Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
13.3.2008 | 23:02
Einstaklega frumlegt
Jæja þá hafa þeir fundið enn eina ástæðuna fyrir því að hækka áskriftargjöldin. Það þarf jú að greiða auglýsingastofunum fyrir að koma með þessa frábæru og frjóu hugmynd að breyta nafninu úr 365 yfir í Stöð2+aukanafn.
Næst verður Tal nafnið endurvakið og Fréttablaðið verður Eintak.
![]() |
Nafnabreytingar á sjónvarpsstöðvum 365 miðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 09:00
Grjóti kastað úr glerhúsi
Set hér inn grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.
Það vakti athygli mína að ríkissjónvarpið þurfti þrisvar sinnum á nokkrum dögum að leiðrétta og biðjast fsökunar á rangfærslum um Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Fyrst var það Kastljósið sem hélt því fram að hann hefði orðið tvísaga um kaupréttarsamninga starfsmanna Orkuveitunnar. Það var rangt og beðist velvirðingar á því. Nokkrum dögum síðar var Vilhjálmur sakaður um að segja ósatt. Þá birtist í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins frétt um að Vilhjálmur hefði ekki haft formlegt álit frá borgarlögmanni um lögmæti eigendafundar Orkuveitunnar eins og hann hefði haldið fram í útvarpsviðtali í október.
Vilhjálmur hélt aldrei slíku fram og bað fréttastofan velvirðingar á því. Leiðréttingin var birt inni í fréttatímanum daginn eftir, en á rangfærslunni hafði verið hamrað fjórum sinnum daginn áður því hún var eitt af því helsta sem var í fréttum. Og nú fyrir nokkrum dögum hélt fréttastofa Ríkissjónvarpsins því fram í fyrstu frétt að Vilhjálmur hefði ekki mætt á borgarstjórnarfund þann daginn. Mikið var gert úr því, þetta koma fram í inngangi fréttar þar sem fréttaþulur, Páll Magnússon, spurði fréttamann sem var staddur í Ráðhúsinu hvers vegnaVilhjálmur hefði verið fjarverandi. Þessi fullyrðing var hins vegar röng því Vilhjálmur var á fundinum.
Þessi rangfærsla var síðan leiðrétt í seinni fréttum Sjónvarpsins sem hafa mun minna áhorf en aðalfréttatíminn samkvæmt skoðanakönnunum. Það hlýtur að vera einstakt að svona komi upp þrisvar sinnum gagnvart sama manninum á örfáum dögum og það á ríkismiðli sem ávallt hefur lagt mikið upp úr trausti almennings á að farið sé rétt með.
Skattgreiðendur eiga heimtingu á því að ríkisfjölmiðlar vandi umfjöllun sína og geri ekki svona alvarleg mistök.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 21:53
Vinnumaður í Þerney
Þerney er án efa ein merkilegasta perla okkar reykvíkinga. Þegar ég var fjórtán ára gamall naut ég þeirra forréttinda að fá að vera vinnumaður í Þerney hjá æðabóndanum Guðvarði. Snæða grillaðan lunda nú eða fá hamborgara úr dós frá Ora.
Á þeim tíma sem ég bjó í eyjunni eignaðist ég marga góða vini enda algengt hjá bátafólki að koma við í eyjunni, þá var að sjálfssögðu venja að koma við í eina "einbýlishúsi" eyjunnar og óska eftir landvistaleyfi sem alltaf var jafn gaman að veita.
En hvað fækkun á Sílamávum þá hlýtur það að vera fagnaðarefni að verið sé að kanna leiðir til þess að draga úr fjölgun mávanna sem er flestum til ama.
![]() |
Önnur hver beita svæfði sílamáv |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 01:29
12,73% félaga - er það ekki að segja okkur eitthvað?
Ég er einn félagsmanna VR - veit reyndar ekki af hverju ég er að halda í við þetta félag en hugsanlega af því maður er svona íhaldssamur, hver veit.
En að 12,73% félagsmanna skyldu hafa tekið þátt í kosningunni er auðvitað alveg afleidd niðurstaða og alls ekki til þess að hrósa húrra yfir. En hugsanlega er til skýring á þessu þar sem vefurinn lá niðri um tíma í dag og ekki möguleiki á að kjósa á meðan. Allavega þegar ég ætlaði að setja X-ið við NEI þá var það ekki hægt þar sem sagt var að vefurinn væri óaðgengilegur um stund. Það er auðvitað auðveldasta leiðin til þess að fá samningin samþykktan þ.e að gefa svona fáum tækifæri á að taka þátt. En auðvitað ætla ég ekki stjórn VR að beita slíkum bolabrögðum.
Fyrir mitt leiti þá gera þessir samningar aðeins eitt fyrir mig og það er að ýta undir að ég segi mig úr VR endanlega þar sem þeir gera lítið sem ekkert fyrir mig og þá væntanlega myndi ég færa skyldusparnaðinn í leiðinni enda ávöxtun annarsstaðar síður en svo lakari.
Ég get þó upplýst það hér að ég mætti eitt sinn á morgunverðafund með formanni VR og það sem formaður VR boðaði þar kom reyndar ekki í ljós við þessa kjarasamninga. Þar ræddi hann um m.a að fækka þyrfti sumarleyfisdögum þar sem slíkt væri að gerast í þeim löndum sem við værum að bera okkur saman við. En annars var þessi fundir fyrst og fremst upprifjun á sögu VR frá stofnun til dagsins í dag s.s. eitthvað sem maður hefði getað lesið á veraldarvefnum eða í fræðibókum en ekki þurft að fá formann félagsins til þess að segja manni frá. Enda fyrir vikið komust ekki allar spurningar að sem fundarmenn hefðu gjarnan viljað spyrja um.
![]() |
Verslunarmenn samþykktu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2008 | 19:55
Ja hérna hér
Mikið lifandi skelfing er þetta fólk öflugt að geta hlaupið 100km - nú er spurning hvort hlauparinn í vinahópnum taki ekki þátt í þessu hlaupi - Þór hvað segirðu ????
Það næsta sem ég kæmist því að taka þátt væri að standa við eina vatns stöðina eða verið einhverskonar vegvísir því það er alveg klárt að ég gæti ekki hlaupið þessa vegalengd.
![]() |
100 km hlaup í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 01:28
567 0300
![]() |
Bíll í Reykjavíkurtjörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.3.2008 | 10:36
Ísilagt Apavatn
Það getur verið notalegt að horfa út um gluggann þegar það er snjókomma og blind bylur. Sérstaklega ef maður hefur góða bók og heitt súkkulaði til þess að ylja sér. En hér við Apavatn er 4 stiga frost og smá gola en enginn snjókomma. Til staðfestingar á því þá fór ég út í kuldann og tók eina mynd yfir ísilagt vatnið.
![]() |
Vont veður í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.3.2008 | 23:19
Músapels
Pels er í raun það eina sem mér dettur í hug þegar menn auglýsa eftir 3.200 músum, ekki að ég viti neitt um það hve margar mýs þarf til að búa til pels. Varla ætla þeir að þjálfa þær til þess að leita af fíkniefnum?
![]() |
3.200 hvítar mýs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2008 | 20:02
Táslur, mokstur og kertaljós
Hér við Apavatn er búið að vera frábært veður í dag, sól, fimm stiga frost og blanka logn. Hér erum við ásamt tengdaforeldrum mínum í sumarbústað Rafiðnaðarsambandið sem er sannkölluð höll sem hefur uppá að bjóða öll þægindi s.s. fallegt útsýni, stóra verönd með heitum potti, flatsjónvörp svo ekki sé nú talað um nettenginguna. Það liggur við að þetta sé flottara en heima hjá manni já svo ekki má nú gleyma fjarstýringunni sem notuð er til þess að stilla ljósin bæði innan sem utandyra.
Allir hafa fundið eitthvað við sitt hæfi, sumir hafa legið með tærnar uppí loft meðan aðrir hafa farið út til þess að moka veröndina. Nú svo er ekki hægt annað en að búa til snjóhús þegar færi gefst og eiga svo notalega stund inni í því með kertaljós.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 18:11
Flott hjá þeim
![]() |
Snjómer Simpson á Reykhólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender