Leita í fréttum mbl.is

Tilvalin uppskrift fyrir kvöldið.

Bang Bang kjúklingur

Uppskrift fyrir tvo:

450 gr. kjúklingabringur (skinn- og beinlausar)
1 hvítlauksrif, kramið undir hnífsblaði, ekki skorið
1/2 tsk svört piparkorn
1 lítill laukur skorinn til helminga
1 gúrka, frælaus og skorin í strimla
Salt og mulinn svartur pipar

Sósan:
3 msk. hnetusmjör
2 msk. AMOY Sesame Oil
1 msk. AMOY Light Soy Sauce
3 msk. kjúklingasoð
1 msk. vínedik
2 vorlaukar, smátt skornir
2 hvítlauksrif, pressuð
5 x 1 cm. engiferrót, skorin í stöngla á stærð við eldspýtu
Athugið! Engiferrótin er bragðsterk prófið ykkur áfram eftir smekk
1 msk. Sichuan piparkorn (má sleppa)
1 tsk. ljós púðursykur

Chilli olía:
4 msk. jarðhnetuolía eða önnur sambærileg
1 tsk. chilli krydd

 

1. Setjið kjúklinginn í pott og hellið vatni yfir þannig að það fljóti yfir
kjúklinginn. Bætið við hvítlauksrifinu, piparkornunum og lauknum og látið suðuna koma upp. Fleytið ofan af vatninu og bætið svo við salti og pipar eftir smekk. Látið sjóða á vægum hita í 25 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er
meir. Sigtið vatnið frá að lokum en geymið soðið.

2. Búið til sósuna með því að blanda saman í skál hnetusmjöri, sesamolíu og
kjúklingasoðinu saman. (Athugið! hægt er að nota 3 msk. af ristuðu sesam mauki
í stað hnetusmjörs og sesamolíu). Bætið því næst sojasósunni, vínedikinu,
vorlauknum, hvítlauknum, engiferrótinni og Sichuan piparkornunum saman við.
Sykrið eftir smekk.

3. Búið chilli olíuna með því að hita jarðhnetuolíuna og chilli kryddið saman
þangað til hún fer að krauma og bíðið í 2 mínútur. Látið kólna og fleytið þá
rauðu olíuna ofan af.

4. Dreifið gúrkunni á diska, skerið kjúklingabringurnar í bita í sömu stærð og
gúrkan. Leggið kjúklingabitana ofan á gúrkustrimlana. Hellið sósunni yfir og
látið chilli olíuna drjúpa yfir eftir smekk.

Borið fram með hrísgrjónum eða Amoy eggjanúðlum.

 

Þessi uppskrift er í boði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei takk, sama og þegið.

Sigfús Sigurþórsson., 2.4.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta hljómar...... VEL !!!

Inga Lára Helgadóttir, 2.4.2007 kl. 15:24

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta hljómar...... VEL !!!

Inga Lára Helgadóttir, 2.4.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Alveg er mér óskiljanlegt að íslendingar skuli ekki kjósa með fótunum og sleppa því að kaupa kjúklinga. Það er sem ég sæji það viðgangast ef einhver konugarmurinn ákveddi það nú að selja kleinur sem hún steikti... og þyrfti nánast að hauskúpumerkja framleiðsluna með aðvörun um að það yrði að hita kleinurnar svo og svo lengi í örbylgjuofni svo fólk fárveiktist ekki af framleiðslunni., að sú framleiðsla yrði leyfð?

Mér finnst því algjört prinsipatriði að kaupa ekki kjúklinga og hef verið þeirrar skoðunar í mörg ár og ekkert legið á þeirri skoðun minni. Konan mín var hinsvegar mjög hrifin af þessu fóðri.. eða allt þar til að hún lamaðist á höndum og fótum í kjölfar Campylobacter, en sú padda triggeraði síðan sjúkdóm í ónæmiskefinu sem heitir GBS og olli lömuninni.

Svo sama og þegið Óttar en uppskriftin sem slík hljómar annars ekki illa  

Þorsteinn Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband