Leita í fréttum mbl.is

Hringur vinur barnanna.

1009969Það má með sanni segja að hjónin Anna Marta og Ingólfur Arnar séu með stórt hjarta.   

Í hóp sérlegra vina Barnaspítala Hringsins hefur bæst stór, hlýr og mjúkur vinur sem ber nafnið Hringur.   Hann er Ísbjörn og er hugarsmíði hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur og Ingólfs Arnar Guðmundssonar.

Hring er ætlað að verða vinur barnanna og hefur mikil áhersla verið lögð á alla hönnun og útfærslu búningsins þannig að Hringur ætti auðvelt með að eiga samskipti við börn og vera mjúkur viðkomu þannig svo gott væri að faðma hann.  Hér má sjá hönnunarferlið nánar útfærslu og smíð bjarnarins .

Fyrir stuttu fór Hringur í heimsókn á barnaspítalann og hitti krakkana, veitti hann þeim ómælda hlýju og gleði og voru börnin að vonum ákaflega forvitin um þennan stóra, hvíta, loðna og vinalega björn.

Hringur mætti í leikstofu spítalans

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að setja þetta hér inn á bloggið hjá mér er sú að ekkert af þessu væri mögulegt án fjármagns og því skora ég á ykkur öll að leggja litla upphæð inn á söfnunarreikningin hjá Hring til þess að hann geti haldið áfram að gleðja litlu krílin á barnaspítalanum. 

Hugsum til þeirra sem eiga bátt og þurfa allan þann styrk og þá hjálp sem þau geta fengið.  Með lítilli gjöf ert þú að gefa litlu hjarta gleði og von.

Þú getur styrkt málefnið með því að millifæra í gegnum heimabankann á söfnunarreikning sem er í vörslu Glitnis. 

MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT


Reikningsnúmerið er:

515 - 14 - 106500

Kennitala 550500-3530

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hef þetta í huga. Fallega hugsað hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.12.2006 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband