Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Baugstorfan

Ef Hörður "Baugs"Torfa er spurður þá voru þarna hundruð ef ekki þúsund manns, ef lögreglan er spurð voru þarna rétt rúmlega 100 manns á stangli og líklega helmingurinn af þeim átti bara leið hjá.
mbl.is Fáir þátttakendur í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkis(ó)stjórn á suðupunkti

Það er allt að komast á suðupunkt innan ríkisstjórnarinnar og greinilegt að samstarfið er á brauðfótum.  Það er því líklega hægt að segja við Jóhönnu að grasið er ekki alltaf grænna hinu megin.

Það er fátt sem þessi ríkisstjórn hefur áorkað og nú eru þau að átta sig á því að það styttist hratt til kosninga.  Þau eru að brenna inni á tíma og þess vegna eru þau farinn að ræða hvort ekki sé mögulegt að fresta kosningunum, ég er reyndar hissa á því að sú krafa hafi ekki komið fyrr uppá borðið hjá þeim.  Sérstaklega í ljósi þess að það hefur verið rætt í dágóðan tíma á milli stjórnarerindrekanna, hvort ekki sé ráð að fresta kosningunum.

Það sem er leiðinlegt við þetta allt saman að nú hefur farið drjúgur tími í stjórnarskiptin og ekkert virðist ætla koma út úr þessi nema klúður á klúður ofan reyndar fyrir utan að fyrsta íslenska konan hefur nú gegnt starfi forsætisráðherra.  Það er svo sem gott en ekki getur það verið merkilegur ferill að státa sig af að hafa ekkert gert og engu áorkað í starfinu, eða hvað?


mbl.is Mikil fundahöld í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heigulsháttur Ögmundar, verndari ofurlaunaðra lækna!

Allar ákvarðanir Ögmundar bera sterklegan vott um að kosningar eru í nánd.  Hann virðist vera með eitt verkefni og það er að koma sér í mjúkinn á sem flestum stöðum á þeim stutta tíma sem er til kosninga.

Ég verð þó að játa, ákvörðun hans um að hætta við fyrirhugaðar breytingar á St. Jósefsspítala er sérkennileg svo ekki sé nú meira sagt.  Ögmundur hefur ákveðið að vernda hálaunuðu læknana sem þar starfa og veita þeim áfram skjól á kostnað okkar hinna sem þurfum að greiða fyrir þetta uppihald.  Nema hann sé með í bígerð reglugerð um að lækka tugmilljóna laun einstaka lækna sem starfa við St. Jósefsspítala - en einhvernvegin efast ég um að ráðherrann þori í þann slag enda afar stutt til kosninga.  Það má ekki styggja neinn eða hvað?


mbl.is Ákvörðuninni verður snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband