Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Fjórir ölvaðir menn í bíl sem fór þvert yfir hringtorg - Gleðileg *skál* jól

MBL0120928Já sumir eru meira fyrir það að skála en aðrir, þeir hafa kannski verið að reyna elta jólasveininn og þess vegna ekki tekið eftir hringtorginu, nú eða kannski voru þeir nýbúnir að segja *skál* og voru að dreypa á flöskunni Smile .  Hvað skyldu þeir hafa fengið í morgunmat á lögregustöðinni og skyldi einhver pakki hafa verið í jólasokknum þeirra frá sveinka? 

Ja maður bara spyr sig Smile


mbl.is Fjórir ölvaðir menn í bíl sem fór þvert yfir hringtorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjafinar - 3,5 klukkutímar

Nói-Sírus konfekt, Úr, Barbie hestvagn, Bækur, Íþróttagallar, Buxur, Peysur, Bolir, Ostakörfur, PsP2, Disney bíll, Púsl - þetta eru fáein dæmi um það sem fjölskyldan hefur verið að taka gjafapappírin utanaf nú í kvöld - það tók rúma 3,5 klukkustund að rífa upp gjafirnar frá vinum, vandamönnum og starfsfélögum.  Annars hefur fjölskyldan haft það mjög notarlegt í dag og kvöld, vorum með tengdaforeldrana í mat svo við vorum sannkölluð stórfjölskylda.  Mikið var rætt um lífisins gang og nauðsynjar eins og vanalega þegar fjölskyldan kemur saman, fá málefni sem okkur varðar ekki Wink enda á ferðinni fólk með skoðanir Smile


Gleðileg jól öllsömul.

IMG_0788En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.
Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi.
Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.
Þá fór og Jósef úr Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs,
að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð.
En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari.
Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsi.
En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar.
Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir,
en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum:
Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.
Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:
Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.
                                                                                                Lúkasarguðspjall 2:1-14

Óskum öllum gleðilegra jóla,

Megi þið öllsömul hafa það gott yfir hátíðirnar.


Rauð jól í ár.

Jæja við getum ekki breytt því sem almættið vill.  Þó svo börnunum og reyndar fullorðnum líka líki betur við að hafa hvít jól þar sem það er jólalegra og gefur ýmsa möguleika í leik þá verðum við bara að brosa og gera okkur glöð með rauð jól í ár.  Við getum þá alltaf huggað okkur við að það eru jól einu sinni á ári og það verða örugglega hvít jól árið 2007 Wink
mbl.is Suðaustan hvassviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir á ferð í miðborginni - Frábært kvöld

417156AÞvílík stemmning, þvílík hamingja og gleði sem skein út hjá öllum þeim sem skemmtu sér vel í miðbænum seinnipartinn í dag og í kvöld, við fjölskyldan fórum í bæinn svona til þess að halda í gamla jólahefð, fengum okkur ljúfan mat á Caruso og reimuðum svo á okkur "nýja" skó og gengum upp og niður laugaveginn til þess að drekka í okkur jólastemningu landans, það er líka alveg nauðsynlegt að koma við hjá honum Loga vini mínum í Vínberinu og kaupa hágæða súkkulaði til þess að gæða sér á yfir jólahátíðina.  Þegar við vorum búin að rölta fram og til baka þá var að sjálfssögðu ekki hægt að yfirgefa miðbæinn án þess að koma við á Kaffi París og fá sér heitt súkkulaði og smá sætabrauð, þrátt fyrir að maður verði að finna sér nýtt kaffihús í miðbænum þar sem gamla kaffi parís er dautt og það nýja bjóði einfaldlega ekki upp á neitt sem vert er að sækjast eftir. 

Sem sagt góðar, skemmtilegar og hugljúfar stundir hjá fjölskyldunni í miðbænum.


mbl.is Margir á ferð í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökumenn eiga að leggja aðeins í merkt stæði annars !!

pmerkiEr þetta ekki ósköp einfalt, ef þú leggur ekki í merkt stæði eða leggur í bílastæði fatlaðra án þess að hafa til þess leyfisspjald þá færðu sekt og bíllinn verður einfaldlega dreginn burt.

Mér hefur þótt lögreglan taka allt of vægt á þessu hingað til.  Það er hreint út sagt óþolandi að sjá fullfrískt fólk leggja í stæði fatlaðra af því það nennir ekki að ganga nokkrum metrum lengra.  Ég hef lengi verið talsmaður þess að sektir vegna slíkra stöðubrota ættu að nema að lágmarki 10.000,- það yrði til þess að fólk myndi virða þessi stæði og þá sem eru fyrir.  En ef fólk leggur fyrir utan merkt stæði ættu sektir fyrir það að nema að lágmarki 5.000,-.  Hvað segið þið um það?


mbl.is Ökumenn hvattir til að leggja aðeins í merkt stæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorir þú ! ??

Já þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. 

Þegar maður er að skoða á blog.is skrif frá vinum, kunningjum og svo fólki sem maður þekkir bara alls ekki neitt þ.e bæði innslátt blog höfunda og athugasemdir annarra við færslum þá kemur það sérstaklega á óvart hve margir það eru sem ekki þora að segja til nafns heldur kjósa að rita skammstafanir eða fornöfn þegar í raun fólk ætti að skrifa fullt nafn eða blog heiti sitt hér á vefnum. 

Það er út í hött að vera skrifa misgáfulegar athugasemdir en þora ekki að segja frá hverjum þær eru.  Auðvitað geta blogfærslur hvers og eins (þar með talið mínar) verið misgáfulegar, skemmtilegar eða fræðandi en ég held að flestir hér séu nú fyrst og fremast að skrifa fyrir sjálfan sig sér til ánægju og skemmtunar. 

Ég hallast að þeirri skoðun að þeir sem ekki þora að segja til nafns séu akkúrat sömu týpurnar sem maður man eftir frá yngri árum.  Það er þeir sem sögðu aldrei neitt fyrr en þeir voru komnir nógu langt í burtu eða helst að gala út um glugga, þá gátu þeir haft skoðun á öllu og öllum, en ekki þegar þeir stóðu andspænis þeim eða því sem þeir vildu hafa skoðun á. 

Ég mæli með því að fólk sem ekki er skráð hér á blog.is að það skrifi fullt nafn þegar það skrifar athugasemdir næst !


Margir sjúkraflutningar í dag - OG ?!

Þó svo ég segi sjálfur frá þá er ég nú ekki kaldlindur maður en ég skil bara ekki tilganginn með þessari frétt.  Hvað skiptir það máli að sjúkrafluttningar hafi verið 10-20-30-40 eða 50 í dag?  Hvað getur við gert? Er verið að óska eftir því að allir sem eiga skutbíla láni þá til sjúkrafluttninga? Nei, það held ég ekki.  Er þetta ekki orðin einum of mikil kúrkutíð hjá þessum blessuðu fréttamönnum þegar þeir birta dag eftir dag frétt undir fyrirsögninni "margir sjúkrafluttningar í dag" er þá ekki hægt að finna einhverja statistik á hve margar kerrur hafi verið sóttar á bílaplaninu við Kringluna eða hve margar ferðir leigubílar í Reykjavíkur hafa farið í dag !?


mbl.is Margir sjúkraflutningar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegir framboðslistar X-D í Reykjavík.

xd logo

Það er óhætt að segja að framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur eru glæsilegir.  Hvert sæti skipað hæfileikaríkur fólki úr öllum áttum sem aftur endurspeglar þá miklu breidd sem í flokknum er.  Sjálfstæðisflokkur ber vel "gamla" kjörorðið stétt með stétt.  Á listnum eru að finna ómenntað fólk sem og hámenntað fólk, jafnt fólk sem er heimavinnandi, láglauna eða hátekjufólk.  Fólk sem er tilbúið að berjast landi og þjóð til heilla þegar það hefur unnið sigur í kosningunum sem fara munu fram í vor.

Það vekur líka sérstaka athygli hve sterkur hlutur kvenna er á listunum tveim (Suður & Norður), þau 22 sæti sem á listinum eru skiptast jafnt á milli karla og kvenna líkt og á lista flokksins til borgarstjórnarkosninganna sl vor.

Það er því gott tilefni til þess að óska sjálfstæðismönnum til hamingju með góðan, sterkan og sigurstranglegan lista fyrir alþingiskosningarnar í vor.


mbl.is Framboðslistar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband