Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Hræsni Siðmenntar

Nú veit ég að margt af því fólki sem vinnur fyrir Siðmennt er sómafólk og þess vegna skil ég ekki þessa hræsni hjá Siðmennt.

Það er ótrúlegt að fylgjast með starfi félagsins.  Þau vilja halda því sem þeim þau græða á með einum eða öðrum hætti en sleppa öllu öðru.

Tökum dæmi

Siðmennt er með borgaralegar fermingar sem gefur félagsmönnum þeirra kost á því að fermast í staðinn fyrir að fermast í kirkjum landsins.  Hver er ástæðan fyrir því að Siðmennt sem er félag siðrænna húmanista á Íslandi er að bjóða upp á fermingar

samkvæmt þjóðkirkjunni er ferming (tekið af kirkjan.is)

"Ferming er athöfn þar sem fermingarþeginn staðfestir skírn sína. Fermingin er tilkomin vegna skírnarinnar. Ef engin væri skírnin væri fermingin þar með ekki til. Orðið „ferming“ er dregið af latneska orðinu „confirmatio,“ sem merkir m.a. „staðfesting.“ Hugsunin að baki er sú, að þegar barnið hefur fengið aldur til geti það staðfest loforð foreldranna frá skírnarstundu þess, að ala það upp í kristinni trú. Fermingarbarnið fær tækifæri til að játast Kristi og leitast við að hafa hann að leiðtoga lífs síns".

Hver er ástæðan fyrir því að fólk sem ekki er kristið vill fermast?  Hvað er verið að staðfesta - væntanlega þarf ekki að staðfesta borgaralega nafnagjöf?

Jóla- og páskafrí

Siðmennt vill halda því inni þar þrátt fyrir að trúa ekki á gildi hvorki jóla- né páska, hver er þá ástæðan fyrir því að Siðmennt vill halda þessu inni?

En aftur á móti vill Siðmennt að

Kristnifræði, aðventuleikur, aðventustund, jólaföndur, páskaföndur ofl fari úr grunnskólum landsins.

Eftir því sem ég kemst næst þá get ég einfaldlega ekki kallað þetta annað í hræsni.  Af hverju hræsni - jú vegna þess að fólk sem vill halda í hluta pakkans en henda öðru sem ekki hentar þeim.

Af hverju er þetta fólk ekki einfaldlega samkvæmt sjálfum sér og segir að allt sem snertir kristna trú skulu fara út og þar með talið þær "borgaralegu" athafnir sem það býður sjálft uppá.

 


mbl.is Ráðherra segir Siðmennt misskilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirsögn

"Kyrrsett vél á heimleið"

Hvort var hún stopp eða á fleygi ferð?  En þetta er auðvitað bara léttur útúrsnúningur - en kom manni til þess að brosa engu að síður.

En það væri nú athugandi fyrir neytendastofu og viðskiptaráðherra að kanna ábyrgð flugfélaga/ferðaskrifstofa við svona aðstæður - það er alveg ótrúlegt hve lágt þessi ferðaþjónustufyrirtæki geta lagst hvað varðar þjónustu við strandaglópa.  Einnig þegar töf verður á brottför frá keflavík - það fer kannski einn dagur af ferðum fólks og það fær ekki svo mikið sem kaffibolla, þurra brauðsneið né afsökunarbeiðni.

 


mbl.is Kyrrsett vél á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frú Hamborg - hafðu þökk fyrir

445511AKæra frú Hamborg hafði mikla þökk fyrir að færa okkur þetta fallega jólatré.  Þau hafa yfirleitt verið ákaflega falleg þó svo ég muni kannski ekki eftir þeim öllum, en ég er viss um að hann bróður minn sem er kominn langt á fimmtugsaldur man eftir þeim - enda er hann töluvert eldri en ég.

Það styttist til jóla og nú eru aðeins 29 dagar þangað til við klæðum okkur upp og höldum heilög jól.  Mikið svakalega líður tíminn hratt. 


mbl.is Ljós kveikt á Hamborgartrénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnufundur, Vitlaus jakkaföt - Jólahlaðborð og LanMót

stiginn-minniDagurinn hófst eins og um virkan dag var að ræða.  Vaknaði kl sjö og var kominn niður í Þjóðmenningarhús kl átta þrjátíu þar sem deildin sem ég starfa í var með vinnufund í vinnustofu Hannesar Hafstein.  Fundurinn var bæði fræðandi og skemmtilegur.  Þegar góðum vinnufundi var lokið ákvað ég að tölta á hina einu sönnu verslunargötu Reykjavíkur.  Þar var ótrúlegur mannfjöldi miðað við kuldann, það er ótrúlegt hve mikið aðdráttarafl þessi gata hefur þegar maður gæti verið í hlýjunni í Kringlunni eða Smáralind en aftur á móti hafa þeir staðir ekki upp á sama sjarma og hin eina sanna verslunargata hefur.

Ekki hafði ég gengið lengi í kuldanum að ég ákvað að sækja mér smá il með því að skjótast inní verslun - sem reyndar var fataverslun og ekki úr vegi að kíkja á einhver föt fyrir kvöldið enda vorum við hjónin að fara á jólahlaðborð hjá fyrirtækjasviði Símans.  Nokkrum "köllunum" fátækari gekk ég út sæll og glaður með nýju fötin enda fengið góða þjónustu í búðinni.  Á heimleiðinni gæddum við hjónin okkur á ljúffengu kaffi frá Kaffitár.

Þegar líða tók á daginn og stytta tók í að hátíðarhöldin hæfust á hjara veraldar nánar tiltekið Haukahúsinu í Hafnarfirði (væri kannski eðlilegra að segja í Grindavík, Reykjanesbæ eða kerskála 3 í Straumsvík) og ég ætlaði að fara taka mig til og opnaði jakkafatapokann þá kom hið óvænta í ljós Woundering jakkafötin sem ég keypti voru bara alls ekki í pokanum, heldur einhver allt önnur sem væri nú kannski allt í lagi ef þau væru ekki nema svona u.þ.b 10 númerum of lítil GetLost hefði ekki einu sinni komið stóru tánni í buxurnar þó svo ég hefði notast við drullusokk LoL en eru það ekki akkúrat svona tilfelli sem geta komið manni til þess að hlæja - kannski að þessi ágætis afgreiðslumaður hafi verið að benda mér á að vera enn duglegri í ræktinni en ég er og hugsanlega að benda mér á að fara í styttingu og ef heppnin væri með mér þá gæti ég kannski farið í fötin svona uppúr 2012 eða 2014 en hver veit! 

Ekki var maður að láta þetta atvik mikið á sig fá heldur brosti maður og hafði gaman af þessu, eða er það ekki Smile christmas

Á jólahlaðborðinu fóru söngvararnir Davíð og Stefán veislustjórarnir hreinlega á kostum, þeir náðu ótrúlegum tökum á salnum og ég held ég geti fullyrt að hver einasti maður (konur eru líka menn :-) hafi þjálfað vel brosvöðvana í andlitinu þetta kvöldið.  Maturinn var stórkostlegur og mætti ég þá helst nefna gæsina, hreindýrið og purusteikina að öllu öðru ólöskuðu.  Skemmtinefndin hafði greinilega lagt mikið á sig við skipulagninguna og á hún mikið HRÓS skilið fyrir eitt besta jólaboð sem ég hef farið á - Takk fyrir okkur.

110896En kvöldinu var síður en svo lokið því á heimleiðinni þá kom maður að sjálfssögðu við á LanMóti starfsmannafélags Símans sem stendur yfir helgina.  Þar voru saman komnir einstaklingar með eitt markið að leiðarljósi - Drepa sem flesta - Deyja sjálfir og ýta svo á "restart".  Ótrúlega gaman að sjá LanMót í "action" kannski að maður taki sjálfur þátt á næsta LanMóti félagsins - hver veit!

Sem sagt stórskemmtilegur dagur á enda og maður getur glaður farið að halla sér og farið að hlakka til morgundagsins, enda margt á döfinni fyrir þann ágæta sunnudag.


Við munum hlæja ef hún verður ...ráðherra

Það hefur sjaldan verðið nauðsynlegra en nú að koma fram með frumvarp um að breyta starfstitlum ráðherra.  En ég tel þetta hinsvegar vera óþarfa áhyggjur hjá Steinunni og held að hún þurfi ekki að skammast sín fyrir að bera ráðherranafnið fái hún tækifæri til þess, það mun örugglega enginn hlæja að þeirri nafnbót nema ef hún yrði fjármálaráðherra svona miðað við árangur hennar hér í höfuðborginni og þá miklu skuldarsöfnun sem átti sér stað í tíð hennar sem borgarstjóra eða á ég kannski að segja borgarstýru.

En til gamans þá eru hér nokkrar tillögur fyrir nöfn á tiltlum ráðherra

Tillaga númer 1 - Halda núverandi nöfnum á starfstitlum, ráðherra verður áfram ráðherra.

Aðrar tillögur 

Forsætisráðherra - Forstjóri // aðrir ráðherrar - framkvæmdastjórar

Forsætisráðherra - Framkvæmdastjóri // aðrir ráðherrar - forstöðumenn

Forsætisráðherra - Forstöðumaður // aðrir ráðherrar - deildastjórar

Forsætisráðherra - Forsætisráðunautur // aðrir ráðherrar - ráðunautar

Forsætisráðherra - Forsætistæknir // aðrir ráðherrar ráðuneytistækn

En er þetta ekki bara full langt gengið að vilja breyta fyrst og fremst breytinganna vegna.


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei þú ert í brúnum skóm

Þið megið koma inn, þið megið ekki koma inn, þið megið koma inn eða þið megið ekki koma inn.  Þið megið kannski koma inn seinna en bara ekki núna en samt erum við ekki að hafna ykkur heldur bara svona halda ykkur í vissri fjarlægð.  Auðvitað eru ástæður fyrir því að þið getið ekki komið inn þið eruð til að mynda í brúnum skóm eða með ljóta gleraugu en hafa ber í huga að við höfum samt aldrei hafnað ykkur að koma inn svo komið endilega inn en bara ekki strax.

Hverskonar vitleysa er þetta, af hverju getur UMFÍ ekki einfaldlega gefið út þá ástæðu sem fyrir liggur þegar ákvörðun um að hleypa ÍBR ekki inn í ungmennafélagið.   Ef það er peningalegs eðlis hvert er þá feimnismálið, þá ætti Helga Guðrún einfaldlega að segja það.

Skildi Lottó-ið vera orðið eins og peningagræðgi Landsbjargar?  En báðir þessir aðilar eru að vinna gott starf í þágu samfélagsins. 


mbl.is Barist um lottópeningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kavíar er herramans matur - en æ ég veit ekki

1188824605_027
Ég er nú ekki alveg viss um hve gómsætur þessi borgari er, en vitanlega á maður ekki að dæma fyrirfram.  Kannski er þetta næsta æðið hér á klakanum.

Brúðkaup aldarinnar - er í kvöld

Til hamingju verðandi brúðhjón með daginn, þetta er mikil hátíð og gleðidagur.  Án efa einn stærsti dagur í lífi hvers einstaklings að játa heit sín fyrir ástvini sínum, Guði, fjölskyldu og vinum.

Eitt er alveg á kristal tæru og það er að brúðkaup ársins ef ekki aldarinnar fer fram í dag, allavega ef tekið er mið af einum af fjölmiðli brúðhjónanna. 

Það hafa verið sagðar fréttir um brúðkaupið á hverjum degi núna í nokkra daga.  Allt frá því hver raðar réttunum á diskana upp í það að segja okkur frá því að uppáhaldslitur brúðarinnar sé svartur og því ætli hún að klæðast svörtum brúðarkjöl.  Það má auðvitað heldur ekki gleyma að segja okkur fréttaþyrsta landanum að þau hafi leigt sér bílastæði fyrir u.þ.b fjögur hundruð þúsund krónur til þess að láta reisa bráðabirgðabyggingu við Listasafnið. 

Ég hefði einfaldlega ekki geta sofið vært ef ég hefði ekki fengið þessar fréttir af framgangi mála.  Enda bíðum við fjölskyldan spennt því við erum svo heppinn að þessi ágætu brúðhjón eiga sjónvarpsstöð og því hljótum við að fá að taka þátt í gleðinni með þeim alla leið - þetta verður allt sýnt "Live" beint úr Listasafninu, og um leið verður þetta fyrsta íslenska brúðkaupið sem rúmlega þrjúhundruð þúsund gestir verða "viðstaddir".

Kæru búðhjón enn og aftur til hamingju með daginn.  Kæru landsmenn nær og fjær til hamingju með daginn og góða skemmtun í kvöld.


Flott hjá Kára

Það var mikið að einhver fór að bjóða uppá þessa þjónustu og það á viðráðanlegu verði.  Þetta er ákaflega fróðlegt. 

Þessi rannsókn er ódýrari en ég átti von á en ávinningur þess að getað séð hverjar líkurnar séu á því að maður fái einhverja algenga sjúkdóma eru miklir.  

Það er spurning hvort maður skelli sér ekki í svona rannsókn og láti kanna ástandið og framtíðarhorfur líkamans Smile


mbl.is Gengi bréfa deCODE hækkaði um 18,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 1913, 1930, 1958, 1975, 1988 og 2007

Það getur verið fróðlegt að flétta málgagni þjóðarinnar "Morgunblaðinu".

Árið 1913 - er sagt frá

  • Hraðlestarslys í Brasilíu
  • Fórnarmorð í Kiew
  • Kosningar í Englandi
  • Áríðandi fundur í Skátafélagi Reykjavíkur auglýstur
  • Pétur Hjaltested stjórnarráðsritari varð 48 ára
  • Ávextir og kálmeti komið í Liverpool
  • og landsmönnum bauðst að kaupa börubyrgðir verslunarinnar "Víkingur" á áður óþekktum kjörum.

Árið 1930 - er sagt frá

  • Hattabúð Reykjavíkur, allir haust og vetrahattarnir
  • A.S.Í auglýsir "tvær eða þrjár stúlkur sem eru fljótar að vjelrita óskast til skrifstofustarfa ca. vikutíma.
  • Slys á Eyrarbakka
  • Biðjið um Colman´s - fæst allstaðar (Nathan&Olsen)
  • Erlendar Símfregnir
  • Verslunin Björnin auglýsir "Spikfeitt hangikjöt"

Áríð 1958 - er sagt frá

  • Flugbátur settist á Atlantshafið með 30 farþega
  • Skyndilega snjókoma í Reykjavík í gær
  • Örar úrsagnir úr danska kommúnistaflokknum
  • Stjörnubíó auglýsir myndina "Réttu mér hönd þína" sem sýnd er kl 7 & 9 með dönskum texta
  • Landsmálafélagið Vörður heldur aðalfund sinn, Pétur Benediksson bankastjóri ræðir um efnahagssamvinnu og fríverslun Evrópu
  • Seldi fyrir 182 þúsund mörk, fyrsti hafnfirski togarinn, sem seldi afla sinn í Þýskalandi að þessu sinni var Röðull.

Árið 1975 - er sagt frá

  • Enn samt aka menn Hringbrautina á 90 km í roki og ringingu
  • Fimm hafnfirskar stelpur söfnuðu 6100 krónum sem þær héldu til styrkar Hjálparsveit Skáta í Hafnarfirði (Júlía Ágústsdóttir, Guðlaug Gestsdóttir, Þórhalla Ágústsdóttir, Hrönn Ásgeirsdóttir og Björk Jakobsdóttir)
  • Stóriðja á Austurlandi?  Samskipti við erlenda um orkumál
  • Eigandi miða númer 27295 vann 50.000 krónur í Happdrætti Háskóla Íslands.

Árið 1988 - er sagt frá

  • Herferð gegn íslenskum vörum
  • Bakið veldur óþægindum hjá mörgum
  • Plástur hjálpar konum á breytingaskeiðinu
  • Þrjúhundruðasta flugferðin til Grímseyjar
  • Yfirgengileg þrjóska
  • Árið 2000 - er sagt frá
  • Aukinn ótti við kúariðu
  • Það eitt er víst að allt er óvíst
  • Tepptir með fisk og mjólk fyrir austan
  • Rafræn viðskipti ríkisstofnana á næsta ári
  • Ástir stöðumælavarða

Árið 2007 - er sagt frá

  • Vann tvöfaldan sigur á alþjóðlegu badmintonmóti
  • Frakkar læra á dragnót
  • Liðugar og sigursælar
  • Augnaráð virkar á hitt kynið

Það getur verið allt í senn áhugaverð, fræðandi og skemmtileg afþreying að flétta í gegnum gömul blöð og ný, þegar maður skoða þau gömlu getur maður ímyndað sér gamla tíma og alltaf getur maður nú brosað þegar maður rekst á gamlar auglýsingar. 

 


Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband