Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Grafhyltingar

485109

Það var sannur gleðidagur í Grafarholtinu í dag, þegar við tókum í notkun og vígðum nýja kirkju.  Ég hefði reyndar kosið að kalla kirkjuna okkar Grafarholtskirkju en Guðríðarkirkja varð fyrir valinu meðal sóknarnefndar og við það verðum við að búa. 

Kirkjan stendur á fallegum stað hér í Grafarholtinu umlukin Kristinbraut, Kirkjustétt, Prestastíg og Biskupsgötu og því óhætt að segja að hún sé með góða nágranna.  Kirkjan er ákaflega falleg í alla staði þó svo hæst beri að nefnda einstaka altaristöflu eða öllu heldur altarisgarð sem gerir kirkjuna afar sérstaka.  Kirkjan er frekar "minimalísk" hún er björt og afar fögur með fallegum ljósum innviði.

Í kirkjunni verður unnið gott starf hvort sem litið er til trúar eða félagsauðar í hverfinu, því án efa verður kirkjan okkar miðpunktur hverfisins sem allir geta átt sitt athvarf í.

Kæru Grafhyltingar til hamingju með stórglæsilega kirkju og gott safnaðarstarf.


mbl.is Biskup vígði Guðríðarkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst Guðríðarkirkja fallegt nafn og einkar vel til fundið.

kveðja Rafn

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Já það er fallegt nafn, þrátt fyrir að ég hefði kosið annað.  En svona erum við öll með mismunandi skoðanir, sem betur fer.

Óttarr Makuch, 7.12.2008 kl. 23:04

3 identicon

Það væri kannski rétt að birta kostnað við byggingu þessa húss, nú í umræðu um aðhaldssemi og kreppu.  Ég hef ekki heyrt mikið talað um að rétt sé að skerða fjögurra milljarða framlag ríkisins til kirkjunnar í allri þessari umræðu um aðhaldssemi í framlögum ríkisins til hinna ýmissa þátta.  Hins vegar hefur umræðan um skerðingu til sjúkrahúsa, spítala, heilbrigðisstofnana verið ansi fyrirferðamikil, en ekki einu orði eytt í skerðingu til kirkna og safnaðrstarfa eða rekstur prestssetra.  Því miður.

Ólafur.

að skerðingu til

Ólafur Arason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Sæll Ólafur,

þetta glæsilega hús sem nú hefur risið hér í holtinu kostnaði u.þ.b. tvöhundruð milljónir í byggingu, samkvæmt ræðu sem formaður sóknarnefndar hélt í tilefni vígslunnar.

Óttarr Makuch, 7.12.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bloggvinkona mín hefði viljað kalla hana Hegukikju.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.12.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband