Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Kjúklingabringur í Chilli sósu

Datt í hug að sestja hér inn einfalda uppskrift á kvöldmat fyrir kvöldið í kvöld nú eða til þess að hafa um helgina. 

2003_6_26_uppskr018   

Kjúklingabringur í Chilli sósu    Kjúklingabringur 500 gr.   1 flaska Heinz Chilli tómat sósa   1 peli rjómi   2 tsk pipar   2 tsk karrý   smá salt  Bringurnar eru skornar í bita (húðin tekin af) og settar í eldfast mót.Hella HEINZ chillisósunni yfir og kryddinu (passa að setja ekki of mikið!).Sett í ofn 180 °C í 30 mínútur, þá er þetta tekið úr ofninum og hrært ísósunni og pelanum af rjóma bætt við og sett aftur í ofninn í 30 mínútur. 

Borið fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.


Créme Brûlée - Einfaldur eftirréttur

Créme BrûléeSet svona inn til gamans einfaldan og þægilegan eftirrétt sem allir geta ráðið við.  Við vorum með fólk í mat í kvöld og buðum upp á Créme Brûlée meira að segja kallinn á heimilinu getur gert þetta án þess að klúðra þessu Cool

 

Þetta þarftu:

4 dl Rjómi

100 g Súkkulaði (Green & Black´s Dark)

1 stk Vanillustöng

100 gr sykur

4 stk eggjarauður

3-4 msk hrásykur, fer eftir stærð skálar

 

Aðferð

 

Setjið rjómann í pott, kljúfið vanillustöngina, skafið fræin innan úr henni og bætið þeim út í rjómann ásamt helmingnum af sykrinum.

Látið sjóða smástund.  Bræðið súkkulaðið í heitri rjómablöndunni og kælið aðeins.

Ofninn er hitaður í 150°C og vatn sett í ofnskúffuna. 

Eggjarauðurnar eru þeyttar með afganginum af sykrinum þar til þær eru léttar og ljósar.

Þá er súkkulaðiblandan sett varlega út í eggjamassann.  Hellið í lítil eldföst mót og bakið í vatnsbaði þar til búðingurinn er orðinn stífur.  Það fer eftir þykkt búðingsins hversu langan tíma hann þarf í ofninum, athugið með fingrinum hvort hann er orðinn stífur.  Kælið vel.  Stráið hrásykrinum yfir búðinginn og bræðið undir grilli með þar til gerðum Créme Brûlée brennara þar til hann fer að brúanst.

 


Green & Black´s komið á klakann

logo-home-centre

Jæja gott fólk nú er tilefni til þess að gleðjast.

Hvers vegna.... jú vegna þess að eitt af bestu súkkulaðitegundum heimsins er komið á markað hér á litla klakanum okkar, ég er að tala um Green & Black´s súkkulaðið sem framleitt er úr lífrænum afurðum. 

Ég átti leið um Blómaval (Sigtrúni) í gærkvöldi og sá þá mér til ánægju að þeir eru farnir að selja Green & Black´s og það sem meira er á ótrúlega góðu verði miðað við að þessi vara er framleidd úr fyrsta flokks lífrænum afurðum og er þar að auki "Fairtrade" vara.  Dökka súkkulaðið er algjör snilld með heitum kaffibolla, getur varla verið betra en það á köldum vetrardegi.  Ég stóðst reyndar ekki freistingarnar í gær og keypti mér þrjár tegundir (72% dökkt, Caramelu og Maya Gold).  Ég geri reyndar ekki mikið af því að kaupa lífrænar vörur og kannski allt of lítið af því en ég get hiklaust mælt með þessu súkkulaði það er FYRSTA FLOKKS.

Ég verð þó að passa mig ef ég ætla að ná settu marki fyrir jólinn þe að taka þessi 2kg Blush


« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband