Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Kryddsíld og áramótaskaupið - Tveir umdeildir þættir á sama degi

Það væru ekki merkileg tíðindi að Stöð2 og Rúv væru að sýna "ódýra" og lélega innlenda dagskrágerð nema fyrir það eitt að báðir þættirnir voru sýndir á sama degi.

Fyrst ber að nefna Kryddsíld Stöðvar 2

Það vantaði hæfan stjórnanda til þess að stýra þessum þætti, að horfa upp á Sigmund Ernir eyðileggja algjörlega spjall stjórnmálaleiðtoga landsins var hreinlega grátlegt.  Með egin ego-i hefur hann rutt úr vegi öðrum stjórnanda þáttarins.  Hingað til hafa þeir verið tveir stjórnendurnir, sem komið hafa að málunum oft frá mismunandi sjónarhornum.  Reyndar vakti það einnig athygli mína hvað þjónarnir höfðu í fullu fangi með að skenkja í glas þáttarstjórnandans, og merkilegt að Steingrímur skildi ekki gera athugasemd við það.

Annað atvik í Kryddsíldinni sem vakti athygli og kom manni hreinlega til þess að hlægja var yfirlýsing yfir mótmælanda landsins Steingríms J. Sigfússonar, það skildi öllum vera það ljóst að hann var ekki í boði Alcan og væri ekki að tjá skoðanir þeirra heldar var hann boðberi enginn skoðana.   Reyndar kom fram að hann hafði átt í erfiðleikum með að taka ákvörðun um hvort hann ætti yfir höfuð að mæta í þáttinn eða ekki vegna þess að Alcan væri að styrkja þáttinn og lagði hann hreinlega til að kannað væri hvort það væri eðlilegt fyrirtæki gæti keypt/styrkt þætti með þessum hætti.  Reyndar man ég ekki eftir því að Steingrímur hafi verið á móti því að ORA styrkti þáttinn í mörg ár..... það er kannski ekki sama hvaða fyrirtæki það er?

Áramótaskaup ársins 2007

Þetta var hreint út sagt lélegasta skaup sem ég hef á ævi minni séð.  Hér á heimilinu var hlegið afskaplega lítið ef bara nokkuð.  En við getum hinsvegar glaðst yfir því Kaupþingsauglýsingin var mjög fyndinn svo var Remax auglýsingin mjög flott og skemmtileg frumsýning það.

Ég reyndar skil ekki hvað það er svona viðkvæmt hjá fólki að það komi smá hlé í áramótaskaupið - Rúv fékk þó eitthvað til baka af þessum tugum milljónum sem það brenndi við gerð áramótaskaupsins.  Þeim peningum hefði svo sannarlega verið betur varið í önnur verkefni ! svo ekki sé nú meira sagt.  Spurning hvort landinn hefði ekki hlegið meira ef það hefðu verið sýndar klippur af mistök í fréttatímum, spaugstofunni og loks áramótaávarp útvarpsstjóra!

(Sagt er að skaupið í ár hafi kostað 84 milljónir - ef það er rétt ætti útvarpsstjóri hreinlega að segja af sér og skammast sín)


« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband