Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
25.2.2007 | 13:39
Grupí Kasper
Það verður ekki ofsögum sagt að hinn þýski Kasper trúður sé ílla fyrir kallaður á skemmtunum. Ég get ekki ímyndað mér hvað trúðnum gengur til við að leggja hendur á barn eða öllu heldur fætur. Maður hefði haldið að maður sem gegnir jafn mikilvægu hlutverki í lífi barns eins og trúðurinn gerir þurfi að hafa ómælda þolinmæði og trúðsgáfur þe skemmtilegur prakkari sem gerir ýmislegt fjörugt en alls ekki eitthvað særandi. Ég held að þessi ágæti miðaldramaður ætti að leita á önnur mið varðandi starf í framtíðinni.
En það má svo sem líka segja að börnin eigi að vera betur upp alinn en að vera grýta trúða eða aðra! En það er svo aftur munurinn á börnum og fullorðnum þe fullorðnir eiga að greina á milli réttra hluta og rangra.
Trúður sparkaði í 12 ára dreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2007 | 10:09
Ríkur verður enn ríkari
Það er óhætt að segja að með hverjum deginum verði maður ríkari og ríkari af vinum. Án þeirra væri maður einungis fátæk sál. Nú hafa bæst í hóp bloggvina minna tveir góðir sjálfstæðismenn. Hún María Anna er stoð og stytta flokksins í Árbænum, eins og flestir vita og hann Eyþór er sterkur fulltrúi flokksins á suðurlandi.
Hvet ykkur til þess að líta við á bloggsíðunum þeirra, án efa eiga eftir að koma skemmtilegar skoðanir fram á báðum síðunum.
Þú kemst inn á síðurnar með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2007 | 19:37
Er þetta hræsni?
Síðast þegar ég vissi ók formaður "umhverfishópsins" á stórum jeppa og átti stórt einbýlishús. Hvoru tveggja tekur að sjálfssögðu mikið á náttúruna og umhverfið. Það þarf að virkja landið fyrir stóra húsið og svo slítur jeppinn götunum meira en lítill Kía fólksbíll svo ekki sé talað um útblásturinn frá bílunum. En auðvitað eru stjórnarmenn VG aðeins að tala um aðra en sjálfan sig þegar þeir ræða um umhverfis- og náttúruvernd, eða hvað?
Það virðist vera einn heill á bakvið stefnu VG og hann kom á hjóli til fundarins, það væri líka gaman að vita hve margir komu með strætó? Efast stórlega að það hafi verið nokkur fundarmanna sem gerðir það, þó svo ég vilji ekki fullyrða það!
Einn á hjóli hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.2.2007 | 16:28
Reiknitími
Gæti komið sér vel þegar maður er að læra reikna í 6 ára bekk að hafa 2 auka putta, en hugsanlega til trafala að öðru leiti. En skildi þetta hafa einhvertíman hafa komið upp á Íslandi?
Fæddist með 12 fingur og 11 tær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2007 | 18:49
Reka lögbrjótar Hótel Sögu ?
Merkileg játning. Var ekki Stöð 2 með Jón Óttar í broddi fylkingar dæmd vegna sýninga á dönsku ljósbláu myndunum á sínum tíma. Ég velti því fyrir mér hvort hótelstjórinn og eigendur Hótel Sögu hafi nú viðurkennt saknæmt athæfi með því að játa sýningu á ljósbláum myndum gegn gjaldi? Er ekki ólöglegt að leigja bláar myndir hvort heldur sem er á hótelum sem myndbandaleigum?
Nú er spurningin hvað verður gert, en þessar spurningu þarf klárlega að svara
Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.2.2007 | 22:24
Góður lögreglustjóri
Ég tel það skyldu mína að hrósa Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins sértaklega fyrir skjót og góð viðbrögð við bloggfærslu minni um hraðakstur í Grafarholti. Ég get vart lýst ánægju minni með nýjan lögreglustjóra og skjót viðbrögð embættisins.
Ég setti bloggfærsluna mína inn kl 21.26 og mér barst tölvupóstur frá Stefáni innan klukkstundar eða kl 22.10. Þar sem ég tel ekki um trúnaðarmál að ræða þá leyfi ég mér að birta tölvupóstinn hér fyrir neðan.
Það er frábært og veitir manni óneitanlega ákveðna öryggistilfinningu að vita til þess að lögreglustjórinn sem og starfsmenn hans eru á tánum gagnvart umdæminu sínu.
Takk fyrir Stefán !
=========================================
From: Stefán Eiríksson
Sent: 21. febrúar 2007 22:10To: ottarr@CENTRUM.IS
Subject: Ábending um hraðakstur í Grafarholti
Sæll Óttarr.
Þakka ábendingu á vefsíðu þinni í dag sem ég hef þegar komið á framfæri við umferðardeild embættisins. Það er mikilvægt að fá athugasemdir og ábendingar af þessu tagi og við munum skoða hvernig staða mála er á þessum stöðum sem þú bendir á sérstaklega.
Bestu kveðjur,
Stefán Eiríksson.
________________________________
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Hverfisgötu 113-115, 150 Reykjavík.
Sími 444-1000.
Vinsamlegast athugið að upplýsingar í tölvupósti þessum og viðhengjum við hann eru eingöngu ætlaðar þeim sem póstinum er beint til og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2007 | 21:26
Hraðakstur í Grafarholti!
Kæri Stefán lögreglustjóri,
Það væri vel þegið að þú myndir beita þér fyrir því að kannaður yrðu hraðakstur í Gvendargeisla sem og Kristnibraut í Grafarholti. Báðar göturnar eru götur sem liggja til og frá grunnskóla með tilheyrandi barnaumferð. Hraðakstur við þessar götur er því miður langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar fer Strætós fremstur í flokki ökuníðinga. Því fyrr sem þú getur sett laganna verði í þetta verk því betra.
Hraðakstur á Hallsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2007 | 23:44
Hverfisráð og bílastæðavandamál.
Vegna þeirrar umræðu sem hefur verið um bílastæðavanda Fjölbrautaskólans í Breiðholti og sundlaugarinnar þá var málið tekið fyrir í Hverfisráði Breiðholts, eftirfarandi bókun var samþykkt
"Hverfisráð Breiðholts óskar eftir að Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar kanni möguleikan á fjölgun bílastæða á sameiginlegu bílastæði Fjölbrautaskóla í Breiðholti og Sundlaugarinnar í Breiðholti. Jafnframt bendir Hverfisráð Breiðholts á að almenningssamgöngur eru með miklum ágætum til og frá skólanum."
Með þessari bókun er málið komið í farveg hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar sem mun koma með tillögur að úrbótum vegna svæðisins.
Ég bendi ykkur á blogg Guðmundar Jónssonar vegna málsins á sem hægt er að skoða með því að smella hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2007 | 23:49
íslenskir kínverskir túristar
Ein flottasti ljósmyndarinn í dag, Guðjón Snæland, kemur úr einni mestu myndatökufíkla fjölskyldu landsins, þetta eru eiginlega svona íslendingar sem ættu að vera kínveskir túristar, því þau eru hreinlega alltaf að taka myndir. En ég er svo heppinn að þekkja þau öllsömul og hef átt óteljandi góðar stundir við að skoða frábært safn mynda sem þú hafa tekið vítt og breytt um heiminn. Vildi bara benda ykkur á safn góðra mynda sem Guðjón hefur tekið.
Þið komist inn á síðuna hans með því að smella á myndina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2007 | 20:21
Leðublökumaður er að selja
Já það hlaut að koma að því. Leðublökumaðurinn hefur ákveðið að selja einn af bílum sínum á uppboði í London síðar í mánuðinum. Er ekki upplagt fyrir Kaapaflíngflíng banka (Kaupþing) að kaupa eintakið sér og öðrum til ánægju og yndisauka. Það má nota þennan bíl til kynninastarfa, ég lofa að eftir honum verður tekið hér á götum borgarinnar
Bíll Leðurblökumannsins til sölu
Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra.
Þótt bíllinn sé rúmlega fertugur er hann í góðu ásigkomulagi, að sögn uppboðshaldara. Bílinn er tæpir sex metrar á lengd og skrýddur fögrum leðurblökuvængjum. Í honum er að finna leðurblökusíma svo hægt sé að hafa samband við laganna verði ef elta þarf uppi skúrka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar