Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
13.1.2008 | 23:12
Porsche í henglum
Það er víst aldrei of varlega farið og menn hvort heldur sem þeir aka um á Porsche eða Toyota bílum ættu ávallt að aka miðað við aðstæður.
Sem betur fer fór betur en á horfðist í Grindavík og hreint út sagt heppni að ekki fór verr. En ekki að mér komi það mikið við en skyldi tryggingarfélagið greiða bílinn að fullu? En miðað við fréttirnar af slysinu þá ók ökumaðurinn á ofsaakstri og missti stjórn á bifreiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2008 | 14:13
Og þá verða sagðar ekki fréttir
Þessi frétt er vinningshafi vikunnar í flokki ekki frétta. Hvers vegna í ósköpunum ratar hún hér á mbl.is - Reyndar hugsaði ég þrennt þegar ég las þessa frétt
1. Hverskonar smekkleysa er þetta að gefa rauða kaffikönnu, en sem betur fer er nú misjafn smekkur fólks
2. Mikið svakalega gengur illa hjá mínu viðskiptabanka í fyrra gaf hann okkur hjónum brauðkörfu en núna dagatal sem fór beina leið í ruslafötuna, kannski að maður ætti að skipta yfir í Glitnir og fá rauða kaffikönnu.
3. Þessi frétt er vinningshafi ekki frétta þessa vikunna!
Jólagjöf Glitnis of rauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2008 | 21:34
Frú Þorgerður - hlustaðu nú?
Þetta er ótrúlegur viðsnúningur hjá húsafriðunarnefnd og alveg fráleitt að nefndin vilji varðveita þessa húsakofa sem að mínu mati hafa síður en svo verið til prýðis fyrir Laugarveginn. Það er engu líkara en að meirihlutinn í borginni hafi pantað þennan viðsnúning og óskað eftir að nefndin legði til friðun, enda á meirihlutinn í miklum vandræðum málsins sökum klofnings um afstöðu í málinu.
En af hverju má ekki byggja þarna ný, hagkvæmari og fallegri hús? Þá væri hægt að óska eftir eða hreinlega gefa út skilyrt byggingarleyfi sem gerði það að verkum að framkvæmdaaðilinn þyrfti að byggja í gömlum stíl líkt og gert var þegar hótel þeirra feðga Ólafs Torfasonar og Torfa Torfasonar var byggt í Aðalstræti hér um árið. Þar er vel heppnuð nýbygging innan um gömul hús reyndar er í nágrenninu ljótasta hús landsins sem áður hýsti Morgunblaðið en geymir nú TM. Það hús mætti alveg rífa ef út í það er farið og byggja falleg hús í gömlum stíl.
Ég held að húsfriðunarnefnd og meirihlutinn í borginni ættu að hlusta á megin þorra íbúa svæðisins og leyfa niðurrif á þessum húsum og ekki standa í vegi fyrir uppbyggingu á svæðinu með það að leiðarljósi að byggja upp enn frekara mannlíf í miðborg höfuðborgarinnar.
SUS: Laugavegshúsin verði ekki friðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2008 | 20:52
Fyrsti fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals
Það var fyrsti fundur hverfisráðs Grafarholts og Úlfasárdals í dag eftir þær breytingar sem orðið hafa á hverfisráðunum bæði hvað varðar samsetningu ráðanna sem og eftir meirihlutaskiptin hér í Reykjavík áttu sér stað.
Á fundinum var farið yfir eitt og annað hvað varðar fyrirkomulag þeirra fund sem framundan eru, einnig var rætt um Átak/samráð í uppbyggingu útivistarsvæða sem í fljótu bragði virðist vera verkefni sem unnið er fyrst og fremst úr hugmyndum gamla meirihlutans, sem er auðvitað hið besta mál.
Á fundinum vöknuðu ýmsar spurningar sem settar voru fram og beðið er nú svara við.
Eftirfarandi fyrirspurning lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins fyrir fundinn.
- Hver er heildarkostaður við verkefnið átak/samráð í uppbyggingu á nærumhverfi þ.m.t laun og kostnaður vegna starfsmanna?
- Þar sem innkaupareglur borgarinnar gera ráð fyrir að verkefni eða framkvæmdir sem fara yfir 5-7 milljónir skulu fara í útboð, var verkefni auglýsingarstofunnar boðið út þar sem fyrirsjáanlegur kostnaður vegna vinnu stofunnar og birtingarkostnaður auglýsinga mun fara yfir það viðmið?
- Í áætlun er að þrír milljarðar fari í hverfatengd verkefni. Hvernig munu þessir fjármunir skiptast nákvæmlega niður á hverfin, í hvaða forgangsröð verða þau unninn og hvenær á þessum verkefnum að vera lokið?
- Er nú þegar búið að ráðstafa og skilgreina þessa fjármuni í einstök verkefni og framkvæmdir í hverju hverfi fyrir sig?
- Þar sem enn er ekki búið að taka ákvörðun um legu Sundabrautar og ekki ljóst hvenær framkvæmdir við brautina hefjast, óskum við eftir upplýsingum um til hvaða ráðstafana verði gripið vegna umferðar til og frá nýrri byggð í Úlfarsárdal?
- Við breytingu á hverfisráðum hefur skapast aukinn kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar. Hver er fjárhagsleg aukning borgarinnar við þessa breytingu?
Óskað var eftir skriflegum svörum með sundurliðunum þar sem það átti við
Einnig komu fulltrúar sjálfstæðismanna með eftirfarandi tillögu fyrir fundinn
Leggjum við til að framvegis verði fundir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals haldnir í hverfi ráðsins. Næg aðstaða er í hverfinu til funda og eðlilegast að ráðið sem á að bera hagsmuni hverfisins að leiðarljósi fundi á þeim stað.
Þessari tillögu var því miður frestað til næsta fundar sem haldinn verður 22 janúar n.k.
Ef þú hefur spurningar eða hugmyndir sem vel hefur verið gert eða betur mætti fara hér á svæðinu þá endilega sendið mér línu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2008 | 17:45
Góð tillaga sjálfstæðismanna einróma samþykkt
Það var ánægjulegt að sjá hve vel hverfisráð Breiðholts tók í tillögu sjálfstæðismanna um lausn á þeim umferðarhnút sem verið hefur á þessu svæði þegar mikill ös er. Tillaga sjálfstæðismanna er hvort tveggja í senn umhverfisvæn því græn svæði stækka og rýmkar fyrir almenningssamgöngum sem og einkabílnum.
Hér má sjá tillögu sjálfstæðismanna í eins og hún var borinn upp og var einróma samþykkt.
Tillaga lögð fram á fundi hverfaráðs Breiðholts fimmtudaginn 10. janúar 2007
Sjálfstæðismenn í hverfisráði Breiðholts leggja til að gatnamótum Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar verði breytt með þeim hætti að gerð verði aukaakrein meðfram Bústaðavegi í norður sem liggur í göng undir Reykjanesbrautina. Þá verði jafnframt gert hringtorg fyrir ofan Sprengisand og grænt svæði við íbúðabyggð austast í Fossvogi stækkað. Áhersla verði lögð á umhverfisvæna lausn sem tekur mið af því að í næsta nágrenni eru Elliðaárnar. Þá verði séð til þess að nýi vegurinn liggi eins nálægt núverandi vegi og kostur er þannig að ekki fari of mikið landsvæði í þessa miklu samgöngubót fyrir borgarbúa. Tillögunni verði vísað til umhverfisráðs og framkvæmdaráðs borgarinnar.
Greinargerð: Tillagan felur í sér meira umferðaröryggi, minni slysatíðni, flæðandi og greiðari umferð í báðar áttir. Þá gerir tillagan ráð fyrir, eins og sjá má á mynd sem fylgir tillögunni, að umferðarljós verða óþörf á þessum stað og að ekki verður lengur hægt að taka vinstri beygju frá Bústaðavegi yfir á Reykjanesbraut. Við gerð þessarar tillögu voru umhverfissjónarmið höfð að leiðarljósi og tillagan útfærð með þeim hætti að ekki yrði of mikið rask við Elliðaárdalinn og að þessi samgöngubót væri ekki fyrirferðamikil í umhverfinu. Þá var einnig hugað að því að stækka grænt svæði sunnan við Bústaðaveg sem yrði til aukinna þæginda fyrir nærliggjandi íbúabyggð austast í Fossvogi. Með tillögunni teljum við að hægt sé að draga töluvert úr mengun því eins og ástandið er nú við þessi gatnamót standa bílar í lausagangi þarna í löngum röðum á álagstímum en það hefur verið margrannsakað að bílar í lausagangi menga mjög mikið og auka þar með svifrykið í borginni.
Vilja aukaakrein meðfram Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 22:36
Til bjargar Orkuveitunni
Auðvitað er ég ekkert frábrugðin öðrum tækjasjúklingum þegar ég segi einfaldlega "já - takk" en eitthvað hlýtur tækið að eyða af rafmagni.
Ég er nú reyndar enn að bíða eftir að túbusjónvarpið gefi upp öndina til þess að hafa afsökun til þess að "fjárfesta" í ný tæki sem er örlítið þynnra, skarpar og fallegra.
Stærsti skjár í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2008 | 12:11
Áramótaheitið frágengið
Það var góður dagur í gær þegar ég kláraði áramótaheitið fyrir árið 2008. Það var ekki til neins að bíða og afsakanabankinn var uppurinn og því var mér ekki til setuna boðið og best að drífa sig af stað. Mörgum finnst eflaust ekki mikið til áramótaheitsins koma en fyrir mig var þetta bara hið mesta afrek.
Áramótaheitið 2008 var að ganga upp á fjall okkar reykvíkinga þ.e Esjuna.
Í gær fór átak af stað í vinnunni með það mikla markmið að ganga á Hvannadalshnjúk í lok apríl. Æfingar eða undirbúningur hófst í gær laugardag með því að hittast við Esjurætur kl 09.00 og ganga upp að "Steininum" sem er ofarlega í fjallshlíðum Esjunnar.
Reyndar verð ég að játa það að ég hafði ekki hugmynd um hvar þessi umræddi "Steinn" væri á fjallinu og þegar ég var kominn upp í miðja fjallshlíð þá sá ég ekkert nema steina og þar var meðal annars "Formannssteinninn" og þeir sem ég hitti sem annaðhvort tóku framúr mér eða þeir sem voru að koma niður var svarið alltaf hið sama "hann er bara rétt hérna fyrir ofan" og eftir þær upplýsingar get ég ekki sagt annað en að setningin "rétt hérna fyrir ofan" er ansi teygjanlegt, svo ekki sé nú meira sagt. En mikið var nú samt skemmtilegt að komast á áfangastað eins og sést á myndinni hér að ofan, þá er þar fríður hópur fólks sem hittist hjá "Steinunum" og vorum við svo heppinn að vinur okkar og starfsfélagi var með myndavélasíma til þess að festa afrekið á filmu (eða öllu heldur minniskubb :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.1.2008 | 00:03
Skemmtilegur annál hjá vefÞjóðviljanum þetta árið.
Það er skemmtileg upprifjun á árinu nú á vefÞjóðviljanum, nokkrar tilnefningar þar fá mann til þess að brosa út í annað. Hægt er að skoða annálinn með því að smella hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 22:44
66 orðuveitingar frá forseta - tilefnislausar?
Ég tók til gamans saman lista yfir þá einstaklinga sem ég get ekki betur séð en hafi fengið orðuveitingar frá forsetanum á árunum 2000 til 2007. Mér telst til að þetta séu í kringum 66 einstaklingar sem hlotið hafa þann vafa sama heiður að fá orðu fyrir það eitt að hafa mætt til vinnu, unnið störf sín og þegið laun fyrir.
Sérstaka athygli vekja fjórar veitingar til fv. formanna orðunefndar og forsetaritara, merkilegt það.
Hugsanlega væri rétt að orðunefnd þyrfti að skila rokstuðningi á tillögum sínum sem birtur yrði almenningi t.d á heimasíðu forsetaembættisins (www.forseti.is)
2007
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis,
Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri,
Margrét Friðriksdóttir skólameistari,
Sverrir Hermannsson safnamaður,
Gunnlaugur Claessen, forseti Hæstaréttar,
Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður,
Helga Steffensen, brúðuleikstjóri,
Hermann Sigtryggsson, fv. æskulýðs- og íþróttafulltrúi,
Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor,
Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri,
Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi
Þórir Stephensen fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey.
2006
Margrét Indriðadóttir, fv. fréttastjóri.
Anh-Dao Tran, kennslufræðingur og verkefnisstjóri,
Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur,
Jóhannes Bergsveinsson, fv. yfirlæknir,
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Reykjavík,
Örnólfur Thorsson, forsetaritari,
Sr. Bernharður Guðmundsson, rektor,
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra,
Vigdís Magnúsdóttir, fv. forstjóri Landspítalans.
2005
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur,
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar,
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra,
Örlygur Kristfinnsson, safnstjóri,
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra,
Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns,
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli.
2004
Ellert Eiríksson fv. bæjarstjóri,
Margrét Gísladóttir forvörður,
Ragnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri
Tryggvi Gíslason fv. skólameistari.
2003
Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD,
Grímur Gíslason fréttaritari,
Guðmundur H. Garðarsson fv. alþingismaður,
Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður,
Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri, Reykjavík,
Halldór Haraldsson skólastjóri,
Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri
Hulda Valtýsdóttir fv. formaður orðunefndar.
2002
Garðar Gíslason hæstaréttardómari,
Stella Guðmundsdóttir fyrrverandi skólastjóri,
Ásgeir Pétursson fv. formaður orðunefndar,
Gunnsteinn Gíslason oddviti í Árneshreppi á Ströndum.
Ólafur Jónsson fv. bæjarfulltrúi,
Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins,
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari, Reykjavík.
2001
Sigurður Hallmarsson fv. skólastjóri
Björn Jónsson fv. prestur,
Egill Bjarnason ráðunautur,
Ingibjörg Pálmadóttir fv. ráðherra,
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri,
Svavar Gestsson sendiherra og fv. ráðherra, Reykjavík,
Þorsteinn Gunnarsson rektor,
Stefán Lárus Stefánsson, forsetaritari.
2000
Ólafur Haukur Árnason ráðunautur,
Þorkell Bjarnason ráðunautur,
Bolli Gústavsson, vígslubiskup Hólum í Hjaltadal,
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra,
Halldór Blöndal, forseti Alþingis
Herra Jóhannes Mathijs Gijsen, biskup kaþólskra,
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup,
Sigurður Sigurðsson, vígslubiskup, Skálholti,
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Seltjarnarnesi
Sólveig Pétursdóttir, kirkjumálaráðherra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
1.1.2008 | 20:11
3 fá orðu fyrir það eitt að mæta til vinnu !
Orðuveitingar forsetans verða æ meira hlátursefni eftir því sem fleiri fá orðuna. Með gegndarlausu austri orðunnar verður hún marklaus með árunum. Því skal gæta hófs og aðeins veita þeim orðu sem unnið hafa til hennar.
Það vekur sérstaka athygli að í þessum hóp er fólk sem nær einungis fær orðu fyrir það eitt að mæta til vinnu, sinna störfum sínum og þiggja laun fyrir. Eða allavega get ég ekki séð neina aðra ástæðu fyrir því að
Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri, Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi og
Þórir Stephensen fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey fengu orðu í dag.
Aðrir sem veittir voru orðu voru
Bjarni Ásgeir Friðriksson íþróttamaður og ólympíuverðlaunahafi, Björgvin Magnússon fyrrv. skólastjóri, Erlingur Gíslason leikari fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og menningar, Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur, Ingibjörg Þorbergs tónskáld fyrir framlag til íslenskrar tónlistar, Ólafur Elíasson myndlistarmaður, Sigríður Pétursdóttir bóndi, Sigrún Eldjárn rithöfundur.
Þau eru að sjálfssögðu öll vel að orðunni kominn. En hvar eru allir þeir sem unnu einhverskonar hetjudáð á árinu? Voru enginn slík verk unninn og hvar eru til dæmis orður til þeirra sem stóðu sig með prýði á ólympíuleikum fatlaðra, svo eitthvað sé nú nefnd.
Það er hreinlega orðinn spurning hvort maður þurfi ekki að fara senda inn á skrifstofu orðunefndar umsóknir í hvert skipti sem einhver gerir eitthvað gott þ.e annað en að mæta til vinnu! Reyndar finnst mér orðið löngu tímabært ég hljóti orðu fyrir störf mín
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
2 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar