Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Síðan hvenær ???

Er það orðin frétt að krakkar kasti snjóboltum í bíla?  Þetta hefur tíðkast frá því snemma á síðustu öld.  Ef þetta er ekki dæmi um frétt frá fréttahauki "ekki" frétta þá veit ég ekki hvað.
mbl.is Köstuðu snjóboltum í bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstarf leik- og grunnskóla, allra hagur

Það er alveg ljóst að það væri allra hagur ef samstarf leik- og grunnskóla borgarinnar væri meira.  Nú þegar tími vetrarfría og starfsdaga er hjá leik- og grunnskólum borgarinnar eru foreldrar á þönum við að reyna eftir fremsta megni að púsla saman dögunum.  Í dag er samhæfing leik- og grunnskólanna sáralítið þegar kemur að þessum fríum.  Til að mynda er vetrafrí í Sæmundarskóla í Grafarholti frá miðvikudegi til þriðjudags og svo er frí í Maríuborg hér í Grafarholti á miðvikudaginn.  Þetta þýðir að við þurfum að taka 5 frídaga þegar við gætum sparað okkur 1 frídag og tekið bara 4 daga núna og átt fleiri sumarfrís daga í sumar, þegar skólinn er lokaður í tvo mánuði og leikskólinn í einn.

Þetta er klárlega málefni fyrir leikskóla- og menntaráð að samhæfa betur með það í huga að fækka þeim frídögum sem foreldrar og forráðamenn þurfa að taka yfir veturinn.  Þeir geta þá verið fleiri daga með fjölskyldunni allri á sumrin.


Kári kemur hægt en örugglega

Veðurspá mbl.is gerð 28.10.2007 kl. 08:45 fyrir veðrið næstu daga
Umhleypingasamt og fremur kalt veður
Þar sem það er að koma vetur þá set ég hér inn nokkrar flottar vetramyndir
100   101
103   104

Víxlum laununum

Ekki kemur þessi tilkynning manni neitt verulega á óvart.  En KSÍ þyrfti nú að sópa aðeins betur út úr liðinu t.d. þarf nýjan fyrirliða því sá sem því starfi gegnir ætti best heima á bekknum - allavega þar til hann kemst í betra form og áhugi hans kviknar aftur fyrir því að spila fyrir Íslands hönd.  Er ekki hreinlega komið tilefni til þess að endurnýja stóran hluta af hinum leikmönnunum einnig?  Hvernig væri að fá einhverja aðra en þá sem skapað hafa sér nafn á erlendri grundu, ég er viss um að margir fótboltamenn sem eru "bara" að spila hér á klakanum myndu standa sig betur en þessar "stjörnur" sem spila nú með liðinu.  Ástæðan fyrir því að ég set "stjörnur" í gæsalappir er auðvitað sú að það er ekki nóg að vera flott nafn þessir ágætu liðsmenn ættu nefnilega að þurfa að vinna fyrir því að fá að vera í landsliðinu. 

Hugsanlega er spurning um að biðja íslenska kvennalandsliðið um að aðstoða þessa "meistara" og kannski sýna þeim taktanna líka og þar sem við erum farin að tala um kvenna og karlalið þá er spurning hvort það ætti ekki að víxla launakjörunum, því stelpurnar eru klárlega meira virði en þær eru í augum KSÍ, því þar á bæ virðast menn vera blindir gagnvart öllu öðru en karlahópnum.

P.s ég skrifaði að sjálfssögðu aðeins um íþróttir fyrir Kaupmannahafnarbúanna !


mbl.is Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr skipstjóri í brúnna - Sævar Freyr forstjóri

Dagurinn í dag byrjaði rólega eins og allir aðrir dagar.  Vakna, koma krökkunum í skólann og svo sitja við hlið einkabílstjórans og lesa blaðið á leið í vinnu.  Maður verður jú að vera vel inní málum líðandi stundar þegar maður kemur inn á meðal vinnufélaga. 

sævarfreyr
 

Vitir menn það var ekkert í blöðunum sem gaf tilefni til stærstu fréttar dagsins.  Því rúmlega tíu barst starfsmönnum tilkynning - með fyrirsögninni "Sævar Freyr Þráinsson verður forstjóri Símans"  Ég las textann tvisvar áður á meðan ég meðtók skilaboðin.  Ha er Brynjólfur Bjarnason sem siglt hefur skútunni undanfarin ár með framúrskarandi árangri að hætta, af hverju?  Sævar Freyr að verða forstjóri, maðurinn sem ég slóst við í æsispennandi sundbolta fyrir nokkrum mánuðum í lítilli sundlaug á Akranesi?

Brynjólfur hefur verið forstjóri Símans og Skipta því síðarnefnda frá stofnun, en það er móðurfyrirtæki Símans.  Nú eru umsvif Skipta orðið það mikil og víðtæk að hann mun einbeita sér af því að stýra þeirri skútu og án efa með góðum árangri.

Sævar Freyr mun taka við nýja starfinu þann 1 nóvember næstkomandi og þann dag verða ýmsar aðrar breytingar hjá Símanum því Elín Þórunn sem verð hefur forstöðumaður fyrirtækjasviðs tekur við starfi Sævars sem framkvæmdastjóri og Elín Rós sem verið hefur deildarstjóri mun taka við starfi Elínar sem forstöðumaður - svo dagurinn í dag var dagur mikilla frétta og breytinga, eins og áður valinn maður á hverjum stað í fyrirtækinu.

Ég hef ekki starfað lengi hjá fyrirtækinu en hef þó getað fylgst með þeim góðu verkum sem þetta fólk ásamt mörgu öðru fólki hefur unnið.  Það verður því lærdómsríkt, krefjandi og umfram allt skemmtilegt að vinna með þessu góða fólki á komandi misserum.

Sævar Freyr, Elín Þórunn og Elín Rós til hamingju með nýju störfin og megi þau vera ykkur ánægjuleg, gefandi og umfram allt skemmtileg.


Bókun gegn bókun - sérstakt

Hvernig er hægt að álykt um að leggja skuli áherslu á aukin lífsgæði borgarbúa á sama tíma og gerð er bókun um heftun á viðskiptafrelsi og beiti eigi borgarbúum viðskiptaþvingunum með því að leggjast gegn frjálsri samkeppni á sölu áfengis hér á landi?

Það er löngu orðið tímabært að færa sölu áfengis í almennar verslanir líkt og gerst hefur víðast hvar um landið s.s. á Djúpavogi, Vopnafirði, Kirkjubæjarklaustir og víðar.  Á þessum stöðum eru reknar áfengisútsölur með öðrum rekstri þær eru að vísu skorðaður af með einhverjum hætti. 

Vissulega get ég stutt það að áfengið þarf að vera skorðað af í verslunum til þess að hægt sé að fylgjast betur með þeim sem eru að versla þá vöru með tilliti til aldurs.


mbl.is Velferðarráð leggur áherslu á aukin lífsgæði borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt tjón á ekki nema 100 þúsund kall !

Mikil mildi að enginn hafi slasast alvarlega eða látist í þessum barnaskap ökumannsins.  Maður veltur því þó fyrir sér að eftir skoðun á slysadeild fékk bílstjórinn að fara heim.  Hann hefur nú verið uppvís að ofsaakstur sem ég get ekki flokkað undir neitt annað en morðtilræði á farþega sínum og  þeim vegfarendum sem í kringum hann voru.  Það sem vekur furðu manns er að hann hafi fengið að fara heim að skoðun lokinni, hefði ekki hreinlega verið nær að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum þangað til geðrannsókn hefur farið fram og dómur fallið í málinu.

 Mér leikur forviti á að vita, hver borgar fyrir þann skaða sem slysið olli?  Greiðir tryggingarfélagið alfarið, ég veit að það greiðir væntanlega þriðja aðila tjónið og hefur svo endurkröfurétt á ökumanninn, en er það gert? 

Svo væri forvitnilegt að vita hvað t.d þetta tjón kostar í heild sinni miðað við að hann greiðir í tryggingariðngjöld á ári (ég vinn ekki hjá tryggingafélagi)

En ég spyr fyrir hönd farðþega hans "hver þarf óvini sem á svona vini"?


mbl.is Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegar auglýsingar - koma manni alltaf til þess að brosa.

Fékk sendan tölvupóst í dag með þessum líka flottu auglýsingum, af hverju eru auglýsingarnar hérna á klakanum ekki gerð með svona frjóu ímyndunarafli eins og þarna út í heimi.  Eina skiltið sem ég man eftir að hafi verið gert "sérstakt" er auglýsingaskilti Símans sem er á Kringlunni.  Þar hefur skiltinu verið breytt í 3G síma.

a010   a001

a008   a003


Einn á lúðurinn ! Sólin dreginn.

002

Þetta hlýtur að hafa verið vont - Einn beint á lúðurinn !

003

ææææææ, ég verð að sleppa, ææææææ

001

Hve mörg hestöfl ætli maður þurfi til þess að geta dregið sólina ? 


64 dagar and counting

Þar sem við fjölskyldan erum nú þekkt fyrir að vera sannkölluð jólafjölskylda þá var ákveðið fyrir helgi að skella sér í IKEA og virða fyrir sér jólin árið 2007.  Í fjölmiðlum síðustu daga hafa auglýsingar glumið frá IKEA um að "jólin séu kominn" þrátt fyrir að það séu 64 dagar til jóla ennþá.

IKEA jol

En maður lifandi ef maður kærir þessa auglýsingu ekki bara til umboðsmans neytanda, þarna er hreinn uppspuni á ferð því þarna voru svo til að segja enginn jól kominn, þe að undanskildu hangikjötinu og uppstúfnum sem boðið vara uppá í matstofunni.  Annars var ekki mikið meira að sjá nema borða lafandi  í loftinu og minntu okkur viðskiptavini á að jólin væru kominn. 

Ætli jólin hjá manni komi samt nú bara ekki heima eða þá í jólahúsinu á Akureyri eins og vanalega. 


Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband