Færsluflokkur: Dægurmál
12.4.2009 | 15:10
Órjúfanlegur þáttur í páskahátíðinni
Ég fór ásamt fjölskyldunni í páskaeggjaleitina sem Félög sjálfstæðismanna í Árbæ og Breiðholti héldu í Elliðaárdalnum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn sem og þau félög sem að páskaeggjaleitinni standa eiga heiður skilið fyrir framúrskarandi skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Við fórum ásamt hundruðum annarra upp í hlíðina til þess að leita af fallega skreyttum páskaeggjum og við hvert það egg sem yngri dóttur mín fann sagði hún alltaf yfir sig hrifinn.... Sjáið þið hvað þetta egg er fallegt... allt fullt af litum.
Við höfum farið undanfarin ár í páskaeggjaleitina hjá Sjálfstæðisflokknum og er það orðið að hefð um páskahátíðarnar.
Takk fyrir okkur.
Góð þátttaka í páskaeggjaleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2008 | 13:19
Ekkert annað en aumingjaskapur
Ég skal fyrstu manna fagna öllum þeim sem mótmæla til þess að láta skoðun sína í ljós, enda hef ég alltaf stutt frelsi einstaklingsins í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur þ.m.t að mótmæla þegar hann telur á sér brotið eða þegar hann er ekki sammála því sem er að gerast í kringum hann.
Þegar ég las að hópur einstaklinga hafi ákveðið að færa þessi mótmæli í gær á lægra plan þá datt mér fyrst í hug að Lára Ómarsdóttir hafi verið á staðnum til þess að sjá til þess að fréttir af viðburðinum yrði meira "krassandi" í fréttaflutningnum líkt og gerðist við Rauðavatn hér fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Áttar þetta fólk sig ekki á því að það erum við öll sem þurfum að greiða fyrir lagfæringar og þrif eftir þessa "háttsemi"? En hvað stendur í raun og veru uppi eftir gærdaginn, eru það þessir einstaklingar sem ákveða að skemma eða óhreinka eigur okkar eða það að hátt í sex þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli til þess að mótmæla að þeirra sögn aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar?
Þinghúsið þrifið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vissulega er gott fyrir margt vaktavinnufólk að geta verslað utan heðbundins opnunartíma verslana. En fyrir mitt leyti get ég hugsað mér margt annað en að versla strokleður og kennaratyggjó um hánótt.
Venjur landans hafa svo sannarlega breyst síðustu ár. Ég man þegar ég var lítill þá var alltaf farið í Hagkaup í Skeifunni og gerð helgar innkaup, þakka fyrir að það hafi ekki verið notaðar tvær körfur, slík voru magn innkaupin. Í dag getur maður verslað matvöru allan sólahringin og því enginn þörf lengur fyrir helgar "magn" innkaupum.
Nú getur maður sem sagt keypt bílabón, nautakjöt og strokleður allan sólahringin en maður getur ekki keypt magnyl eða pensilín eftir miðnætti þar sem ekkert apótek er opið allan sólahringin. Þó hefði maður talið að einhverjir þyrftu að kaupa sér lyf að næturlagi sökum veikinda.
Kannski verður það orðið þannig eftir nokkur ár að maður getur komið við í litlum þjónustukjarna sem opinn verður allan sólahringin þar sem öll þjónusta verður, matvara, fatnaður, lyf, skyndibiti, bensín og líkamsrækt. Þá verður hægt að segja fyrir alvöru að í samfélaginu verður bæði A og B fólk, þ.e þeir sem vakna snemma og sofna snemma (A) og þeir sem kjósa að vakna seint og sofna enn seinna (B).
Skóladót allan sólarhringinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 00:34
Í útileigu með "venjulegan" tjaldvagn !
Já er nema von að maður segi í útileigu með "venjulegan" tjaldvagn, fjölskyldan er nú stödd í Húsafelli með þennan fína Compi Camp tjaldvagn sem við leigðum okkur hjá starfsmannafélaginu, vagninn er búinn öllum helstu þægindum á mælikvarða sem stóð fyllilega undir sínu 1995 eða svo. Það fylgir honum gashellur, borð, stólar svo ekki sé nú talað um gashitaranum sem ekki fylgir nú með allsstaðar. Við getum svo sem ekkert kvartað og erum síður en svo að því en ef ég lít út um gluggann hægra megin á tjaldvagninum þá er búið að leggja tíu metra löngum húsbíl eða á ég frekar að segja einbýlishúsi á hjólum sem búinn er öllum þægindum sem uppfylla svo sannarlega 2008. Í honum eru tveir flatskjáir, tölva, hjónarúm, klósett, sturta, uppþvottavél, innanhús símkerfi og gervihnattamóttakari, markísu og svo ekki sé nú talað um báða krossarana sem eru í kerru fyrir aftan bílinn, drullug upp fyrir hnakka svo greinilega hafa þau verið notuð um helgina. Þá er komið að útsýninum sem blasir við mér þegar ég lít út um gluggan vinsta megin á tjaldvagninum þið munið þessum "venjulega" þar er búið að koma vel fyrir hjólhýsa af stærstu gerð velbúið og flott og ætti því að uppfylla allavega 2007 eða svo, einn flatskjár, tölva, klósett, sturta, markísa og gardínur bara svona svo eitthvað sé nú upptalið.
Á meðan við hjónin spilum við krakkana veiðimann og ólsen ólsen eru unglingarnir á hinum stöðunum hugsanlega að spila EVE online eða aðra góða netleiki og maður getur ekki annað en glaðst yfir því að það sé 3G samband frá Símanum hér í Húsafelli svo fólk geti nú nýtt sér nýjustu tæknina út í hið ýtrasta. En eitt er víst að allir skemmta sér hérna vel og greinilegt að gleðin skín út um hvern glugga hvort sem menn hýrast í "venjulegum" tjaldvagni, húsbíl eða hjólhýsi.
Hver segir svo að lífið sé ekki yndislegt?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 22:52
Flottur dagur
Ég fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera einn dag á ári að degi barnsins. Það er reyndar einkennilegt að það sé ekki löngu búið að setja þennan dag á því við höfum eins og við öll vitum höfum við mæðra- og feðradag og nú loks dag barnsins.
Fyrir mitt leyti þá fannst mér í raun gert furðu lítið úr þessum degi og ég hefði gjarnan viljað sjá hann betur "markaðssettan" t.d sagði mbl.is ekki frá þessum degi fyrr en kl. 17.07 í dag en hefðu í raun sem fjölmiðill átt að segja frá þessum degi strax í morgunn og með því kvatt foreldra til þess að gera eitthvað með börnum sínum. Við fórum t.d í sund sem var í boði ÍTR og eftir að vera búin að svamla dágóða stund var að sjálfssögðu komið við í bakaríinu, enda tilheyrir að fá sér sér "íslenskan" snúð og kókómjólk eftir góðan sundsprett. Þegar við vorum búin með kræsingarnar var ákveðið að taka bíltúr sem endaði að sjálfssögðu sem ísbíltúr þar sem sú stutta í bílnum fullyrti að hún hefði ekki fengið í "alveg svakalega lengi" sem í raun var bara fyrir helgi en tíminn er lengri að líða hjá þessum litlu en okkur hinum, allavega stundum.
Ákveðið var að frúin og eldri dóttirin færi að sjá FRAM leggja Þróttara í fótboltaleik dagsins á meðan ég og sú stutta ákváðum að vera heima og grilla. Þegar við vorum búin að grilla og borða gómsæta hamborgara, sem í þetta skiptið voru án ostarins - þar sem sú stutta án allan ostinn á meðan hún var að bíða eftir hamborgaranum þá spiluðum við eitt spil og svo var kominn háttatími því erfiður leikskóladagur er á morgun hjá henni.
Sem sagt stórskemmtilegur dagur barnsins hér á þessu heimili og vonandi á sem flestum heimilum.
Merki og hljómur dags barnsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2008 | 18:14
Fréttastjóri Stöðvar 2 ber að segja Láru Ómarsdóttur tafarlaust upp !
Eftir að hafa hlustað á upptökur gærdagsins þar sem Lára Ómarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 stakk upp á því að fá einhverja til þess að veitast að lögreglu til þess eins að gera fréttina meira krassandi af mótmælunum við Rauðarvatn. Er ég hreinlega hneykslaður á vinnubrögðum fréttastofunnar, ekki má hún við fleiri áföllum vegna óvandaðra vinnubragða fréttamanna sinna síðustu ár. Nú hefur Lára sent frá sér yfirlýsingu sem má sjá hér. Sérstaka athygli mína vekur orð Láru sem segir "Vegna ummæla minna sem fyrir mistök heyrðust í beinni útsendingu á vísi.is í gær", voru það þá einungis mistök að þessi ummæli hafi heyrst en ekki að þau hafi verið sögð?
Eftir að hafa lesið yfirlýsingu Láru er ég kominn á þá skoðun að fréttastjóra Stöðvar 2 ber að víkja fréttamanninum úr starfi tarfarlaust ef hann ætlar sér að halda úti traustri og trúverðugri fréttastofu.
Sama hvort þetta var sagt í gríni eða alvöru þá komust þessi skilaboð til skila og hópur ungmenna ákvað að kasta eggjum í lögregluna og þar að leiðandi hafði fréttamaðurinn afgerandi áhrif á gang mála, sem hlýtur að teljast óeðlileg aðkoma að hálfu fréttamannsins að fréttinni.
Bætt við færsluna
Eftir símtal frá Láru Ómarsdóttur þá vil ég leiðrétta þann misskilning sem virðist vera um atburðarásina við Rauðarvatn í gær. Sagði Lára mér aðeins frá þeirri atburðarás sem í gangi var og að eggjakastið hafi verið hafið þegar ummæli hennar fóru í loftið.
Þessi vitneskja gefur nýja hlið á málinu og eftir að hafa heyrt þetta þá tel ég að hugsanlega sé að titill bloggfærslu minnar sé hugsanlega í sterkari kantinum og eðilegt að fréttamaðurinn fái tómarúm til þess að gefa sína hlið á málinu í heild sinni.
Ég vill þó árétta mikilvægi þess að fréttamenn séu hlutlausir og gæti orða sinni í útsendingum og dragi úr æsifréttamennsku eins og kostur er.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2008 | 17:01
1 2 og Grafarholt - Áhugaverður fundur með borgarstjóra
Þrátt fyrir að frábært vor væri í lofti og ýmis tækifæri til þess að njóta náttúrunnar nú eða njóta þess að lesa bók heima fyrir þá voru fjölmargir íbúar sem ákváðu að mæta á fundinn sem haldin var í tengslum við verkefni borgarinnar 1 2 og Grafarholt.
Á dagskránni voru mörg málefni.
- Stofnuð voru íbúasamtök Grafarholts og Úlfarsárdals, samþykkt voru lög sem og kosið í stjórn samtakanna. Það var öflugur hópur íbúa sem bauð sig fram því ekki vantaði áhuga fólksins fyrir þessu þarfa framtaki.
- Kristinn Reimarson frá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts fór með kynningu eða fræðslu um liðheilsu og hvernig við getum öll sem eitt stundað heilsusamlegt líferni án þess að hafa mikið fyrir því.
- Brekkukórinn sem er skipaður elstu börnunum á Maríuborg komu og sungu þrjú lög með mikilli innlifun og stóðu þau sig alveg frábærlega.
- Ólafur F. Magnússon borgarstjóri fór yfir málefni hverfisins og svarið fyrirspurnum frá íbúum. Það voru margvíslegar spurningar sem komu, allt frá því að spyrjast fyrir um rusladalla eða bekki við gangstíga yfir í að fyrirspurnir um veg sem á að liggja milli Vesturlands- og Suðurlandsvegar. Einnig kom ósk frá íbúum um að bensínstöðin sem er við skólalóð Ingunnarskóla yrði fjarlægð enda stæði hún á afar óheppilegum stað í hverfinu. Því miður gafst ekki tími til þess að svara öllum fyrirspurnum á staðnum en svör munu verða senda til spyrjenda sem og verður fundargerð fundarins sett á heimasíðu hverfisins. Borgarstjóri var einnig viðstaddur þegar skrifað var undir samkomulag milli nemenda í níunda bekk Ingunnarskóla og Orkuveitu Reykjavíkur um umhirðu á tankasvæðinu, eða eins og stóð í samkomulaginu að nemendur taki svæðið í fóstur gegn styrk í ferðasjóð. Skemmtileg nálgun til þess að efla hverfavitund unglinga í hverfinu og vonandi koma einnig skemmtilegar hugmyndir fram um hvernig megi nýta þetta svæði betur.
- Sólveig Reynisdóttir fór yfir þær athugasemdir sem komið hafa inná ábendingavefinn 1 2 og Reykjavík. Var hún búinn að flokka ábendingarnar niður einnig merkja við þær ábendingar sérstaklega sem hafa fengið flestar undirtektirnar. Sú ábending sem fékk flestar undirtektirnar voru tvímælalaust vegna hugmynda um flugvöll á Hólmsheiði sem ég held að ekki nokkur Grafarholts- eða Úlfárfellsbúi vilji fá.
Börnin í hverfinu tóku svo sannarlega þátt í fundinum, Brekkukórinn eins og sagt var frá söng, ljósmyndarar frá Geislabaug voru send út á örkina og tóku þau myndir af hverfinu eins og það leit út fyrir þeim og myndlistamennirnir frá Reynisholti voru með myndlistasýningu.
Fundurinn var bæði fræðandi og skemmtilegur eins er alltaf gaman að hitta fólk sem hefur sama markmið og aðrir þ.e að láta gott að sér leiða og huga að hagsmunum hverfisins í heild.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2008 | 00:21
Ljótasti gripur allra tíma!
Vissulega hélt frúin á heimilinu með sínum gamla skóla Verzlunarskóla Íslands og fannst henni atriði þeirra bera af öðrum í kvöld, ég var sammála um að atriðið var flott og óhætt að segja að Sigurður Þór hafi fengið stóran plús þegar hann hélt ótrauður áfram þrátt fyrir "smá" tæknilega örðuleika þegar ekkert heyrðist í gítarnum hjá honum. Hann er vel að sigrinum kominn kappinn en ekki myndi ég vilja hafa þennan verðlaunagrip á hillunni heima hjá mér. Hvílík smekkleysa - þetta er líklega einn ósmekklegasti verðlaunagripur síðari ára ef ekki bara allra tíma.
Verslósigur í söngkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2007 | 08:46
Páskaeggjaleit í Elliðárdalnum í dag
Í Elliðarárdalnum laugardaginn 7.apríl kl. 14.00 við gömlu Rafveitustöðina
Krakkar, mömmur, ömmur, pabbar og afar
Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti og Árbæjarhverfi efna til páskaeggjaleitar í Elliðarárdalnum 7. apríl kl. 14:00
Leitað verður að fagurlega skreyttum eggjum og börnin fá súkkulaðiegg Leiktæki og hoppkastali verða á staðnum
Keppt verður í húllakeppni
Munið að taka með körfur eða poka undir eggin
Hittumst hress
Allir velkomnir Stjórnir sjálfstæðisfélagnna í Breiðholti og Árbæ
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 05:24
Erfið ákvörðun og það helst í morgunsárið !
Eins og einhver sagði dagurinn í dag er dagurinn sem ég hef verið að bíða eftir eða er það svo, ég veit það ekki, því í dag þarf ég að taka mikilvæga en ekki síður erfiða ákvörðun sem ég kemst ekki hjá að taka og því fyrr sem ég tek hana því betra. En eitt er víst alveg eins og ég sit hér við tölvuna, ég verð að taka ákvörðunina í dag og það helst fyrir hádegi!
Hefði þurft að taka hana í gær en hugsaði bara en tók ekki af skarið. Sem er nú þó svo ég segi sjálfur frá nokkuð ólíkt mér þar sem ég er oftast nær fljótur að taka ákvarðanir og er nokkuð fastur fyrir. Svo les maður á mbl að skyndiákvarðanir séu bestar og þá spyr ég er ég þá að taka ranga ákvörðun af því ég hef hugsað hana í rúmlega 90 klukkustundir! Ég bara spyr!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
32 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar