Færsluflokkur: Dægurmál
30.12.2006 | 12:25
Ógleymanlega fólkið
Skemmtileg samantekt hjá Fréttablaðinu þar sem þeir rekja fólkið sem gerði árið 2006 ógleymanlegt. Ég skil þó varla af hverju Nylon er þar á meðal, en svona er þetta.
Fréttablaðið, 30. des. 2006 12:00
Magni Ásgeirsson
Árið 2006 var um margt eftirminnilegt. Örfá atvik og gjörðir landans standa þó upp úr. Fréttablaðið tók saman lista yfir fólkið sem gerði árið ógleymanlegt.
Þeir sem allt þykjast vita um refilstigu tónlistar supu hveljur þegar spurðist að annarrar deildar sveitaballapoppari hefði komist áfram í Rock Star þáttunum. Hvað myndu hinir ofursvölu" LArokkarar halda um Ísland. En allt fór á annan veg. Magni ekki bara sló í gegn og sveitaballabransinn hlaut verðskuldaða uppreisn æru og Magni bjargaði í leiðinni Skjá einum og rakaði saman seðlum fyrir Símann í formi SMS-skeyta.
Þeir sem allt þykjast vita um refilstigu tónlistar supu hveljur þegar spurðist að annarrar deildar sveitaballapoppari hefði komist áfram í Rock Star þáttunum. Hvað myndu hinir ofursvölu" LArokkarar halda um Ísland. En allt fór á annan veg. Magni ekki bara sló í gegn og sveitaballabransinn hlaut verðskuldaða uppreisn æru og Magni bjargaði í leiðinni Skjá einum og rakaði saman seðlum fyrir Símann í formi SMS-skeyta.
Nylon-flokkurinn
Bubbi eat your heart out". Arftakarnir koma úr óvæntri átt sannast sagna. Nylon-stelpurnar eru einu poppararnir sem mótmæltu hvalveiðum af einhverju viti með því að hætta við útgáfu plötu sinnar á Bretlandseyjum í kjölfari þess að Einar K. leyfði Kristjáni Loftssyni vini sínum að fara á ryðkláfi út á Ballarhaf og skutla nokkrar langreyðar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Eyþór Arnalds
Skrautleg ökuferð Eyþórs, þegar hann keyrði á staur og reynda að ljúga sig út úr því máli varð fréttamatur á árinu. Hér er staur, en það er allt í lagi því ég er he-he-hermaur," mun Eyþór hafa sagt þegar hann klessti á staurinn. En batnandi mönnum er best að lifa og Eyþór fór í meðferð, þó hann ætti ekki við neitt sérstakt áfengisvandamál að stríða, sem gerir hann að AA-manni ársins.
Óli Geir Jónsson
Eyddi hálfu árinu í að berjast fyrir að endurheimta titilinn Herra Ísland eftir að Elín Gestsdóttir svipti hann honum með fruntalegum hætti. Svo má aftur um það deila hvort þarna hafi verið til mikils að vinna.
Bubbi Morthens
Einlægni Bubba hefur meðal annars gert hann að því sem hann er. Þjóðin elskar hann fyrir að segja hlutina eins og þeir eru. Grái fiðringurinn er staðreynd og Bubbi fer ekki í felur með það. Þess vegna tók þjóðin af heilum hug þátt í fimmtugsafmælisveislu sem Glitnir og Vodafone héldu goðinu sem kórónaði gott ár með því að bjóða nýjum tengdapabba sínum, árinu eldri, til veislu.
Jói og Gugga
Sýndu og sönnuðu að ástin sigrar. Þeim er að þakka að Jói í Kompás er sjónvarpsmaður ársins. Og broddborgurum landsins þykir vænna um mjúk rúm sín vitandi af því að til er það hlutskipti að vera á götunni.
Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti
Smekkur þeirra og skynbragð á það sem er flott" og kúl" og inn" er óbrigðull. En hugsanlega ofmátu þessir elskuðu og dáðu og virtu fjölmiðlamenn stöðu sína þegar þeir flögguðu yfirlýsingum á borð við ógeð" og viðbjóður" um ástand venjulegrar íbúðar Ásgeirs fyrir breytingar í Innlit/útlit. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki. Margir spurðu sig hvernig talsmáti þeirra félaga væri eiginlega þegar ekki væri kveikt á myndavélunum.
Samúel Kristjánsson
Ber ábyrgð á því að ofurfallegir jólatónleikar með þekktum söngdívum breyttust í martröð þar sem ríkti brjálað umferðaröngþveiti skipulagsslys. Sem varð til þess að fagur jólasöngur féll í skuggann sem er skaði.
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Þrátt fyrir sigra og velgengni á árinu stendur það upp úr þegar hún flaug á hausinn á Broadway eins og belja á svelli. En þó svo að þar hafi þeir sem hafa ekkert allt of þróaðan húmor fengið sitthvað fyrir sinn snúð, þá hélt hún reisn sinni og steig á fætur jafn gullfalleg og alltaf. Og kikkstartaði" glanstímariti Reynis Traustasonar sem reyndi þar án árangurs að binda endi á fjölmiðlaþátttöku hennar. Sem er galin hugmynd.
Árni Johnsen
Sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt með ummælum sínum um tæknileg mistök". En Árni þekkir sína þjóð betur en nokkur annar. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að þó þjóðin sé refsiglöð, og þar með sé fyrirgefningin ekki endilega ofarlega á blaði, þá hafa kjósendur minni á við gúbbífiska.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender