Leita í fréttum mbl.is

Alvarlegum slysum fjölgar - Þetta gengur ekki lengur !

untitledHvað er til ráða? 

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, en svo mikið er víst að þetta getur ekki gengið svona.  Ég tel reyndar hækkanir á sektum sem Sturla Böðvars lagði allt kapp á að koma í gegn komi ekki til með að virka til þess að draga úr hraða.  Það er einfaldlega svo að þeir sem ætla sér að keyra hratt þeir munu keyra of hratt hvort heldur sem sektin er 10-20 eða 30 þúsund krónur, held bara að menn nú eða konur séu ekki að hugsa út í það akkúrat á þessari stundu.  Nú ekki virkaði þjóðarátak umferðarstofu nema þá hugsanlega rétt á meðan fólk var að skrá sig inn á STOPP.IS ,  En það er alveg ljóst að þessar tölur eru ALLT of háar og algjörlega ólíðandi.

Tökum okkur nú til í andlitinu hættum ofsaakstrinum strax í dag..... er það ekki fínt áramótaheit svona fyrir þá sem þurfa aðlögunartíma !?

 

Fréttablaðið, 29. des. 2006 00:01

Alvarlegum slysum fjölgar milli ára

Banaslysum og öðrum alvarlegum slysum fyrstu tíu mánuði ársins fjölgaði um tæp 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt slysaskráningar Umferðarstofu. Athygli vekur að sé októbermánuði sleppt og einungis bornir saman fyrstu níu mánuðir ársins er munurinn öllu meiri, eða 43,6 prósent.

131 banaslys og önnur alvarleg slys urðu á fyrstu tíu mánuðum ársins og í þeim létust eða slösuðust 154. Júlí og ágúst voru verstu mánuðirnir, en í þeim urðu samtals 50 alvarleg slys og 62 slösuðust eða létust. Algengast var að alvarleg slys yrðu þegar fólk féll af vélhjólum eða þegar ökutæki fóru út af vegum.

Alvarlegu slysin urðu nokkuð jafnt í dreifbýli og þéttbýli, 65 í dreifbýli og 69 í þéttbýli. Slys með minniháttar meiðslum voru talsvert fleiri í þéttbýli en í dreifbýli, eða 426 á móti 206. Ef litið er til óhappa þar sem eingöngu hlýst eignatjón af varð yfirgnæfandi meirihluti þeirra í þéttbýli, 5.203 gegn 895.

Það sem af er ári hafa 30 látist í 27 banaslysum. Algengast var að þau yrðu þegar ökutæki lentu hvort framan á annað eða þegar ökutæki fór út af vegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband