Færsluflokkur: Matur og drykkur
29.11.2006 | 08:59
Kjúklingabringur í Chilli sósu
Datt í hug að sestja hér inn einfalda uppskrift á kvöldmat fyrir kvöldið í kvöld nú eða til þess að hafa um helgina.
Kjúklingabringur í Chilli sósu Kjúklingabringur 500 gr. 1 flaska Heinz Chilli tómat sósa 1 peli rjómi 2 tsk pipar 2 tsk karrý smá salt Bringurnar eru skornar í bita (húðin tekin af) og settar í eldfast mót.Hella HEINZ chillisósunni yfir og kryddinu (passa að setja ekki of mikið!).Sett í ofn 180 °C í 30 mínútur, þá er þetta tekið úr ofninum og hrært ísósunni og pelanum af rjóma bætt við og sett aftur í ofninn í 30 mínútur.
Borið fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.
27.11.2006 | 23:51
Créme Brûlée - Einfaldur eftirréttur
Set svona inn til gamans einfaldan og þægilegan eftirrétt sem allir geta ráðið við. Við vorum með fólk í mat í kvöld og buðum upp á Créme Brûlée meira að segja kallinn á heimilinu getur gert þetta án þess að klúðra þessu
Þetta þarftu:
4 dl Rjómi
100 g Súkkulaði (Green & Black´s Dark)
1 stk Vanillustöng
100 gr sykur
4 stk eggjarauður
3-4 msk hrásykur, fer eftir stærð skálar
Aðferð
Setjið rjómann í pott, kljúfið vanillustöngina, skafið fræin innan úr henni og bætið þeim út í rjómann ásamt helmingnum af sykrinum.
Látið sjóða smástund. Bræðið súkkulaðið í heitri rjómablöndunni og kælið aðeins.
Ofninn er hitaður í 150°C og vatn sett í ofnskúffuna.
Eggjarauðurnar eru þeyttar með afganginum af sykrinum þar til þær eru léttar og ljósar.
Þá er súkkulaðiblandan sett varlega út í eggjamassann. Hellið í lítil eldföst mót og bakið í vatnsbaði þar til búðingurinn er orðinn stífur. Það fer eftir þykkt búðingsins hversu langan tíma hann þarf í ofninum, athugið með fingrinum hvort hann er orðinn stífur. Kælið vel. Stráið hrásykrinum yfir búðinginn og bræðið undir grilli með þar til gerðum Créme Brûlée brennara þar til hann fer að brúanst.
21.11.2006 | 08:43
Green & Black´s komið á klakann
Jæja gott fólk nú er tilefni til þess að gleðjast.
Hvers vegna.... jú vegna þess að eitt af bestu súkkulaðitegundum heimsins er komið á markað hér á litla klakanum okkar, ég er að tala um Green & Black´s súkkulaðið sem framleitt er úr lífrænum afurðum.
Ég átti leið um Blómaval (Sigtrúni) í gærkvöldi og sá þá mér til ánægju að þeir eru farnir að selja Green & Black´s og það sem meira er á ótrúlega góðu verði miðað við að þessi vara er framleidd úr fyrsta flokks lífrænum afurðum og er þar að auki "Fairtrade" vara. Dökka súkkulaðið er algjör snilld með heitum kaffibolla, getur varla verið betra en það á köldum vetrardegi. Ég stóðst reyndar ekki freistingarnar í gær og keypti mér þrjár tegundir (72% dökkt, Caramelu og Maya Gold). Ég geri reyndar ekki mikið af því að kaupa lífrænar vörur og kannski allt of lítið af því en ég get hiklaust mælt með þessu súkkulaði það er FYRSTA FLOKKS.
Ég verð þó að passa mig ef ég ætla að ná settu marki fyrir jólinn þe að taka þessi 2kg
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender