Leita í fréttum mbl.is

Pabbi, á maður ekki alltaf að hjálpa þeim sem minna mega sín?

Svona til gamans  hef ég sett inn nokkrar myndir úr Osló-ar ferðinni.  Þær er hægt að sjá hér til hliðar í myndasafninu.

Á skautum skemmti ég mér
En eitt óvænt, skemmtileg en svolítið vandræðarlegt augnablik kom upp í ferðinni.
Dóttir okkar hjóna hún Hafdís Hrönn var með okkur og eitt af því sem henni þótti merkilegast í ferðinni var hve margir voru væru að biðja um pening (betla). 
Það lá við að ef húsveggur væri til staðar þá væri þar betlari líka sem annaðhvort væri sofandi
eða sitjandi við vegginn með bolla hjá sér til þess að gefa fólki tækifæri á að gefa sér nokkar krónur.  Þegar við vorum búið að ganga fram hjá a.m.k 25 á aðalgötunni þá kom einlæg
spurning frá dótturinni
"pabbi, á maður ekki alltaf að hjálpa þeim sem minna mega sín?"
að sjálfssögðu játaði ég spurningunni, en þá kom
"af hverju gefum við þá ekki öllum pening í bollann"
Þá hófust langar samræður á milli mín og stóru stelpunnar okkar sem verður bráðum 7 ára um að það væri alveg rétt, maður ætti alltaf eftir fremsta megni að hjálpa ef maður gæti.  En ekki gætum við hjálpað öllum sem voru að "safna" á götunni. 
Við gerðum því samning í tveimur liðum
a)  Allir þeir sem við myndum ganga framhjá og væru mjög skítugir og í slitnum fötum
fengju pening í bollan
b) Allir þeir sem við myndum ganga framhjá og væru að leika listir myndu fá pening
í bollann sinn í þágu listarinnar.
Ég reikna með að við höfum því veitt styrki í Osló að andvirði u.þ.b
800 noskra króna eða u.þ.b. 8.800 ísl. kr.
Ég veit að þetta eru ekki fjárveitingar í líkingu við það sem Bónus er að gefa en við vorum sátt í upphafi jólamánaðar, stendur ekki einhverstaðar að margt smátt gerir eitt stórt!?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband