Færsluflokkur: Lífstíll
26.4.2008 | 00:27
Er þetta ekki bannað?
Sagði eldri dóttur mín undir lok keppninnar þegar hún horfði og hélt um andlitið því hún hélt að kórónan myndi detta af ný kjörinni ungfrú Reykjavík. "Er þetta ekki bannað" og ég spurði hvað, er hvað ekki bannað? Nú að ganga með svona flotta kórónu sem gæti dottið? Eina svarið mitt var, jú líklega en vonandi dettur hún ekki.
Til hamingju með titilinn ungfrú Reykjavík og vonandi bragðast pizzan vel...
Valin ungfrú Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2008 | 23:19
Músapels
Pels er í raun það eina sem mér dettur í hug þegar menn auglýsa eftir 3.200 músum, ekki að ég viti neitt um það hve margar mýs þarf til að búa til pels. Varla ætla þeir að þjálfa þær til þess að leita af fíkniefnum?
3.200 hvítar mýs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 19:51
Góður og menningarlegur sunnudagur en léleg þjónusta
Dagurinn í dag hefur verið sannkallaður fjölskyldudagur, eftir útréttingar og blómakaup í morgun héldum við fjölskyldan á vit menningar og lista hér í borginni. Lá leiðin í Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Ísland með viðkomu í Ráðhúsinu og að sjálfssögðu var komið við á tjarnarbakkanum svo sú stutta gæti nú heilsað uppá kvakandi liðið þar.
Í Listasafni Reykjavíkur sáum við áhugaverða sýningu eftir Steingrím Eyfjörð sem bar nafnið Lóan er kominn. Sýningin samanstendur af fjórtán áhugaverðum verkum þó svo vissulega sum þeirra hafi hrifið okkur meira en önnur. Einnig var spennandi sýning með verkum eftir Erró sem sérstaklega eldri dóttirin var hrifinn af enda litadýrðin mikil.
Í Listasafni Íslands sáum við sýninguna Streymið - La Durée en þar eru sýnd verk þriggja myndlistamanna, þeirra Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur, Gabríelu Friðriksdóttur og Emmanuelle Antille. Þessi sýning höfðar kannski ekki til allra en flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Eftir langa sunnudagsgöngu bæði innanhús í listasöfnunum sem og utanhús í miðborg borgarinnar þá fórum við í Uppsali sem er bar og kaffihús á Hótel Centrum í Aðalstræti. Þrátt fyrir að þjónustan þar sé ekki uppá marga fiska og kaffið einstaklega vont þá fengum við stórfenglega súkkulaðiköku og himneska eplaköku sem allir vöru sammála um að væru líklega þær bestu í bænum. Eftir miklar umræður var því ákveðið að gefa staðnum einkunnina 1 gaffal af 5 mögulegum. Sem sagt ef þig langar í góða köku með slæmu kaffi og engri þjónustu þá er Hótel Centrum staðurinn fyrir þig.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2007 | 15:28
Flottur fiskréttur eftir páskana
Sjávarrétta Chow Mein með steiktum núðlum
Uppskrift fyrir tvo til þrjá:
100 gr. smokkfiskur
3-4 stk. skelfiskur
50-85 gr. rækjur
250 gr. Amoy Egg Noodles
2 msk. Amoy Light Soy Sauce
1 tsk. Amoy Sesame Oil
100 gr. strengjabaunir
1-2 vorlaukar, fínt skornir
1/2 eggjahvíta, létt þeytt
2 msk. hrísgrjónavín
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
2 tsk. maísenamjöl hrært út með 1 msk. vatni
5-6 msk. olía
Hreinsið smokkfiskinn, skerið í hann krosslaga mynstur að innanverðu og skerið síðan í bita á stærð við frímerki. Setjið í pott með sjóðandi vatni. Fjarlægið bitana úr vatninu þegar þeir verða hvítir og hafa rúllast upp, skolið undir köldu vatni og látið vökvann renna af. Skerið hvern skelfisk í 3-4 bita. Afþýðið rækjurnar og skerið í 2-3 bita hverja ef þær eru stórar.
Hrærið saman eggjahvítu og maísenamjölsblöndu og setjið fiskinn út í. Sjóðið núðlurnar í ca. 3-4 mín. og setjið í sigti. Látið renna á þær kalt vatn, og hrærið 1 msk. af olíu saman við. Hitið um 2-3 msk. af olíu á forhitaðri pönnu, bætið út í baununum og sjávarréttunum og steikið í 2 mín. Setjið salt, sykur, sojasósu, vín og helminginn af vorlauknum, hrærið áfram í u.þ.b. mínútu. Fjarlægið hræruna af pönnunni og geymið. Hitið afganginn af olíunni, bætið við núðlunum og helmingnum af hrærunni. Steikið í 2-3 mín. og sejtið á stóran disk.
Hellið afganginum af hrærunni ofan á núðlurnar og skreytið með vorlauk og sesam olíu. Berið fram með Amoy Chili sósu.
Sígildur réttur frá Canton héraðinu í suðurhluta Kína. Þar sem Canton var fyrsta höfnin í Kína sem opnaðist fyrir erlendum viðskiptum, gætir þar mikils fjölbreytileika í matargerð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 23:49
íslenskir kínverskir túristar
Ein flottasti ljósmyndarinn í dag, Guðjón Snæland, kemur úr einni mestu myndatökufíkla fjölskyldu landsins, þetta eru eiginlega svona íslendingar sem ættu að vera kínveskir túristar, því þau eru hreinlega alltaf að taka myndir. En ég er svo heppinn að þekkja þau öllsömul og hef átt óteljandi góðar stundir við að skoða frábært safn mynda sem þú hafa tekið vítt og breytt um heiminn. Vildi bara benda ykkur á safn góðra mynda sem Guðjón hefur tekið.
Þið komist inn á síðuna hans með því að smella á myndina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2007 | 22:20
Ég er ríkastur allra!
Þá erum við STÓR fjölskyldan komin heim úr bústaðnum, eftir vel heppnaða helgarferð með vinahjónum okkar (Júlla, Svölu og Katrínu Lilju).
Við fórum í fallegu veðri uppí næst fallegasta stað lansins þe Borgarfjörðinn í sumarbústað rétt við Hreðarvatn. Veðrið var ákaflega fallegt eins og sést á myndinni hér til hliðar, reyndar er það oftast nær svona gott þegar við erum uppfrá.... eða þannig
Sú minnsta í fjölskyldunni þótti það stórskemmtilegt að fá að róla í nokkrar klukkustundir yfir helgina, alveg ótrúlegt hvað svona litlir og einfaldir hlutir eins og róla geta veitt þeim litlu mikla gleði svo tímunum skiptir. Á meðan ég var að róla með Emmu Brá þá var Hafdís Hrönn að myndast við að "baka" snjókökur fyrir allan peningin Hún er líka alveg ótrúlega þolinmóð að leika sér við litlu systur sína. Enda þegar ég fékk lángþráða hvíld frá rólunum, þá leysti hún mig af og bjó til stóra snjóköku með Emmu Brá, sem hafði reyndar mest gaman af því að skemma hana loksins þegar hún var fullgerð, en Hafdís Hrönn hefur þessa einstöku þolinmæði frá mér svo hún byrjaði bara uppá nýtt aftur.... og aftur.... og aftur. Þar til við fórum inn í bústað og fengum okkur eitthvað gott í svanginn. Ég segi það satt, ég er ríkastur allra að eiga svona stóra fjölskyldu !
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
eða This Program Has Caused a Fatal Exception 0D at 00457:000040B1 and Will Be Terminated
og hvað gerir maður þá á 90km hraða á Reykjanesbraut ? Nei, ég bara spyr
Microsoft-hugbúnaður fyrir Ford-bíla kynntur til leiks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2006 | 12:25
Ógleymanlega fólkið
Magni Ásgeirsson
Þeir sem allt þykjast vita um refilstigu tónlistar supu hveljur þegar spurðist að annarrar deildar sveitaballapoppari hefði komist áfram í Rock Star þáttunum. Hvað myndu hinir ofursvölu" LArokkarar halda um Ísland. En allt fór á annan veg. Magni ekki bara sló í gegn og sveitaballabransinn hlaut verðskuldaða uppreisn æru og Magni bjargaði í leiðinni Skjá einum og rakaði saman seðlum fyrir Símann í formi SMS-skeyta.
Nylon-flokkurinn
Eyþór Arnalds
Óli Geir Jónsson
Bubbi Morthens
Jói og Gugga
Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti
Samúel Kristjánsson
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Árni Johnsen
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 21:26
Pilla á dag kemur þyngdinni í lag - Gat verið !
Pilla á dag kemur þyngdinni í lag
Vísindamenn hafa þróað pillu sem að hjálpar fólki að grennast. Eftir prófanir kom í ljós að fólk sem hafði tekið eina pillu á dag í 48 vikur missti um 12% af líkamsþyngd sinni. Þetta jafngildir því að 100 kílóa maður myndi fara niður 88 kíló bara með því að bryðja eina pillu á dag í eitt ár.Pillan virkar þannig að hún platar heilan til þess að trúa halda efnaskiptum hröðum og virkum allan sólarhringinn. Venjulega stjórnar heilinn hraða efnaskipta en svona er hægt að halda efnaskiptum hröðum og brenna kaloríum allan liðlangan daginn.
Buist er við því að pillan eigi eftir að koma á markað í Bretlandi á næstu árum en notkun lyfja til þess að meðhöndla offitu hefur aukist um 600% frá árinu 1999. Ljóst þykir því að eftirsóknin verður mikil í pilluna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender