Leita í fréttum mbl.is

bílabón, nautakjöt, strokleður allan sólahringin en magnyl aðeins til miðnættis.

Vissulega er gott fyrir margt vaktavinnufólk að geta verslað utan heðbundins opnunartíma verslana.  En fyrir mitt leyti get ég hugsað mér margt annað en að versla strokleður og kennaratyggjó um hánótt.

Venjur landans hafa svo sannarlega breyst síðustu ár.  Ég man þegar ég var lítill þá var alltaf farið í Hagkaup í Skeifunni og gerð helgar innkaup, þakka fyrir að það hafi ekki verið notaðar tvær körfur, slík voru magn innkaupin.  Í dag getur maður verslað matvöru allan sólahringin og því enginn þörf lengur fyrir helgar "magn" innkaupum.

Nú getur maður sem sagt keypt bílabón, nautakjöt og strokleður allan sólahringin en maður getur ekki keypt magnyl eða pensilín eftir miðnætti þar sem ekkert apótek er opið allan sólahringin.  Þó hefði maður talið að einhverjir þyrftu að kaupa sér lyf að næturlagi sökum veikinda. 

Kannski verður það orðið þannig eftir nokkur ár að maður getur komið við í litlum þjónustukjarna sem opinn verður allan sólahringin þar sem öll þjónusta verður, matvara, fatnaður, lyf, skyndibiti, bensín og líkamsrækt.  Þá verður hægt að segja fyrir alvöru að í samfélaginu verður bæði A og B fólk, þ.e þeir sem vakna snemma og sofna snemma (A) og þeir sem kjósa að vakna seint og sofna enn seinna (B).

 


mbl.is Skóladót allan sólarhringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband