Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Lífstíll

Til hamingju Grafhyltingar

485109

Það var sannur gleðidagur í Grafarholtinu í dag, þegar við tókum í notkun og vígðum nýja kirkju.  Ég hefði reyndar kosið að kalla kirkjuna okkar Grafarholtskirkju en Guðríðarkirkja varð fyrir valinu meðal sóknarnefndar og við það verðum við að búa. 

Kirkjan stendur á fallegum stað hér í Grafarholtinu umlukin Kristinbraut, Kirkjustétt, Prestastíg og Biskupsgötu og því óhætt að segja að hún sé með góða nágranna.  Kirkjan er ákaflega falleg í alla staði þó svo hæst beri að nefnda einstaka altaristöflu eða öllu heldur altarisgarð sem gerir kirkjuna afar sérstaka.  Kirkjan er frekar "minimalísk" hún er björt og afar fögur með fallegum ljósum innviði.

Í kirkjunni verður unnið gott starf hvort sem litið er til trúar eða félagsauðar í hverfinu, því án efa verður kirkjan okkar miðpunktur hverfisins sem allir geta átt sitt athvarf í.

Kæru Grafhyltingar til hamingju með stórglæsilega kirkju og gott safnaðarstarf.


mbl.is Biskup vígði Guðríðarkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlafólk ætti að skammast sín

Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi þátttakendur sem keppt hafa fyrir Íslands hönd á Ólympíumóti fatlaðra sýnt það og sannað að þeir eru í fremstu röð íþróttaiðkenda, að þeir eru uppspretta drauma og markmiða hjá öðrum bæði fötluðum sem ófötluðum, þá er þeim ekki sýnt sú virðing sem þeir eiga svo sannarlega skilið.

Það eru fimm íslenskir íþróttamenn sem taka þátt að þessu sinni og þau eru

olympiufararSonja Sigurðardóttir keppir í 50 metra baksundi,

Jón Oddur Halldórsson í 100 metra hlaupi,

Baldur Ævar Baldursson keppir í langstökki,

Eyþór Þrastarson keppir í 400 metra skriðsundi og einnig 100 metra baksundi

og  Þorsteinn Magnús Sölvason keppir í lyftingum.

Það hryggir mig verulega að vita til þess að forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlar landsins skuli hafa ákveðið að hunsa leikana eins og ljóst hefur orðið.  Einungis félagsmálaráðherra var viðstaddur setningar athöfn leikanna í dag og ber að þakka henni fyrir það.  En að forsetinn og ráðherra íþróttamála skuli lýta á Ólympíuleika fatlaðra sem annars flokks miðað við hina hefðbundnu Ólympíuleika er hryggilegt og þessi ákvörðun dæmir þau fyrst og fremst sjálf.  Það er ekki langt síðan að ráðamenn þjóðarinnar sögðu að mikilvægt væri að sýna stuðning sinn í verki með því að mæta á Ólympíuleika þrátt fyrir að þeir væru haldnir í Peking. 

Þegar hinir hefbundu Ólympíuleikar voru settir var bein útsending frá athöfninni en í dag sá Ríkissjónvarpið sér ekki fært að sýna beint frá setningu leikanna og sáralítið hefur almennt verið sagt frá setningarathöfninni í fjölmiðlum  í dag.  Þegar dagskrá Ríkissjónvarpsins er skoðuð næstu daga er ljóst að stofnunin mun ekki sýna beint frá viðburðum leikanna heldur hunsa þá algjörlega og í besta falli sýna myndbrot af leikunum í fréttatíma sjónvarpsins. 

Hvers vegna er það að forsetinn, ráðherra íþróttamála sem og fjölmiðlar landsins taka þá ákvörðun að vera ekki til staðar til þess að styðja þetta öfluga íþróttafólk sem tekur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd?

Það hlýtur að vera eðlileg beiðni okkar eða öllu heldur krafa að ráðamenn sem og fjölmiðlafólk beri sömu virðingu fyrir fötluðum sem ófötluðum en fari ekki í manngreini álit og það hreinlega krafa okkar að þeim þátttakendum sem nú taka þátt fyrir Íslands hönd sé sýnt sú virðing sem þeir eiga skilið.


mbl.is Ólympíumót fatlaðra hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bílabón, nautakjöt, strokleður allan sólahringin en magnyl aðeins til miðnættis.

Vissulega er gott fyrir margt vaktavinnufólk að geta verslað utan heðbundins opnunartíma verslana.  En fyrir mitt leyti get ég hugsað mér margt annað en að versla strokleður og kennaratyggjó um hánótt.

Venjur landans hafa svo sannarlega breyst síðustu ár.  Ég man þegar ég var lítill þá var alltaf farið í Hagkaup í Skeifunni og gerð helgar innkaup, þakka fyrir að það hafi ekki verið notaðar tvær körfur, slík voru magn innkaupin.  Í dag getur maður verslað matvöru allan sólahringin og því enginn þörf lengur fyrir helgar "magn" innkaupum.

Nú getur maður sem sagt keypt bílabón, nautakjöt og strokleður allan sólahringin en maður getur ekki keypt magnyl eða pensilín eftir miðnætti þar sem ekkert apótek er opið allan sólahringin.  Þó hefði maður talið að einhverjir þyrftu að kaupa sér lyf að næturlagi sökum veikinda. 

Kannski verður það orðið þannig eftir nokkur ár að maður getur komið við í litlum þjónustukjarna sem opinn verður allan sólahringin þar sem öll þjónusta verður, matvara, fatnaður, lyf, skyndibiti, bensín og líkamsrækt.  Þá verður hægt að segja fyrir alvöru að í samfélaginu verður bæði A og B fólk, þ.e þeir sem vakna snemma og sofna snemma (A) og þeir sem kjósa að vakna seint og sofna enn seinna (B).

 


mbl.is Skóladót allan sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur dagur

Ég fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera einn dag á ári að degi barnsins.  Það er reyndar einkennilegt að það sé ekki löngu búið að setja þennan dag á því við höfum eins og við öll vitum höfum við mæðra- og feðradag og nú loks dag barnsins.

Fyrir mitt leyti þá fannst mér í raun gert furðu lítið úr þessum degi og ég hefði gjarnan viljað sjá hann betur "markaðssettan" t.d sagði mbl.is ekki frá þessum degi fyrr en kl. 17.07 í dag en hefðu í raun sem fjölmiðill átt að segja frá þessum degi strax í morgunn og með því kvatt foreldra til þess að gera eitthvað með börnum sínum.  Við fórum t.d í sund sem var í boði ÍTR og eftir að vera búin að svamla dágóða stund var að sjálfssögðu komið við í bakaríinu, enda tilheyrir að fá sér sér "íslenskan" snúð og kókómjólk eftir góðan sundsprett.  Þegar við vorum búin með kræsingarnar var ákveðið að taka bíltúr sem endaði að sjálfssögðu sem ísbíltúr þar sem sú stutta í bílnum fullyrti að hún hefði ekki fengið í "alveg svakalega lengi" sem í raun var bara fyrir helgi en tíminn er lengri að líða hjá þessum litlu en okkur hinum, allavega stundum.

Ákveðið var að frúin og eldri dóttirin færi að sjá FRAM leggja Þróttara í fótboltaleik dagsins á meðan ég og sú stutta ákváðum að vera heima og grilla.  Þegar við vorum búin að grilla og borða gómsæta hamborgara, sem í þetta skiptið voru án ostarins - þar sem sú stutta án allan ostinn á meðan hún var að bíða eftir hamborgaranum þá spiluðum við eitt spil og svo var kominn háttatími því erfiður leikskóladagur er á morgun hjá henni.

Sem sagt stórskemmtilegur dagur barnsins hér á þessu heimili og vonandi á sem flestum heimilum. 


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir vilja vera heima

Ekki ætla ég að draga dul á að kvenréttindafélag Íslands hefur unnið gott starf í gegnum tíðina, en ég hefði gjarnan viljað sjá sterkari rök frá þeim varðandi heimgreiðslurnar.  Það eru mög rök með því að sveitafélög komi á móts við foreldra eða forráðamenn barna með þessu móti.  Heimgreiðslur eiga ekki að koma í stað leikskólavistar barns heldur er þetta lausn þegar barn hefur ekki fengið úthlutuðu leikskólaplássi.

Ég segi hinsvegar að heimgreiðslur séu síður en svo úreld hugmynd og reyndar skil ekki þá fullyrðingu kvennréttindafélagsins.  Þessi leið getur komið sér vel fyrir marga og reyndar veit ég um fólk sem þessi leið hentar einfaldlega betur.  Ég myndi vilja sjá heimgreiðslur til dæmis til þeirra foreldra og forráðamanna sem ákveða að nýta sér einungis t.d hálfs dags vistun á leikskóla þau gætu fengið heimgreiðslur að hluta.  En vitanlega á það að vera val foreldra og forráðamanna hvort þau ákveða að hafa börnin sín heimavið að hluta eða öllu leyti yfir daginn þó vissulega sé ekki deild um hve gott það er fyrir börn félagslega að vera á leikskóla en það er síður en svo eina leiðin.


mbl.is Heimgreiðslur úrelt hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síminn..... uuuu já

sýnir fyrirtækið hvað í því býr.  Þrátt fyrir að ég sé örlítið litaður þá tel ég að Síminn hafi frumsýnt eina bestu auglýsingu sem gerð hefur verið fyrir íslenskt fyrirtæki.  Fagmennskan höfð í fyrirrúmi hvort sem litið er til handrits, umhverfis eða töku.  Þessi auglýsing fær 11 stjörnur af 10 mögulegum.  Reyndar hélt ég að það væri ekki hægt að sá út Jesú auglýsinguna fyrir jólin og satt best að segja vissi ég ekki hvað ég átti að halda þegar blessaða kattar auglýsingin var birt en nú hefur fyrirtækið komið fram og sýnt það enn og aftur hve öflugt það er.


Neytendavaktin í 24 stundum á morgun fimmtudag

Ég varð svo ljón heppinn að koma við á bensínstöðinni þegar ég var að hjóla heim og vitir menn 24 stundir morgundagsins þ.e fimmtudagsins var komið á stöðina.  Verst að það er ekki lottó úrdráttur á morgun, maður hefði þá í það minnsta geta keypt eina röð eða svo.

En það vakti athygli mína dálkur frá neytendavaktinni sem er samvinnuverkefni 24 Stunda og Neytendasamtakana.  Einu sinni á dag er farið vörur eða þjónustu og hvað þetta er ódýrast og hvar dýrast.

Á morgun fimmtudag er farið yfir það hvað minnsta stærð af ís með dýfu kostar og komið hefur í ljós að það er 58% verðmunur á þessari vöru á milli söluaðila.

Eden Hveragerði var ódýrast en þar kostaði ísinn 190 kr, Erluís var næst ódýrust með ísinn á 200kr en ísbúðin í Smáralind er dýrust því þar kostar ísinn 300 krónur.

En ég velti því fyrir mér hvað er minnsta stærðin lítil eða stór og hve áræðanleg er þessi könnun?  Ekki það að þetta sér mér eitthvert hjartans mál en ég gæti vel hugsað mér að taka þátt í þessari könnun þ.e vera framkvæmdaraðilinn að því gefnu að ég fengi að borða ísinn.

En án þess að ég sé með sannanir fyrir því þá er Erluís besta ísbúð bæjarins og alltaf jafn gaman að kíkja þar við og fá sér ís


Hjólaði 17km í dag.

Það eru skemmtilegir tímar svo mikið er víst.  Nú stendur yfir átakið "Hjólað í vinnuna" og að sjálfssögðu tekur maður fullan þátt í því.  Ég er hluti af 8 manna teymi hérna hjá Símanum sem ætlar klárlega að rúlla þessu upp.  Teymið samanstendur af algjörum áhugamanna íþróttafólki uppí það að vera með fólk sem kemst næst því að verða einhverskonar líkamsræktarsjúklingar.  Fólk sem hjólar í vinnuna og heim aftur en telur sig alls ekki fá nóg af hreyfingu út úr því og mætir í ræktina í hádeginu til þess að taka aðeins á, ótrúlegt en satt!

Ég læt hinsvegar duga að hjóla í vinnuna og heim aftur, það eru í kringum 17 Km leið svo ég er bara sáttur eða öllu heldur er ég eiginlega bara rosalega ánægður með þetta, hélt að ég myndi ekki endast einn dag í þessu en núna eru komnir tveir dagar og vitir menn ég ætla klárlega að vera með á morgunn, ekki spurning.

En til gamans þá hafa starfsmenn Símans og Skipta nú hjólað rétt rúma 1000 km á tveimur dögum og það hlýtur að teljast nokkuð gott.....


Síminn - á toppnum

458586Glæsilegur árangur starfsmanna Skipta og dótturfyrirtækja.  Það er án efa gaman að hafa nú komist á topp landsins.  Ég var svo heppinn að hitta hópinn áður en hann lagði af stað um miðnætti frá Hótel Skaftarfelli og að sjálfssögðu voru teknar nokkrar myndir, þær má sjá í myndaalbúminu

En líklega eru starfsmenn hvað ánægðastir með að þessu verkefni sé nú lokið og að þeir geti frá og með næsta laugardegi sofið aðeins lengur þar sem þeir þurfa ekki að mæta á Esjuna um kl 09.00 til þess að taka þátt í æfingarferð fyrir Hnjúkinn. 

IMG 1037Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu verkefni þrátt fyrir að hafa ekki komist á Hnjúkinn að þessu sinni.  En ég mun án efa fara síðar enda útsýnið frá toppnum ómetanlegt.

Nú má með sanni segja að Síminn sé á toppnum, enda ekkert annað fjarskiptafyrirtæki sem getur boðið uppá samband frá hæsta tindi landsins. 

Til hamingju Skipta, Síma, Mílu og Sensa starfsmenn með glæsilegan árangur.


mbl.is Bein útsending frá Hnjúknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síminn - Á Hvannadalshnjúk

Pétur enn í símanumÞað var vaskur hópur karla og kvenna sem eiga það öll sameiginlegt að starfa hjá Skiptum eða dótturfyrirtækjum sem lagði af stað uppá hæsta tind landsins Hvannadalshnjúk í gærkvöldi. 

Farið var frá aðalsskrifstofum Skipta og Símans og förinni heitið í Hótel Skaftafell, þar sem ferðalangarnir munu hafa það notalegt og hvíla sig fyrir ferðina miklu uppá sjálfan hnjúkinn, sem væntanlega verður farinn aðfaranótt sunnudags.

Jæja eigum við ekki að fara leggja í hann?Hópurinn samanstendur af rúmlega sextíu manns og leiðangursstjórinn er enginn annar en Haraldur Örn pólfari með meiru.  Áætlað er að ferðin upp á tindinn taki um fjórtán til sextán klukkustundir fram og til baka og því meira en líklegt að ferðalangarnir verði orðnir þreyttir í lok dags. 

 

IMG 0899Ég ætla renna aðeins austur og hitta hópinn og kanna stemninguna sem og taka nokkrar myndir, sem ég væntanlega set hér inn síðar í kvöld eða fyrramálið.


Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband