Færsluflokkur: Matur og drykkur
1.11.2008 | 02:49
Engu líkara en það væri verið að opna nýja raftækjaverslun
Íslendingar er auðvitað alveg hreint stórkostlegir. Ég átti leið framhjá áfengisversluninni í dag og það var engu líkara en þetta væri síðasti opnunardagur verslunarinnar nú eða hugsanlega var áfengisverslunin búinn að opna nýjan raftækjamarkað í verslunum sínum, slík var örtröðin.
Ég fór að velta þessu fyrir mér hvort þetta gætu verið skýringarnar, en svo var auðvitað ekki heldur var hinn sanni íslendingur að fara að ráðleggingum Baugsmanna um að hver og einn ætti að hamstra matvæli og aðrar nauðsynjar og svo ekki sé nú talað um búbótina að byrja hamstra áður en 5,25% hækkun myndi skella á.
Svona til gamans þá hækkar t.d rauðvín sem við kaupum oft um heilar 68 krónur og það er nú alveg þess virði að birgja sig upp fyrir þá upphæð, eða hvað?
Örtröð í verslunum ÁTVR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2008 | 23:22
Vel giftur og Mjólkursamsalan (MS)
Ég hef aldrei efast um að ég sé vel giftur og sé ríkur maður þegar litið er til fjölskyldunnar. En miðað við gömlu "kerlinga" bækurnar, þá hlýt ég að vera sérstaklega vel giftur eða þá að Mjólkursamsalan (MS) er að fíflast með mig og aðra viðskiptavini sína, nú nema það sé bara hvoru tveggja
Eftir að hafa skráð inn á heimasíðu Mjólkursamsölunnar fullt af lukkunúmerum eða u.þ.b. 20 lukkunúmerum í Grill-leik með sýrðum rjóma og 3 lukkunúmerum í Kókómjólkur leik samsölunnar þá hefur það komið í ljós að ég fékk engan vinning - ekki einu sinni penna eða glasamottu svona í sárabætur. Ég fékk akkúrat ekkert.... ég bara spyr hvert er eiginlega vinningshlutfalið í þessum leikjum samsölunnar.... það er sjálfssagt líklegra að verða fyrir bjórflutningabíl í Mjóafirði en að fá vinning hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur.... kannski þetta fari bara að minna ískyggilega á happatappaleik Coca Cola sem Vífilfell bauð uppá á sínum tíma.... hum!
14.5.2008 | 23:21
Neytendavaktin í 24 stundum á morgun fimmtudag
Ég varð svo ljón heppinn að koma við á bensínstöðinni þegar ég var að hjóla heim og vitir menn 24 stundir morgundagsins þ.e fimmtudagsins var komið á stöðina. Verst að það er ekki lottó úrdráttur á morgun, maður hefði þá í það minnsta geta keypt eina röð eða svo.
En það vakti athygli mína dálkur frá neytendavaktinni sem er samvinnuverkefni 24 Stunda og Neytendasamtakana. Einu sinni á dag er farið vörur eða þjónustu og hvað þetta er ódýrast og hvar dýrast.
Á morgun fimmtudag er farið yfir það hvað minnsta stærð af ís með dýfu kostar og komið hefur í ljós að það er 58% verðmunur á þessari vöru á milli söluaðila.
Eden Hveragerði var ódýrast en þar kostaði ísinn 190 kr, Erluís var næst ódýrust með ísinn á 200kr en ísbúðin í Smáralind er dýrust því þar kostar ísinn 300 krónur.
En ég velti því fyrir mér hvað er minnsta stærðin lítil eða stór og hve áræðanleg er þessi könnun? Ekki það að þetta sér mér eitthvert hjartans mál en ég gæti vel hugsað mér að taka þátt í þessari könnun þ.e vera framkvæmdaraðilinn að því gefnu að ég fengi að borða ísinn.
En án þess að ég sé með sannanir fyrir því þá er Erluís besta ísbúð bæjarins og alltaf jafn gaman að kíkja þar við og fá sér ís
25.4.2008 | 23:55
Piknik ferð fyrir sumarið!
Já það hlýtur að teljast skrýtið fólk sem ákveður að fara í piknik ferð um miðjan apríl mánuð. Allavega verður maður að hafa góða ástæðu til þess ekki satt? Við höfðum svo sannarlega góða ástæðu því við ákváðum að fara og hitta vinnufélaga okkar sem dvalið hefur á Reykjalund síðustu vikur, á milli þess sem hann ákveður að hitta bóndann á KFC - reyndar segist hann bara hafa farið einu sinni, líklega stolist með því að húkka sér far frá Reykjalund inní Mosfellsbæ og aftur til baka.
Ákvað eins manns eða öllu heldur eins konu skemmtinefnd deildarinnar eftir langa og stranga undirbúningsfundi að við skyldum skella okkur og hitta félaga okkar og snæða saman í lundi sem er rétt við Reykjalund, við létum það ekki á okkur fá þó svo Kári væri að blása og hitinn rétt rúmlega tvær gráður eða svo. Fundum bara góða Laut sem veitti okkur skjól og gæddum okkur svo á heimatilbúna Spelt brauðinu hennar Helgu og ekki má heldur gleyma hafrakökunum hans Kristins, sem eru svo óhollar að þær eru líklega komnar hringinn og orðnar hollar þrátt fyrir kíló af smjöri og annað eins af einhverju örðu óhollu..... en góðar eru þær.
Reyndar voru kræsingarnar á piknik borðinu slíkar að sagan segir að borðið hafi hreinlega svignað eða svifið fer eftir því við hvern er talað af ferðahópnum.....
En það verður ánægjulegt þegar Sigvaldi snýr aftur til starfa, endurnærður og liðugri en fimleikamaður.
Nú er bara spurning hvað nefndin segir um framhaldið....
24.2.2008 | 19:51
Góður og menningarlegur sunnudagur en léleg þjónusta
Dagurinn í dag hefur verið sannkallaður fjölskyldudagur, eftir útréttingar og blómakaup í morgun héldum við fjölskyldan á vit menningar og lista hér í borginni. Lá leiðin í Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Ísland með viðkomu í Ráðhúsinu og að sjálfssögðu var komið við á tjarnarbakkanum svo sú stutta gæti nú heilsað uppá kvakandi liðið þar.
Í Listasafni Reykjavíkur sáum við áhugaverða sýningu eftir Steingrím Eyfjörð sem bar nafnið Lóan er kominn. Sýningin samanstendur af fjórtán áhugaverðum verkum þó svo vissulega sum þeirra hafi hrifið okkur meira en önnur. Einnig var spennandi sýning með verkum eftir Erró sem sérstaklega eldri dóttirin var hrifinn af enda litadýrðin mikil.
Í Listasafni Íslands sáum við sýninguna Streymið - La Durée en þar eru sýnd verk þriggja myndlistamanna, þeirra Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur, Gabríelu Friðriksdóttur og Emmanuelle Antille. Þessi sýning höfðar kannski ekki til allra en flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Eftir langa sunnudagsgöngu bæði innanhús í listasöfnunum sem og utanhús í miðborg borgarinnar þá fórum við í Uppsali sem er bar og kaffihús á Hótel Centrum í Aðalstræti. Þrátt fyrir að þjónustan þar sé ekki uppá marga fiska og kaffið einstaklega vont þá fengum við stórfenglega súkkulaðiköku og himneska eplaköku sem allir vöru sammála um að væru líklega þær bestu í bænum. Eftir miklar umræður var því ákveðið að gefa staðnum einkunnina 1 gaffal af 5 mögulegum. Sem sagt ef þig langar í góða köku með slæmu kaffi og engri þjónustu þá er Hótel Centrum staðurinn fyrir þig.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2007 | 15:28
Flottur fiskréttur eftir páskana
Sjávarrétta Chow Mein með steiktum núðlum
Uppskrift fyrir tvo til þrjá:
100 gr. smokkfiskur
3-4 stk. skelfiskur
50-85 gr. rækjur
250 gr. Amoy Egg Noodles
2 msk. Amoy Light Soy Sauce
1 tsk. Amoy Sesame Oil
100 gr. strengjabaunir
1-2 vorlaukar, fínt skornir
1/2 eggjahvíta, létt þeytt
2 msk. hrísgrjónavín
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 tsk. maísenamjöl hrært út með 1 msk. vatni
5-6 msk. olía
Hreinsið smokkfiskinn, skerið í hann krosslaga mynstur að innanverðu og skerið síðan í bita á stærð við frímerki. Setjið í pott með sjóðandi vatni. Fjarlægið bitana úr vatninu þegar þeir verða hvítir og hafa rúllast upp, skolið undir köldu vatni og látið vökvann renna af. Skerið hvern skelfisk í 3-4 bita. Afþýðið rækjurnar og skerið í 2-3 bita hverja ef þær eru stórar.
Hrærið saman eggjahvítu og maísenamjölsblöndu og setjið fiskinn út í. Sjóðið núðlurnar í ca. 3-4 mín. og setjið í sigti. Látið renna á þær kalt vatn, og hrærið 1 msk. af olíu saman við. Hitið um 2-3 msk. af olíu á forhitaðri pönnu, bætið út í baununum og sjávarréttunum og steikið í 2 mín. Setjið salt, sykur, sojasósu, vín og helminginn af vorlauknum, hrærið áfram í u.þ.b. mínútu. Fjarlægið hræruna af pönnunni og geymið. Hitið afganginn af olíunni, bætið við núðlunum og helmingnum af hrærunni. Steikið í 2-3 mín. og sejtið á stóran disk.
Hellið afganginum af hrærunni ofan á núðlurnar og skreytið með vorlauk og sesam olíu. Berið fram með Amoy Chili sósu.
Sígildur réttur frá Canton héraðinu í suðurhluta Kína. Þar sem Canton var fyrsta höfnin í Kína sem opnaðist fyrir erlendum viðskiptum, gætir þar mikils fjölbreytileika í matargerð.
2.4.2007 | 10:05
Tilvalin uppskrift fyrir kvöldið.
Bang Bang kjúklingur
Uppskrift fyrir tvo:450 gr. kjúklingabringur (skinn- og beinlausar)
1 hvítlauksrif, kramið undir hnífsblaði, ekki skorið
1/2 tsk svört piparkorn
1 lítill laukur skorinn til helminga
1 gúrka, frælaus og skorin í strimla
Salt og mulinn svartur pipar
Sósan:
3 msk. hnetusmjör
2 msk. AMOY Sesame Oil
1 msk. AMOY Light Soy Sauce
3 msk. kjúklingasoð
1 msk. vínedik
2 vorlaukar, smátt skornir
2 hvítlauksrif, pressuð
5 x 1 cm. engiferrót, skorin í stöngla á stærð við eldspýtu
Athugið! Engiferrótin er bragðsterk prófið ykkur áfram eftir smekk
1 msk. Sichuan piparkorn (má sleppa)
1 tsk. ljós púðursykur
Chilli olía:
4 msk. jarðhnetuolía eða önnur sambærileg
1 tsk. chilli krydd
1. Setjið kjúklinginn í pott og hellið vatni yfir þannig að það fljóti yfir
kjúklinginn. Bætið við hvítlauksrifinu, piparkornunum og lauknum og látið suðuna koma upp. Fleytið ofan af vatninu og bætið svo við salti og pipar eftir smekk. Látið sjóða á vægum hita í 25 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er
meir. Sigtið vatnið frá að lokum en geymið soðið.
2. Búið til sósuna með því að blanda saman í skál hnetusmjöri, sesamolíu og
kjúklingasoðinu saman. (Athugið! hægt er að nota 3 msk. af ristuðu sesam mauki
í stað hnetusmjörs og sesamolíu). Bætið því næst sojasósunni, vínedikinu,
vorlauknum, hvítlauknum, engiferrótinni og Sichuan piparkornunum saman við.
Sykrið eftir smekk.
3. Búið chilli olíuna með því að hita jarðhnetuolíuna og chilli kryddið saman
þangað til hún fer að krauma og bíðið í 2 mínútur. Látið kólna og fleytið þá
rauðu olíuna ofan af.
4. Dreifið gúrkunni á diska, skerið kjúklingabringurnar í bita í sömu stærð og
gúrkan. Leggið kjúklingabitana ofan á gúrkustrimlana. Hellið sósunni yfir og
látið chilli olíuna drjúpa yfir eftir smekk.
Borið fram með hrísgrjónum eða Amoy eggjanúðlum.
Þessi uppskrift er í boði
28.3.2007 | 20:10
Amoy nautakjötsuppskrift
Uppskrift fyrir tvo til þrjá:
450 gr. nautakjöt,
1 krukka Amoy Satay sósa 2 msk.
Amoy sojasósa (ljós eða dökk)
1 hvítlauksrif, smátt saxað
2 skallottulaukar eða 1 lítill laukur, smátt saxaður
1 msk. kóríander duft
1 msk. sítrónusafi eða vínedik
1 msk. sykur
Skerið kjötið í 2-3 cm bita. Hrærið saman öllu öðru í uppskriftinni. Hellið yfir kjötið og marinerið í a.m.k. 1 klst. Þræðið kjötbitana upp á pinna. Penslið hvern Satay pinna með dálítilli olíu og grillið í ca. 10 mín. við 200°C eða þar til þeir eru tilbúnir. Gott er að snúa pinnunum oft til að ná jafnri steikingu. Berið fram heitt eða kalt með Satay sósu. Hægt er að nota bita af hvaða kjöti sem er, svína-, kjúklinga-, nauta- eða lambakjöti. Satay er margbreytilegt - hægt er að hafa það sem forrétt með drykk, sem nasl, eða sem létta máltíð borna fram með salati og hrísgrjónum.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2007 | 20:19
Hverrar krónu virði ?
Ég get hreinlega ekki tekið undir orð Guðna Ágústssonar að hjarta landsmanna slái með lambinu. Allavega er það ekki svo á mínu heimili. Ég geri hinsvegar fastlega ráð fyrir því að þessi opinberi styrkur í landbúnaðinn skili sér beint til neytenda........ eða kannsk ekki!
Nýr sauðfjársamningur undirritaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2006 | 21:26
Pilla á dag kemur þyngdinni í lag - Gat verið !
Pilla á dag kemur þyngdinni í lag
Vísindamenn hafa þróað pillu sem að hjálpar fólki að grennast. Eftir prófanir kom í ljós að fólk sem hafði tekið eina pillu á dag í 48 vikur missti um 12% af líkamsþyngd sinni. Þetta jafngildir því að 100 kílóa maður myndi fara niður 88 kíló bara með því að bryðja eina pillu á dag í eitt ár.Pillan virkar þannig að hún platar heilan til þess að trúa halda efnaskiptum hröðum og virkum allan sólarhringinn. Venjulega stjórnar heilinn hraða efnaskipta en svona er hægt að halda efnaskiptum hröðum og brenna kaloríum allan liðlangan daginn.
Buist er við því að pillan eigi eftir að koma á markað í Bretlandi á næstu árum en notkun lyfja til þess að meðhöndla offitu hefur aukist um 600% frá árinu 1999. Ljóst þykir því að eftirsóknin verður mikil í pilluna.
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar