Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Kastljós að breytast í Gula pressu?

Kastljóss þáttur gærdagsins verður líklega lengi í minnum hafður.  Þar tel ég að stjórnandi þáttarins hafi náð að koma þættinum í sögulegt lágmark hvað fréttamennsku og gæði varðar.

Ég hef reyndar sagt áður að þessi tiltekni stjórnandi ætti ekki að taka fólk í viðtöl heldur frekar að leitast við að gera eitthvað annað.  Eins sérstakt og það er nú þá leyfir þessi tiltekni stjórnandi viðmælendum sínum sjaldnast að klára málin og það liggur við að það heyri hreinlega til utantekninga þau skipi sem hann grípur ekki frammí fyrir gestum sínum.  Eitt er að vera ákveðinn fréttamaður en annað er að vera dónalegur og sýna öðrum lítilsvirðingu.

Það fólk sem ég hef heyrt í virðist flest vera á því máli að stjórnandi þáttarins hafi farið offari og því skilur fólk hreinlega ekki svar Þórhalls Gunnarsson ritstjóra Kastljós á Visir.is þar sem hann telur framganga stjórnandans eðlilega og segir jafnframt að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri þurfi að skýra betur út afstöðu sína.  Ég tel hinsvegar það hafa komið það vel í ljós í Kastljósþættinum hvað Ólafur átti við og held að það sé enginn þörf á því að skýra þessa athugasemd Ólafs frekar.

Hinsvegar tel ég full ástæða fyrir því að stjórnendur RÚV skoði starfshætti starfsmannsins sem og ritstjórnarstefnu Kastljós betur, nema það sé vilji stjórnenda að Kastljós breytist í Gula Pressu.


Listháskólinn, HR og HÍ allir í miðborgina ??

Í allri þeirri umræðu sem skapast hefur um háskóla og þá sérstaklega listaháskóla undanfarna daga þá sakna ég þeirrar umræðu sem þarf að fara fram og viðkemur staðsetningu háskólanna.  Eins og staðan er í dag þá sækja allir háskólar bæði Háskóli Reykjavíkur sem og Listaháskólinn í staðsetningu í eða við miðbæinn og enginn háskóli verður í austurhluta borgarinnar þar sem þó rúmlega helmingur borgarbúa búa.

Eins og umferðin er orðinn þá hefði maður haldið að það yrði skoðað sérstaklega í ljósi þeirra umferðartafa sem verða kvölds og morgna á stofnbrautum borgarinnar.  Hefði ekki verið eðlilegra að dreifa háskólunum í stað þess að setja þá alla á sama svæðið.  Reyndar væri það bæði hagkvæmt fyrir nemendur og umhverfið að þeir séu ekki allir í sama hluta borgarinnar og því nemendum sem og starfsfólki skólanna boðið að vinna nær sínu heimili.

En aftur að listaháskólanum, þá hefði ég talið það ákjósanlegra að hann væri staðsetur í austur hluta borgarinnar, hann gæti t.d í Breiðholtinu sem mjög miðsvæðis, reyndar gæti verið áhugavert einnig að hafa hann Krókháls. 

Þetta er málefni sem þarf klárlega að ræða og ég hreinlega skil ekki af hverju fjölmiðlar hafa ekki skoðað það.


Vel giftur og Mjólkursamsalan (MS)

Grill_leikur_2008Ég hef aldrei efast um að ég sé vel giftur og sé ríkur maður þegar litið er til fjölskyldunnar.  En miðað við gömlu "kerlinga" bækurnar, þá hlýt ég að vera sérstaklega vel giftur eða þá að Mjólkursamsalan (MS) er að fíflast með mig og aðra viðskiptavini sína, nú nema það sé bara hvoru tveggja Wink

Eftir að hafa skráð inn á heimasíðu Mjólkursamsölunnar fullt af lukkunúmerum eða u.þ.b. 20 lukkunúmerum í Grill-leik með sýrðum rjóma og 3 lukkunúmerum í Kókómjólkur leik samsölunnar þá hefur það komið í ljós að ég fékk engan vinning - ekki einu sinni penna eða glasamottu svona í sárabætur.  Ég fékk akkúrat ekkert.... ég bara spyr hvert er eiginlega vinningshlutfalið í þessum leikjum samsölunnar.... það er sjálfssagt líklegra að verða fyrir bjórflutningabíl í Mjóafirði en að fá vinning hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur.... kannski þetta fari bara að minna ískyggilega á happatappaleik Coca Cola sem Vífilfell bauð uppá á sínum tíma.... hum!

 


Setja þarf takmarkanir á Rúv og 365 fjölmiðla

Að mínu mati þarf að setja takmarkanir bæði á RÚV sem og 365 sjónvarpsmiðlana.  Einhverjir kunna að spyrja sig af hverju en ástæður þess eru afar einfaldar.  RÚV er ríkis rekinn fjölmiðill sem hefur heimildir í lögum fyrir að senda fólki áskriftargjöld hvort sem því líkar betur eða verr og hvort heldur sem það horfir eða hlustar á rásir stofnunarinnar eða ekki.  Sjónvarpsmiðlar 365 eru hinsvegar áskriftarmiðlar sem fólki gefst kostur á sjálfviljugt að vera áskrifandi af.  Hinsvegar hafði síðarnefnda fyrirtækið lofað viðskiptavinum sínum því að eftir að áskriftarfjöldinn næði ákveðnu fjölda myndi t.d öll útsending stöðvarnar verða í læstri dagskrá eins og eðlilega hlýtur að teljast miðað við að viðskiptavinir greiða háar fjárhæðir á mánuði hverjum fyrir að horfa á stöðvarnar.  Báðar þessar stöðvar hafa því talsvert forskot á einu fríu sjónvarpsstöð landsins þ.e Skjá Einn sem þrífst einungis á auglýsingamarkaði.

Ég segi því að bæði RÚV sem og 365 sjónvarpsmiðlarnir þyrftu að lúta sérákvæða hvað varðar auglýsingabirtingu.  Eins og staðan er í dag ætti Skjár Einn í raun að vera eina sjónvarpsstöðin sem mætti nýta sér 20% útsendingu á auglýsingum en líklegra væri að bæði RÚV og 365 sjónvarpsmiðlarnir ættu að vera vel innan við 10% markið ef þeir ættu þá yfir höfuð að fá að vera með auglýsingar.


mbl.is Vilja takmarkanir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vodafonehjólin hætt að snúast !

talsmadur-hjolin2

Þetta kemst klárlega á lista yfir mestu "pr" klúður ársins 2008.  Hugmyndin var góð en ekki unninn til enda.  Það hefði ekki átt að koma nokkrum manni á óvart að reiðhjól þyrftu á viðhaldi að halda.  Líklega þurfa flest ef ekki öll reiðhjól á einhverskonar viðhaldi að halda ég tala nú ekki um þau hjól sem ekki eru í einkaeigu.  Eins og flestir vita þá er það einhvernvegin þannig að fólk hugsar öðruvísi um sína eigin eign en þá sem fengin er að láni.

Alveg merkilega lélegur endir á annars góðri "pr" hugmynd en það er í þessu sem og í öllu öðru, gæði og áreiðanleiki fæst ekki með því að kaupa ódýrt.

Vísir, 20. júl. 2008 20:00

Vodafonehjólin tekin úr umferð

Vodafone hjólin sem dreift hafði verið til sveitarfélaga á landsbyggðinni hafa verið tekin úr umferð. Upplýsingafulltrúi Vodafone segir hjólin ekki hafa staðist þær gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra

Reiðhjólunum var dreift til sveitarfélaga á landbyggðinni víðs vegar um landið og þá stóð einnig til að taka 150 slík í notkun í Reykjavík í lok þessa mánaðar. Hjólin voru öllum aðgengileg án endurgjalds og hafði þetta framtak mælst vel fyrir.

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að hjólin hafi ekki staðist þær gæðakröfur sem gerðar voru til þeirra. Hjólin hafi kallað á mikið viðhald og því hafi verið ákveðið að innkalla öll hjólin. Hann segir það miður að svona hafi farið því framtakið hafi mælst vel fyrir. Hrannar segir óvíst hvort hjólin komi aftur á götuna en á síður von á því, í sumar að minnsta kosti.

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, hafði ekki heyrt af innkölluninni þegar fréttastofa hafði samband við hann í dag. Hann segir hugmyndina góða og vonast til að hægt verði að bjóða borgarbúum þessa þjónustu fljótlega, hvort sem það verður úr öðrum eða viðgerðum hjólaflota.


 

 


Á dauðadómur rétt á sér?

Hvenær á dauðarefsins rétt á sér?  Ég segi að hún eigi aldrei rétt á sér.  Það á enginn að geta dæmt annan mann til dauða sama hverslags brot viðkomandi hefur framið.  Það á enginn manneskja að geta sett sig á þann háa stall að segja hverjir skulu lifa og hverjir skulu deyja.

Dauðarefsins er ómannúðleg og ófyrirgefanlegur verknaður að mínu mati og reyndar fyrir brotamanninn er það stundum "auðveldasta" leiðin út frá þeim verknaði sem viðkomandi hefur framið.  Svo ekki sé nú talað um alla þá sem hafa verið teknir af lífi saklausir.

Í stað þess að dæma brotamenn til dauða á að dæma þá til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn.

 


mbl.is Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast? Er kennslu ábótavant?

MBL0153735Hvernig stendur á því að ökumenn leyfa sér að haga sér svona í umferðinni sér og öðrum til mikillar hættu.  Það segir sig sjálft að ökumaður sem ekur á 152 og svo ekki sé talað um 196 km hraða er hvorki að hugsa um sig hvað þá aðra sem í kringum hann eru. 

Af hverju nýta þessir ökumenn sér ekki kvartmílubrautina fyrir þessa útrás, þar er óhætt að keyra hratt án þess að vera tekinn fyrir of hraðan akstur og án þess að stofna lífi annarra vegfarenda í hættu með þessum leikaraskap.

En hvað er það sem veldur þessum síaukna hraðakstri, er löggæslan orðinn virkari eða eru ökumenn farnir að leyfa sér meira?  Er umferðarfræðslu ábótavant? 

Fyrir nokkrum árum gátu foreldrar og forráðamenn óskað eftir æfingar akstursleyfi fyrir þá sem voru að læra að aka ökutækjum, getur verið að með því hafi hallað á þá kennslu sem sérmenntaðir ökukennarar eru að sinna?  Er mögulegt að ökukennarar láti freistast til þess að taka nemendur í færri tíma en kennsluskráin segir til um?  En til fróðleiks væri gaman að sjá upplýsingar frá lögreglu um hvort ekki verði krafist eignatöku á þessum ökutækjum, ég er þess fullviss að ef lögreglan færi að nýta sér þá heimild þ.e að taka ökutæki eignanámi þá færu ökumenn að hugsa sig um tvisvar áður en pinninn er kitlaður.  Einnig væri fróðlegt að vita í hve mörgum tilfellum á þessu ári hafi verið óskað eftir því að ökutæki væru gerð upptæk.

Þetta eru vissulegar margar spurningar en við hljótum að þurfa spyrja gagnrýnna spurninga í ljósi þessara frétta um mikinn hraðakstur.   Ekki síst í ljósi þeirra miklu hættu sem þessir ökumenn skapa öðrum vegfarendum sem eru á ferli og eiga það síst skilið að eitthvað komi fyrir þá vegna gáleysis annarra.

 


mbl.is Einn tekinn á 196 km og tveir á 157 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa þeir ekki efni á viðhaldi?

Það fer að líða að því að maður skipti út flugmiðanum fyrir heimferðina eða ákveði að hætta við heimferðina alfarið.  Allavega er þetta orðið ansi tíðar fréttir hjá Iceland Express að vélarnar séu bilaðar og því mikil seinkun á flugi, kannski einungis spurning hvenær vél frá þeim kemst ekki alla leið!?

Spurning hvort viðhaldi hjá þessari ferðaskrifstofu og samstarfsfyrirtæki hennar sé nægilega gott?  Allavega er það orðið daglegt brauð að vélar sem fljúga fyrir þá bili. 

Maður ætti kannski auðveldar með að skilja þetta ef þetta væri "lággjalda" flugfélag en það fer ekki mikið fyrir því, enda verðin álíka og hjá Icelandair.  En þar sem maður greiðir ekki lægsta verðið þá gerir maður þá kröfu til félagsins að þeir hafi efni á að sinna viðhaldi á þessum vélum!

Nú svo er bara spurning hvort maður komist heim í vikunni eða hvort allar vélar flugfélagsins verði bilaðar!  Alltaf gaman af smá óvissuferðum FootinMouth


mbl.is Tafir hjá Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurkenning frá borgarstjóra

Á fimmtudaginn boðaði borgarstjórinn í Reykjavík til samkomu í Grasagarðinum í Laugardal til að fagna útkomu yfirlitsbæklings um afrakstur íbúasamráðsverkefnisins 1,2 og Reykjavík.  Bæklingurinn berst inn á um 46.000 heimili í borginni í fyrramálið.  
Í máli borgarstjóra kom fram að borgaryfirvöldum bárust á þriðja þúsund ábendinga á aðeins um þriggja mánaða tímabili.

Ábendingavefurinn 1, 2 og Reykjavík hefur reynst Reykjavíkurborg afar gagnlegt tæki og þegar hefur verið brugðist við fjölda ábendinga um viðhaldsverkefni af vefnum.   
Í lok ræðu sinnar veitti Ólafur F. Magnússon borgarstjóri stýrihópi Grafarholts sérstaka viðurkenningu fyrir öfluga og framsækna nálgun í íbúasamráði, m.a. í verkefnum með leikskólabörnum og unglingum.
Stýrihópinn mynduðu:
Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts,
Óttarr Guðlaugsson formaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, 
Gunnsteinn Olgeirsson frá Umhverfis- og samgöngusviðs
og Jóhann Diego frá Framkvæmda- og eignasviði.

Frá afhendingu viðurkenningar vegna 1, 2 og Reykjavík
Frá afhendingu viðurkenningar vegna 1, 2 og Reykjavík.
F.v.: Borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon, Gísli G. Guðjónsson frá Framkvæmda- og eignasviði sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Jóhanns Diegó, Jón B. Stefánsson frá hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Óttarrs Guðlaugssonar, Sólveig Reynisdóttir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Gunnsteinn Olgeirsson frá Umhverfis- og samgöngusviði.

Það er ekki tekið út með sældinni að búa í 101

Ef það er einhver sem telur það vera auðvelt að búa í eða við miðbæ Reykjavíkur þá hefur sá og hinn sami rangt fyrir sér.

Fólk sem býr á þessu svæði virðist ekki geta sofið nema rétt rúmlega tvær klukkustundir um helgar og maður lifandi það hefur verið vakið fyrir allar aldir núna nokkrar helgar í röð.

Þeir sem ákváðu að flytja nær mekka veitinga- og skemmtistaða hafa þurft að sætta sig við að geta ekki sofnað fyrr en seint og síðar meir og sér í lagi eftir að reykingabindindið tók gildi, fólk er hlægjandi og með skrílslæti fyrir framan staðina og til þess að bæta gráu ofan á svart þá hefur verið ákveðið að gera við húsin í hverfinu líka með tilheyrandi ónæði.

Mætti ég benda á að í flestum nýjum hverfum borgarinnar er dagurinn tekinn stemma og vaknar maður við hamarshögg, sprengingar eða önnur umhverfishljóð sem tilheyra framkvæmdum.


mbl.is Íbúar kvarta undan hávaða vegna viðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband