmælendur hefðu leikandi haft efni á að stöðva vinnuna þarna í a.m.k. 1 dag (8 x 35.000) það hefði ekki kostað þá nema 280.000 krónru og  það hefði verið ódýrara en heilsíðuauglýsing í prentmiðlunum og þeir hefðu án efa fengið talsvert meiri athygli...  Kannski verður það næsta skref hjá þeim... hver veit....  ekki ég.


mbl.is Dæmdur í sekt fyrir að ryðjast inn á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír menn bera faglega ábyrgð á Byrginu

Eins og einhver söng hér á árum áður, ekki benda á mig... segir varðstjórinn, þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn.... o.s.frv. 

En sá aðili sem hlýtur að bera höfuðábyrgð á starfsemi Byrgisins hlítur að vera Guðmundur Jónsson forstöðumaður.  Ég hefði viljað að Ríkisendurskoðun hefði skilað áliti sínu nú í dag en ekki eftir tvær vikur líkt og áætlað er.  Fyrst og fremast til þess að reyna koma starfsemi Byrgisins í eðlilegt horf sem allra fyrst, því án efa þá hefur það hjálpað mörgun í gegnum árin að koma undir sig fótunum á nýjan leik.

Það koma mér einnig talsvert á óvart hve loðin svör ráðuneytið fær við þeim spurningum sem það lagði fyrir stjórn Byrgisins, sumum spurningum er nú bara alls ekki svarað og öðrum er svarað algjörlega út í hött s.s. með afeitrunina, það sér það hver heilvita maður að afeitrun á sér þarna stað, ekki ætla ég svo sem að dæma um hvort það sé eðileg starfsemi í Byrginu hvort afeitrun er þar eða ekki en er það ekki akkúrat hluti af því að koma fíklum aftur á réttan kjöl þe að afeitra þá?


mbl.is Þrír menn bera faglega ábyrgð á Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband