Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
28.3.2007 | 23:52
Páskaegg
Vakin er athygli á nýrri skoðanakönnun hér til hliðar á síðunni, spurt er um hvaða tegund þið kaupið af páskaeggi.
Við keyptum í fyrra páskaegg frá Góu, einfaldlega af því okkur þótti þau betri en Nóa&Sírius eggin sem einhvernvegin á óskiljanlegan hátt lifa af forni frægð líkt og Bautinn á Akureyri. Eini ókosturinn við Góu eggin eru málshættirnir sem eru afleiddir, ég velti því fyrir mér í fyrra hvort Helgi hafi fengið einhvern pólverjan til þess að velja málshættina. Ekki það að ég hafi ekki ástæðu til að ætla að aumingja pólverjinn gæti leyst málið vel...... hann gæti það kannski núna í ár þe þegar hann hefur lært nokkrar settningar í íslensku. Kannski hefur þeim farið fram í vali á málsháttum! Allavega vonum við það hér á heimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 20:51
Eigum við að tapa fyrir nossurum?
Ég bara neita að trúa því að við höfum leyft Norðmönnum af öllum þjóðum að vera á undan sjálfri tækniþjóðinni okkur íslensku þjóð, landi sauðkindar, íslenska hestsins og að ógleymdu landinu sem býr til töfra íslenskt skyr sem gerir ljótan mann fríðan...... þú borðarrr skyrrr ..... þú ert fallegurrr!
Leyfðum við virkilega Norðmanna frekjum að vera á undan okkur að koma með talandi hraðbanka, þetta er hneyksli marsmánaðar ef ekki bara ársins 2007 og árið rétt að byrja! Auðvitað hefðum við átt að vera LANGfyrst að kynna til sögunnar talandi hraðbanka skítt með það hvort hann tali, sænsku, norsku, færeysku, ensku, japönsku eða íslensku - Hann átti bara HEIMA hér!
Kæru stjórar í Kapaflíngflíng pantið nokkur eintök strax í dag og látið setja þá upp eigi síðar en á mánudaginn!
Úps, það sannast enn og aftur að karlmenn eiga bara gera einn hlut í einu, var að tala um Svíþjóð og skrifa blogg um Noreg, það getur bara endað á einn veg...... ruglingur
Maður ætti nú að þekkja Osló eftir ferðina miklu á því herrans ári 2006 þegar fjölskyldan gerði sér ferð til þess að skoða borgina, það má sjá blogg um það hér
Talandi hraðbankar í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2007 | 20:10
Amoy nautakjötsuppskrift
Uppskrift fyrir tvo til þrjá:
450 gr. nautakjöt,
1 krukka Amoy Satay sósa 2 msk.
Amoy sojasósa (ljós eða dökk)
1 hvítlauksrif, smátt saxað
2 skallottulaukar eða 1 lítill laukur, smátt saxaður
1 msk. kóríander duft
1 msk. sítrónusafi eða vínedik
1 msk. sykur
Skerið kjötið í 2-3 cm bita. Hrærið saman öllu öðru í uppskriftinni. Hellið yfir kjötið og marinerið í a.m.k. 1 klst. Þræðið kjötbitana upp á pinna. Penslið hvern Satay pinna með dálítilli olíu og grillið í ca. 10 mín. við 200°C eða þar til þeir eru tilbúnir. Gott er að snúa pinnunum oft til að ná jafnri steikingu. Berið fram heitt eða kalt með Satay sósu. Hægt er að nota bita af hvaða kjöti sem er, svína-, kjúklinga-, nauta- eða lambakjöti. Satay er margbreytilegt - hægt er að hafa það sem forrétt með drykk, sem nasl, eða sem létta máltíð borna fram með salati og hrísgrjónum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2007 | 19:22
Durex 99% öruggt.
Er ekki sagt að verjur séu uþb 99% öruggar, þá gæti nautakjötið komið með 1% sem uppá vantar.
Fullkominn uppskrift fyrir athöfnina, ein nautasteik og svo Durex
Nautakjötsát á meðgöngu dregur úr framleiðslu sæðis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 18:00
Ef þú ert lofthræddur þá er þetta ekki fyrir þig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 02:28
Lítið steikta og mikinn pipar
Það er auðvitað ekki gerandi grín að þessu.
En var ekki nóg fyrir blessaðan mannin að myrða konuna sína? Þurfti hann virkilega að steikja hana líka. Þetta sannar enn oft aftur hve sjúkt bandarískt samfélag er orðið, án þess þó að ég sé að dæma alla ameríkana, en þessi frétt segir meira en mörg orð um ástandið, ekki satt?
Hann hlýtur að fá dóm fyrir morðið sem og dóm fyrir að afskræma lík, sem að mér skyldist sé refsivert athæfi.
Grillaði kærustuna á veröndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2007 | 21:56
Hvet ykkur til þess að skoða síðuna hjá Halldóri
Vildi bara benda ykkur á bloggið hjá Halldóri Sigurðssyni, þar er á ferðinni frábær ljósmyndari og við fáum svo sannarlega að njóta myndanna hans á bloggsíðunni hjá honum. Ég vil því hvetja ykkur til þess að líta við á síðunni hjá honum. Þið komist inn á hana með því að smella á myndina af honum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.3.2007 | 16:01
Greiða lögfræðikostnaðinn
Einkennilegt að þeir skulu alltaf nota tækifærið og hækka strax þegar erlendar hækkanir eru en aldrei lækka strax og erlendar lækkanir eru. Það skyldi þó aldrei vera að mismunurinn hafi verið notaður til þess að greiða lögfræðikostnað vegna forstjóramálsins?
Olís hækkar verð á eldsneyti um 2 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 14:46
Grænn lyfseðill
Ég hef áður bent á það hér á síðunni minni, mikilvægi þess að taka upp svokallaða græna lyfsseðla. Þar sem unnið yrði markvist að því að fækka útgefnum lyfseðlum vegna lyfja en þess í stað gefnir út grænir lyfseðlar til hreyfingar undir eftirliti/aðstoð. Ég er klár á því að það væri hægt að draga verulega úr lyfjanotkun landans með því að fá fólk til þess að breyta um lífsstíl og líferni. Þekki ég það að eigin raun hve mikilvægt það er að stunda líkamsrækt og heilsusamlegt líferni.
Ég tel að með því að aðstoða fólk sem þarf á breytingum að halda getur ríkið sparað sér stórfé til lengri tíma litið bæði hvað varðar lyfjakostnað, sjúkrahúslegu ofl.
Það er vitað að stærsta heilsufarsvandamál nútímans og framtíðarinnar er offituvandamál, á því máli þarf að taka og það strax.
Draga á úr offitu og ofþyngd samkvæmt heilbrigðisáætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
2 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar