Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Silvía Nótt?

Í ljósi frétta síðustu daga gæti maður haldið að þetta væru þeir fílefldu fylgisveinar sem Silvía Nótt hefur verið að drösla með sér um allan bæ "bankandi" í mann og annan Smile
mbl.is Ætluðu að lúskra á húsráðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég svo HISSA

Ég held að það sé orðið alveg ljóst að það þarf að henda núverandi samningum við kennara og gera nýjan frá grunni.

Í honum þarf að hafa 8 stunda vinnudag þar sem klukkutími er klukkutími ekki kennslustund.  Einnig þarf að hafa inni venjulegt jóla- og páskafrí.  Færa alla starfsdaga og foreldradaga inn á laugardaga, sem kennarar fengju að sjálfssögðu greitt fyrir.  Því næst þarf að fækka sumarfrísdögum hjá kennurum og hafa þá 24 daga eins og gengur og gerist hjá þorra landsmanna.

Því næst er hægt að huga að hærri launum kennara, sem án efa eiga að vera með sómasamleg laun en vinnan hlýtur að þurfa endurspegla launin!


mbl.is Kennarar mótmæla launum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súkkulaðisund í laugardalnum á morgun

Sundlaugagestir athugið, Laugardalslaugin verður súkkulaðilaug á Valentínusardag frá kl 07.00 - 24.00.  Rjómasprautur verða á öllu bökkum sundlaugarinnar fyrir þá sem það vilja.

Allir hjartanlega velkomnir, syndið og smakkið!

Svona gæti næsta auglýsing litið út sem ÍTR sendir frá sér á næsta ári daginn fyrir Valentínusardaginn.  Ég held ég segi nú bara PASS og fari í bað heima hjá mér í staðinn Smile


mbl.is Súkkulaðibað í tilefni Valentínusardags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja

Ég segi það enn og aftur........................Hvað með okkur!  Það er febrúar á okkar litlu eyju og enginn snjór, en svo berast fréttir um það hafi verið snjór í London um daginn og nú New York ríki.  Þetta er auðvitað bara svindl og ekkert annað.  Hér ætti að vera allt á kafi í snjó mér og öðrum til ánægju og yndisauka Smile   Fyrst Indjánar dönsuðu regndans þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé ekki til einhver snjódans fyrir okkur ÍSLENDINGANA !
mbl.is Hátt í fjögurra metra snjóskaflar hafa myndast í New York-ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10.000 hluti í CCP - Takk

Já það er margt spaugilegt sem verður á vegi manns á hverjum degi.  Ég fékk til að mynda símtal fyrr í dag þar sem maðurinn hinu megin á línunni sagði með yfirveigaðri rödd " ég vil kaupa 10.000 hluti af þér í CCP" sem hefði ekki verið frásögu færandi nema hvað ég á bara ekki einn einasta hlut í CCP, eftir því sem ég best veit, ekki er ég heldur svo "heppinn" að vera með einkabankaþjónustu sem hefði geta verið búnir að kaupa þetta fyrir mig.  Svo þá vaknar upp spurningin einhver hafi brotist inn í heimabankann minn á sínum tíma þegar CCP hluturinn kostaði nánast ekki neitt og keypt fyrir mig....  Allavega þurfti ég að sannfæra manninn um að ég ætti hreinlega ekki einu sinni hurðahún há CCP þrátt fyrir að nafnið mitt væri á hluthafalistanum þeirra!

Já svona er veröldin einkennileg Wink


205 kg af pósti!

Svona í framhaldi af pizzakassablogginu mínu þá verð ég að segja ykkur hversu mikið magn af markpósti/ruslpósti berst inn á hvert heimili í Reykjavík, þið getið varla ímyndað ykkur það, það eru u.þ.b. 205 kg miðað við árið 2006 en árið 2003 voru það einungis 133kg.  Ótrúleg breyting það miðað við að allir sem ég þekki segjast bara henda þessu beint í ruslið. 

Silvía Nótt ætti að vera í hvíta húsinu !

Hvenær er fólk búið að fá nóg? 

Ég held að það sé akkúrat núna nóg komið af þessum karakter Silvíu Nótt.

 

Það virðist vera að þessi svokallaða söngkona sem íslendingar gerðu sig að athlægi með í síðustu söngvakeppni að hún sé ekkert annað en geðklofa einstaklingur með ofsóknarbrjálæði á háu stigi. 

(Þá er ég alls ekki að gera lítið úr þeim sem veikir eru)

Maður les um það hér á blogginu að hún sé í heimsóknum um allan bæ til þess að vekja á sér athygli…… ég spyr er ekki allt í lagi???? 

Af öllu þessu að dæma á þessi blessaða manneskja best heima í hvíta húsinu með rauða þakinu hér við sundinn – já, ég er að tala um KLEPPSPÍTALA.

 

Það er mín skoðun að það sem hún kemur til með að afla með nýja samningnum ætti að renna beint í kassa Ríkisútvarpsins vegna ferðar hennar í keppni Evrópska sjónvarpsstöðva í fyrra og hún sem komst ekki einu sinni áfram!  En svo mikið er víst að það þyrfti kraftaverk til þess að ég myndi kaupa diskinn hennar!  Ég hélt satt best að segja að þessi karakter væri farinn fyrir fullt og allt, en svona er þetta !!  Nú er bara vona að landlæknir hafi snör handtök og svipti hana frelsi og aðstoði hana vegna veikinda sinna.


13 pizzur fyrir hvern íslending á ári

Vissir þú að árlega hendum við u.þ.b. 4 milljónum pizzakössum í ruslið! 

Það þýðir að hver íslendingur borðar árlega 13 pizzur, miðað við mannfjöldan 31/12/06 sem var 307.672 manns samkvæmt Hagstofunni.

Þessar tölur eru vissulega sláandi og fær mann til þess að velta fyrir sér þeim hraða sem í þjóðfélaginu er.  Eru allir hættir að elda heima hjá sér?  Því við þetta bætist að sjálfssögðu skyndibiti frá KFC, Burger King, McDonalds, Ameríkan Style, Hamborgarabúllunni, Asíu, Indókína ofl ofl ofl.

Þetta þýðir líka að pizzamarkaðurinn veltir í kringum 6,4 MILLJÖRÐUM á ári hverju bara á okkar litla Íslandi þe vara pizzukaupin án brauðstanga, sósanna, gosins ofl. 

Hvað skyldi þá skyndibitamarkaðurinn vera velta í heild á ári?  Það væri fróðlegt að sjá tölur um það.

Svo er fólk að furða sig á því að íslendingar séu á hraðleið yfir kjörþyngdarmörkin!


Rossopomodoro veitingastaður - fær 1,5 stjörnu

Ég held svei mér þá að Rossopomodoro veitingastaður sé einn versti veitingastaður norðan Alpafjalla og ef ekki bara á alheimsvísu, sem ég hef heimsótt og hef ég nú heimsótt þá nokkra.  Við hjónin fórum þangað í gærkvöldi ásamt 3 öðrum góðum vinahjónum okkar.  Dómurinn hefur fallið og staður hefur fengið 1,5 stjörnur af 10 mögulegum!

Þjónustna - Mjög léileg, þjónarnir réttu fólki matardiskana en settu þá ekki á borðið líkt og gert er á flestum veitingastöðum heims, ekki var veitt í glös heldur flaskan einfaldlega sett á borðið, ekki hægt að fá sítrónu sódavatn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Maturinn - Var einfaldlega léilegur, annaðhvort unnin úr mjög léilegu hráefni eða húsvörðurinn var að elda.  Keypti mér hálfmána pizzu sem á einfaldlega ekki að geta klikkað en hún var bragðlaus og jafn seig og skósóli (ekki að ég viti alveg hvernig hann bragðast, en get ímyndað mér það).  Í eftirrétt pantaði ég mér svo volga súkkulaðiköku með vanilluís, ísinn var reyndar góður en kakan kom köld á borðið og þurr, ef ég hefði ekki haft sódavatnið til þess að skola henni niður hefði ég líklegast kafnað!

Reikningur - Var reyndar ekkert ýkja hár, enda fær staðurinn eingöngu stjörnur fyrir hve vel gekk að greiða reikningin hjá þjóninum.

Ef þið ætlið út að borða þá skuluð þið hlaupa framhjá Rossopomodoro veitingastaðnum og finna einhvern annan!

En það sem bjargaði kvöldinu var auðvitað að vera saman komin í góðra vina hópi Smile


HETJUR hversdagsins - Fálkaorðan

Egill Vagn ásamt fjölskyldu sinni er hann tók við...

Þetta eru hvorki meira né minna en HETJUR hversdagsins sem var verðlaunað í dag á 112 deginum.

Skyndihjálparmaður Ársins 2006 er Egill Vagn Sigurðsson, sem er HETJA þrátt fyrir ungan aldur, hann er aðeins 8 ára gamall en bjargaði lífi móður sinnar.

Það eru fleiri HETJUR sem vori heiðraðar í dag

Andrea Jónheið Ísólfsdóttir, fyrir að hafa hnoðað og blásið lífi í 2 ára stúlku sem dottið hafði ofan í tjörn, Finnur Leó Hauksson, fyrir að losa aðskotahlut úr öndunarvegi þriggja ára systur sinnar þegar að brjóstsykur stóð í henni á aðfangadagskvöld, Gauti Grétarsson, fyrir að bjarga 17 ára stúlku sem missti meðvitund og fór í hjartastopp á handboltaleik með því að beita hjartahnoði og blása í hana lífi, Lilja Dóra Michelsen, fyrir að blása lífi í ungabarn í andnauð fyrir utan matvöruverslun í Hafnarfirði, og Ríkharður Owen, Ríkharð kom að manni sem fengið hafði hjartáfall í bíl sínum á Reykjanesbrautinni, hringdi í Neyðarlínuna 112, hnoðaði manninn í 20 mínútur þar til lífsmark greindist og sérhæfð aðstoð barst.

Svo einkennilegt sem það hljómar þá væri ákaflega ólíklegt að þessar hetjur fengju fálkaorðuna þar sem hún virðist fyrst og fremst vera veitt þeim sem starf sinst vegna hafa mætt í vinnu!  en ekki því fólki sem eru HETJUR hversdagsleikans, því þarf að breyta!!

Það má líka spyrja sig af hverju skyndihjálp er ekki skyldufag í öllum grunn- og framhaldsskólum landsins, þar sem allir vita nauðsyn þess að kunna skyndihjálp.  Þorgerður þú bara reddar þessu.


mbl.is Átta ára drengur hlaut viðurkenningu sem Skyndihjálparmaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband