Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Stórsigur Sjálfstæðisflokksins

Það er ekki hægt að kalla niðurstöður kosninganna annað en stórsigur Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna.  Það var ánægjuleg stund þegar síðustu tölurnar voru lesnar upp í morgun að sjá bæði hve vel flokkurinn kemur út úr kosningunum, þrátt fyrir að að honum hafi verið sótt úr öllum áttum, þá sá kjósendur í gegnum það og fékk flokkurinn 36,6% atkvæða og bætti við sig 3 þingmönnum.  Stórglæsilegt.

 


Síðasti sjens !!

Nú er að verða síðasti sjens að nýta eitt af því dýrmætasta sem við eigum þe kosningaréttinn.  Það er frekar leiðinlegt þegar fólk nýtir sér ekki þann mikla rétt sem fylgir kosningaréttinum. 

En nóg um það,

Dagurinn í dag hefur verið hreint alveg stórfenglegur, maður er búinn að hitta fleirri hundruð manns sem komið hafa við á kosningaskrifstofunni okkar Sjálfstæðismanna í Breiðholti.  Frambjóðendur hafa að sjálfssögðu ekki látið sig vanta frekar en fyrridaginn og maður getur ekki annað en glaðst yfir öllum þeim brosandi andlitum sem komið hafa við og ég er þess fullviss að við Sjálfstæðismenn og konur munum uppskera ríkulega upp úr kjörkössunum.


Innanhúsvandi

Nú er sko mælirinn fullur.  Við virðumst engan möguleika hafa lengur til þess að ná góðu sæti í Eurovison.  Samsæri segja sumir en ég vil nú frekar kalla það innanhúsvandamál.  Hvers vegna, jú vegna smæðar þjóðarinnar, fólk á íslandi hefur einfaldlega ekki verið nógu duglegt að fjölga sér, þe séð útfrá Eurovision modelinu.  Ég mæli því með eftirfarandi aðgerðum fyrir næstu keppni.

1.  Áætlun um fjölgun íslendingsins hefst strax.

2.  Allir kaupi 10 frelsi frá Símanum fyrir hvern einstakling á heimilinu, tilvalið fyrir fyrirtæki sem gjöf til þess að gleðja starfsmanninn.  Þá getur hver einstaklingur kosið aukalega 30 sinnum til viðbótar við venjulega símaeign sína.

3.  Eða við hættum að taka þátt í þessu og búum til okkar eigin keppni á okkar eigin forsendum, hún gæti til dæmis kallast Burovison - svona til þess að taka dæmi Wink

Annars verðum maður bara að taka ungmennafélags andan á þetta og segja " það skiptir ekki máli hver vinnur, það er að vera með sem skiptir máli"

 


mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem betur fer

Merkilegt að það skuli vera gert sérstaklega vel úr því að þau skyldi fá peninga frá íslenska ríkinu en svo til viðbótar, jú en auk þess þótti honum staðan ekki nógu góð hvað varðar tæknilegan undirbúning þeirra.  Segir þetta ekki allt sem segja þarf?

En hitt er svo annað mál, hvers vegna ætti ríkið að styrkja þessa tónleika, væri það ekki fordæmis gefandi og hvar ætti þá að stoppa - hvað með allan þann fjölda af erlendum hljómsveitum sem koma hér ár hvert og spila í höllunum??  Þá væri nóg að tónleikahaldarinn hefði tónleikana í styrktarformi og gæfi 2-5% til styrktar góðu málefni og gæti með því opnað leið í vasa ríkisins.

Að mínu mati hárrét ákvörðun ráðamanna hér á ferð.


mbl.is Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú geta menn andað rólega

Sem betur fer geta menn nú andað rólega og sofið með lokuð augun.  "pint" af öli hefur verið bjargað sem betur fer.   Það eru fá þjóðerni sem eru eins íhaldssöm og bretinn er, reyndar er íhaldssemi af hinu góða en þegar það kemur að mælieiningum þá er ég þess fullviss að ég myndi ekki vera andvaka Smile
mbl.is „Pint" af öli bjargað á Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða vitleysa

Einu sinni krútt - Alltaf krútt.

Hvaða vitleysa er þetta að Knútur sé ekki lengur krútt, hann er kannski að verða svolítið stórt krútt en hvað um það..... krútt engu að síður


mbl.is Knútur er ekki lengur krútt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síminn styrkir sunddeild Íþróttasambands fatlaðra.

Við syndum til góðs
Við syndum til góðs í dag
Eins og auglýsingin í dagblöðunum í morgun gefur til kynna ætlar Síminn að styrkja sunddeildina hjá Íþróttasambandi fatlaðra með því að heita á hvern þann starfsmann sem fer í sund í dag. 
Þarna er á ferðinni verðugt verkefni sem án efa styrkir vel við bakið á íþróttadeildinni.
Frábært framtak hjá Símanum sem önnur stórfyrirtæki mættu taka sér til fyrirmyndar.
Oft virðist það vera þannig að fatlaðir eru sniðgengnir líkt og þegar Kristín Rós sundkona var sniðgengin af íslenskum íþróttafréttamönnum þegar hún var verðugur verðlaunahafi
"íþróttamaður ársins" en þeir ákváðu að einstaklingur með fötlun væri þess ekki verðugur sem er auðvitað alrangt.

Hverjir voru þarna að verki......?

Nú er það orðið heitt, maður lifandi, sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill hiti í kosningabaráttu áður, allavega svona í fyllstu orðsins merkinu Smile

Betur fór en á horfðist, en eitthvað eru Samfylkingarfulltrúarnir orðnir örvæntingarfullir þegar þeir eru farnir að kveikja í gámum til þess að klekkja á andstæðingnum, þarna er kannski brennuvargurinn fundinn, sem lögreglan hefur verið að leita að??  Hver veit! FootinMouth 

En að öllu gríni slepptu, þá hefði getað farið ílla en sem betur fer stendur höllin enþá án skemmda.


mbl.is Eldur í gámi við Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaklega alvarleg og slæm mistök - æ ég veit ekki

Björn Inga skrifar um þau mistök sem sem Capacent gerði nú á dögunum hann telur þau vera "sérstaklega alvarleg og slæm".  Ekki get ég nú sagt að þessi mistök sé svo slæm að menn eigi að missa sig yfir þeim.  Þetta eru vissulega leiðinleg mistök en fjórar milljónir til eða frá sem leiðréttast fljótt og vel geta ekki skipt sköpum eða hvað?, væntanlega mun þessi könnun fá gott vægi í fjölmiðlum aftur fyrir kosningar með þeim leiðréttingum sem gerðar hafa verið.   Þá geta Framsóknarmenn andað léttar og missa vonandi ekki nætursvefn af þessum sökum..

Frábær dagur búinn

Það er óhætt að segja að dagurinn í dag hafi verið frábær dagur, svolítið kalt á fyrstu sumardögunum en engu að síður frábær dagur.  Dagurinn byrjaði um kl 07.00 í morgun þegar maður fór og las málgagn íslenskrar þjóðar þe Morgunblaðið - hef ákveðið að gera tilraun með að lesa það á morgnanna á netinu og sleppa prentuðu útgáfunni.  Þessi aðferð er reyndar hreinasta snilld - gott viðmót og þægileg lesning, mæli með því að fólk prufi að lesa Morgunblaðið á vefnum.  Þegar morgunverkin voru búinn þe að fá sér kaffi sopa, lesa málgagnið og setja eitthvað í gogginn þá var förinni heitið í Húsdýragarðinn.  Þar voru sjálfstæðismenn að halda uppá frábæran fjölskyldudag.  Það krefst að sjálfssögðu undirbúnings og var vaskur hópur fólks mætt í garðinn strax upp úr kl 09.00.  Það var frítt í garðinn, gefnar pylsur, appelsín, CocoPuffs ásamt því að gefa ýmsan varning merktan flokknum...... Í garðinum var ég þrátt fyrir kulda og bláar tær til rúmlega 14.00 

Þá fór ég að ná í blaðið okkar sem við í Sjálfstæðisfélögunum í Breiðholti vorum að gefa út og verður vonandi borið út í öll hús í Breiðholti í dag sunnudag, þar er á ferðinni bæði fræðandi og skemmtileg lesning.

Í kvöld var svo haldið partý í kosningamiðstöðinni okkar þar sem við buðum öllum stjórnum í hverfafélögum í Reykjavík.  Boðið var uppá ljúffengt lambakjöt ásamt því að gefa fólki tækifæri á að skola steikinni niður með söngvatni.

Það er því óhætt að segja að dagurinn hafi verið bæði fjölbreyttur og skemmtilegur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband