Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Er ÞÚ gleyminn??

Vildi bara minna þig á að taka þátt í skoðanakönnun sem er til hliðar, svona allir með, takið þátt.

Frá slysstað

Eitthvað virðist jeppamönnum vera farið að förlast, eða hver getur skýringin verið á því að þeir virðast hafa farið út og suður í morgun, hér fyrir neðan er mynd af slysstað í höfðabakkanum, þar sem jepplingur hefur farið villu vegar.  Þessi árekstur orskaði miklar umferðatafir alveg frá Mosfellsbæ og niður í Ártúnsbrekku. 

Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki.


mbl.is Hálka veldur umferðaröngþveiti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleikt skal það vera!

Svona af því vorum að tala um bleikar rakvélar og uppþvottahanska í dag þá gat ég ekki annað
en bætt þessum veglega stofugrip inn í safnið.  Ég þakka hreinlega guði fyrir að eldri dóttir mín
viti ekki hvar hægt er að fjárfesta í svona "nauðsynlegri" mublu,
því henni líkar allt sem er bara nógu bleikt  Smile

Spurning að fá nokkur svona skilti hingað til landsins

Væri ekki ákveðin humar í því að fá nokkur svona skilti og setja upp víðsvegar um borgina þegar mesta ösin í borginni td á morgnanna þegar allir eru á leið í vinnu, skóla eða tómstundir.  Hentugir staðir gætu verið Nýja Hringbrautin (þar sem hún mjókkar við Miklabrautina), Ártúnsbrekkan, Reykjanesbrautin við vegaframkvæmdirnar osfrv.


Sagan um bleiku rakvélina

Ég veit kannast við einn sem átti bleika rakvél !  Trúi því hver sem vill, en hann var lagður í slíkt einelti að hann far feginn þegar hún bilaði og hann gat fjárfest í nýrri rakvél sem var með "hentugri" lit.  En bleikir uppþvottahanskar, þeir eru bara ljótir!  Kaupum frekar gula, bláa eða græna.


mbl.is Er körlum illa við bleika gúmmíhanska?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum borgarstjóri

IMG_1340

Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri höfuðborgarinnar, átti stórafmæli síðast liðin laugardag (24/03).  Kappinn er orðin hálfrar aldar gamall.

Þegar ég átti leið um Ármúlan framhjá Skýrr í morgun þá tók ég eftir skemmtilegum hrekk eða öllu heldur hamingjuóskum starfsmanna Skýrr.

Til hamingju með laugardaginn Þórólfur!


Skemmtistaður í Sundabraut(göng)

Voru þið búin að sjá þetta?  Hér er á ferðinni skemmtistaður sem er neðansjávar, skemmtileg nýjung þar á ferð.  Nú er bara spurning að setja Sundabrautina í göng og vera með kaffihús og skemmtistað á botninum.


Þá er einn merkilegasti dagur ársins liðinn og kemur aldrei aftur

Jæja þá er stórskemmtilegur afmælisdagur liðinn og maður orðinn einu ári eldri en í fyrradag, þetta er fljótt að líða, enda skildist mér á eldra fólki að eftir því sem maður eldist þá muni tíminn líða hraðar og hraðar.  Frúin á heimilinu gerði svo flott kökuhlaðborð að jafnvel haldarinn á Hótel Valhöll og eða í Perlunni þeir hreinlega myndu roðna ef þeir hefðu séð kræsingarnar.  En þær eru nú sem betur fer að verða búnar því slíkur var fjöldi gesta bæði vinir og ættingjar litu við, nú þeir sem komu með pakka fengu að sjálfssögðu frítt að borða fyrir alla fjölskylduna en þeir sem ekki komu með glaðning munu að sjálfssögðu fá sendan greiðsluseðil með "sanngjarni" upphæð!

Takk fyrir mig


Á nærbuxunum?

Þó svo þeir hefðu ákveðið að hlaupa um á grænum nærbuxum með loðfeldshúfu á hausnum á meðan þeir drukku bjór með röri þá væri mér alveg hjartanlega saman.  Eru þeir ekki bara að skemmta sér?  Hver er svo sem fréttin við þetta?  Þrátt fyrir að vera ein mesta skoðaða frétt á mbl þá finnst mér hún frekar eiga heima í Séð & heyrt en hér á mbl.

Þetta er einfaldlega frétt um ekki neitt!


mbl.is Bretaprinsar döðruðu drukknir á næturklúbbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TaB er það enn til?

Ég var löngu búinn að setja TaB í flokk með Smur Cola, Poló og Sinalco (þessu gamla).  Hélt bara að það væri löngu hætt að framleiða þennan drykk enda er þessi drykkur algjörsamlega ódrekkanlegur.

Ég man reyndar einnig eftir frétt sem birtist í fjölmiðlum hér á landi fyrir u.þ.b. áratug þar sem sagt var að TaB væri krabbameinsvaldandi, en þegar maður skoðaði það mál nánar þurfti maður að drekka ca 3 baðkör á hverjum degi í nokkur ár svo það gæti mögulega átt þátt í að einhver fengi krabbamein.


mbl.is TaB af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband