Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Listin

Hvað væri lífið án listar?  Það væri allavega ansi fátækt.  Það er alltaf gaman að sjá hvernig listamenn geta leikið sér að hlutunum.  Þessar myndir eru teknar af fígúrum sem gerðar eru úr appelsínum.

app001   app002

app003   app004


Flottur söngvari, flottir tónleikar og alveg þess virði að bíða

Já það var alveg þess virði að bíða með alla fjölskylduna áður en haldið var heim á leið,  ekki gerðist ég svo frægur að fara á tónleikana þrátt fyrir að þeir væru nánast haldir í garðinum hjá mér hér á stór Grafarholtssvæðinu.  En biðin var þess virði svo maður væri ekki að hanga í langri bílalest til þess að komast heim til sín.

En eitthvað verða borgaryfirvöld að gera því þegar eitthvað er um að vera í Egilshöllinni þá er bara allt STOPP og maður getur lesið heilan kapla í bók eftir Arnald Indriðason á leið sinni heim.  En ég hef þrátt fyrir allt meiri áhyggjur af umferðinni þegar Úlfarsárdalur bætist inní allt flóðið sem nú þegar rennur upp og niður Vesturlandsveginn bæði kvölds og morgna.  Ekki ætlar nýr meirihluti að segja íbúðareigendum að skilja bíla sína eftir og taka strætó frítt í vinnuna, líkt og með sundlaugahugmyndina í Laugardal... sérstök speki þar á ferð - svo ekki sé nú meira sagt.  Held svei mér þá að eitthvað af permanettinu hafi læðst inní kollinn á nýja lækninum í borginni.


mbl.is Bocelli í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband