Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Það bætist við

Það bætist í bloggvinahópinn. 

Hér er á ferðinni sjálfstæðismaður.  Hörkuduglegur piltur með sterkar skoðanir.  Eins og með alla mína bloggvini þá hvet ég ykkur til þess að skoða bloggsíðuna hans, því án efa á hann eftir að koma með skemmtilegt sjónarhorn á lífið og tilveruna.

Þið komist á bloggið hans með því að spemma á myndina af honum. 

Gunnar Dofri Óafsson


Hvað með 365 - Þeir hljóta að hækka!

365Það verður spennandi að vita hvort 365 komi til með að lækka áskriftaverð til sinna áskrifenda nú þegar virðisaukaskatturinn lækkar úr 14% í 7%.  Þeir hafa hingað til aðeins hækkað undanfarin ár áskriftarverðin hjá sér þrátt fyrir að gengið hafi farið lækkandi, merkilegt nokk!  Þeir hljóta að koma fram með rausnalega lækkun núna þar sem skatturinn lækkar sem og gengið hefur lækkað, eða hvað haldið þið?
mbl.is Skjárinn lækkar áskriftarverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkur verður ríkari

Það er alltaf gaman að eignast nýja vini, í dag hef ég eignast nýjan bloggvin.  Þetta er góður félagi minn sem ég hef nú þekkt í nokkur ár.  Það má með sanni segja að við deilum ekki alltaf sömu skoðuninni hvort heldur sem á stjórnmálum, trúmálum eða öðrum þjóðfélagsmálum yfirleitt.  Þess vegna er hann nú svona góður félagi. 

Hann Maron Bergmann (þó ekki frændi....) er drulludreyfarasali, harðjaxl úr sveitinni sem kallar ekki allt ömmu sína, gengur um með "bónda"húfu.  Sjálfur segir hann um sjálfan sig

"Maron Bergmann er sporðdreki með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir.  Hann býr með fjölskyldu sinni á höfuðborgarsvæðinu og hefur það bara býsna gott."

Endilega smellið á myndina hans Marons og kíkið við á blogginu hans. 

Maron Bergmann Jónasson

Úps

Þvílík heppni að unga stúlkan skyldi ekki stórslasast, það er allavega ekki heimilisófriðarfólkinu að þakka.  En þetta minnir óneitanlega á mynd Stuðmanna - Með allt á hreinu, svipað atvik átti sér stað þar þegar hlutum var hent úr um gluggan.  En skyldi fólkið hafa fengið tiltal lögreglunnar og hugsanlega sálfræðing svona í leiðinni..... ofbeldi leysir ekki vandann Pouty
mbl.is Rúða lenti á höfði níu ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarfasti þjónninn.

Þetta er án efa ein bráðnauðsynlegustu heimilishlutum á hverju heimili.  algjörlega ómissandi þegar verið er að horfa á sjónvarpið.  Þó er svo einkennilegt hvernig fólk getur orðið háð eða öllu heldur fjarstýringarfíklar, það lýsir sér þannig að fólk er stanslaust að skipta um rás á sjónvarpinu LoL  Ég þekki til að mynda einn sem skiptir um rásir nánast stanslaust og sér að ég held aldrei meira en 1 mínutu á hverri stöð í einu en nær einhvernvegin á óskiljanlegan hátt að fylgjast með öllu saman og ná þessu í samhengi....... alveg ótrúlegt það!

En hans Robers verður sárt saknað, ég held svei mér þá að það ætti að setja upp styttu af honum í öllum löndum þar sem sjónvarp er þar er fjarstýring.  En við ættum kannski ekki að opna fyrir það að setja upp styttur af uppfinningamönnum því það gæti komið okkur í vond mál, því ekki viljum við setja upp styttur fyrir hvert þann uppfinningamann sem fundið hefur eitthvað upp sem er nánast á hverju heimili, eins og sá sem fann upp skóreimar, baðvogina, eldavélina, símann og svo framvegis.


mbl.is Skapari fjarstýringarinnar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Audi - tveir árekstrar á einum degi

Spurning hvort það þurfi að kanna akstureiginleika Audi bílanna betur, fyrri myndin var frá slysstað í morgun þegar ökumaður Audi bifreiðar missti stjórn á bílnum og ákvað að taka með sér grindverk á Miklaubrautinni

421389A
Og sú síðari var tekinn á Ítalíu þegar Audi eigandi missti jafnframt stjórn á bílnum sínum og ákvað að kíkja við í Puma búðinni
AUDIversusPUMA
Er þetta ekki bara spurning um Toyota tákn um gæði
.....
Svo auðvitað fyrir þá sem vilja fasteign á hjólum velja Volvo

Eiríkur - kom sá og sigraði

Þá er það orðið ljóst að Eiríkur Hauksson kom sá og sigraði í söngvakeppninni í kvöld.  Hann mun því verða fulltrúi okkar í forkeppni og vonandi aðalkeppninni sem haldinn verður í Helsinki.

 


Það á það enginn skilið að vera gleymdur, hvar er samkenndin?

Þegar maður les fréttir af fólki sem "gleymst" hefur í þjóðfélaginu þá veltir maður því fyrir sér hvort samkennd fyrir náunganum sé að hverfa hvort heldur hér á litla Íslandi sem og annarsstaðar í heiminum.  Það er óneitanlega einkennilegt og hryllilegt til þess að hugsa að einhver hafi getað verið látinn í íbúð sinni svo dögum, vikum, mánuðum eða heilu ári skiptir.  Við þekkjum þess dæmi hér á landi að fólk finnst í híbýlum sínum vikum og jafnvel mánuðum eftir andlát án þess að nokkur verði þess var eða sakni þeirra.  Það geta verið ýmsar ástæður fyrir samskiptaleysi fólks sín á milli, sumir eru einfaldlega einfarar en aðrir hafa hugsanlega brennt allar brýr að baki sér með einum eða öðrum hætti. 

En ég vil ekki trúa því að samkennd fyrir náunganum sé að hverfa á vinalega klakanum okkar.  Ég hvet þig til þess að huga að nágranna og manninum sem þú mætir næst úti á götu eða í kringlunni með því að brosa og bjóða góðan daginn.  Lítið bros með lítilli kveðju getur glatt meira en þúsund orð.  Ég hvet þig líka til þess að huga að nágranna þínum ef þú skyndilega hættir að verða var við hann eða að umgangur sé í kringum hann, kannaðu málið - það á enginn skilið að vera "gleymdur" hver svo sem hann er!


mbl.is Látinn fyrir framan sjónvarpið í rúmt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið þessu væli, þið skuluð borga

Spurning hvort talsmaður neytenda fari ekki einnig í það að kanna hvers vegna flugvélabensíngjald hafi ekki farið lækkandi eins og heimsmarkaðsverð á flugvélabensíni hefur gert síðustu 8 mánuði eða svo.  Var hann ekki búinn að óska eftir öllum upplýsingum um "skattana" frá þessum flugfélögum fyrir áramót?  Hvar er sú í ferlinu hjá honum?  Hvenær áætlar hann að birta niðurstöður hennar, kannski að það komi honum á óvart að þetta eru ekki "skattar" heldur frekar hækkun flugfargjalda, auðvitað ættu öll þessi gjöld að vera inní verðunum!  Ekki spurning, það var reyndar athyglisvert að sjá upplýsingafulltrúa Flugleiða kvarta undan öllu stóru flugfélögunu sem gerðu þetta eða hitt og þess vegna yrði Flugleiðir bara að elta þau, þeir gætu ekkert annað!  það var nánst að hann segði "hættið þessu væli, þið skuluð borga"

 


mbl.is Gjöld flugfélaga skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegt kvikindi

Með réttu ætti birta mynd af þessum ökufant eða í það minnsta sýna númerið á bílnum hjá honum, svona svo fólk geti allavegað flautað á hann næst þegar það sést til hans bíða eftir strætó næstu mánuðina eða þegar hann fer að keyra aftur að fólk geti passað sig á honum.  Þetta kvikindi er stórhættulegt!

 


mbl.is Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband