Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Þetta er HNEYKSLI

Ég segi nú bara, ekkert má maður orðið.  Ég er svo sem alveg sammála lögreglunni að það beri að sekta þá sem syngja ílla og sú sekt mætti alveg vera hærri en 10.000,- svo mætti einnig taka upp sekt eða einhverskonar hljóðmengunarskatt af þeim sem eru á 1-3 ári í hljóðfæraleik þó sérstaklega af þeim sem eru að læra á plokflautu eða fiðlu!  En að öllu gríni slepptu þá tel ég að lögreglan mætti fara beita sektum í ríkari mæli gegn þeim sem henda rusli, losa þvag eða þaðana verra á víðavangi.  Borgin er orðin frekar skítug þrátt fyrir myndaskap nýs borgarstjóra og starfsmanna hans sem eru í óða önn að taka til hvort heldur í borgarkerfinu, í óráðssíunni eða úti á götu þar sem það er engu líkara en fólk haldi að göturnar séu "nátttúrulegar ruslatunnur".
mbl.is Sektaður fyrir að „valda hneyksli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegata mál í Grafarholti

Þetta er allt hið einkennilegt mál sem mér þykir vera komið upp í Grafarholti.  Samkvæmt sóknarpresti er svo til búið að ákveða að skíra kirkju hverfisins í höfuðið á konu þrátt fyrir að enginn slík ákvörðun, að mér vitandi, hafi verið formlega tekinn!  Það er líka merkilegt að lesa fréttabréf sóknarinnar þar sem tíunduð eru þau nöfn sem koma hugsanlega til greina en aðrar tillögur sem komið hafa eru algjörlega hunsaðar líkt og í fréttinni hér á mbl.is .  Merkilegt þykir mér líka ástæðan fyrir því að Grafarholtskirkja geti ekki heitað því fallega nafni Grafarholtskirkja og er það vegna þess að Grafarvogskirkja er til, svona rökleysa er auðvitað algjörlega út í hött að mínu mati.  Hefði ég haldið að það væri stolt hvers hverfis að eiga sína kirkju með nafni hverfisins!  En það virðist ekki vera ástæða til þess að ræða þetta mikið frekar þar sem okkar ágæti og skemmtilegi prestur hefur gert upp huga sinn hvað varðar nafnið á blessaðri kirkjunni FootinMouth
mbl.is Áformað er að kenna nýja kirkju í Grafarholti við konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virk samkeppni - það væri þá í fyrsta skipti hjá MS !

MBL0086439Það er aldeilis hvað hún Blúnda 468 hefur mjólkað á árinu!  Er þetta sterabolti mikill? 

Er þetta virk samkeppni á milli mjólkurbúa hvaða kusa mjólkar mest og ef svo hvar er listinn birtur?  Ekki það að manni komi það neitt við en er þá ekki nauðsynlegt fyrir hvern þann sem neytir mjólkurafurða að vita hvaða beljur eru í 1-2 og 3 sæti fyrir árið 2006.  Maður getur bætt þessu inná listann um tilgangslausar upplýsingar!


mbl.is Blúnda skilaði 13 tonnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugið - Warning - Pass auf die Fúss Spitze

MBL0085825 Hvað þarf þetta að vera á mörgum tungumálum, PASSIÐ Á YKKUR TÆRNAR, þegar þið eruð að vinna við færiband.  En hvað var blessaður maðurinn að troða löppunum á sér á bandið, mér er bara spurn!  Vita menn ekki að bandið er á hreyfingu?
mbl.is Festi fótinn í töskufæribandi og slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorrablót næstu helgi - allir með

Jæja nú þurfa allir að taka frá næsta laugardag (27/1) því þá er þorrablót hjá Sjálfstæðifélögunum í Reykjavík.  Allir velkomnir - Miðapantanir í síma 515-1700

image001.jpg


Smá um stjörnumerkin...

Fékk þetta sent í dag, svolítið öðruvísi en frekar spaugileg merking á stjörnumerkjunum Smile 

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti,
góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp
skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og
slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu
einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og  þrjóskur, enda löngu
staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú
hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú
hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið
betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf
á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð
járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem
þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum
þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi
og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla
og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í
drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og
upp  blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll,
þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin
málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar
á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er
augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir
eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í
heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei
neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en
gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert
stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur,
en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en  lýgur og
ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það
loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur
og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur,
færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og
hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu
og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt.
Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu,
en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með
að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig
þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú
í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit  (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll
vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér
af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert
snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að
hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og
alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað
hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður,
ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun
alltaf einn, frosinn í einskis manns  landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki
hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að
fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er
ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert
sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.


Versti dagur ársins

Samkvæmt rannsóknum færustu sálfræðinga er dagurinn í dag versti dagur ársins. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Kvef eða flensa herjar væntanlega á einhvern í fjölskyldunni og hátíðarskapið er algjörlega horfið um þetta leyti. Við bætast yfirþyrmandi áhyggjur af jólaskuldunum og leiði yfir því að ekki tókst að standa við nýársheitin sem hafa venjulega verið svikin um þetta leyti. Skammdegið og veðurfarið hefur einnig slæm áhrif á fólk á þessum degi. Heil vinnuvika er framundan og verulegur skortur á hressu og skemmtilegu fólki til að lífga upp á tilveruna. Skemmtilegasti dagur ársins er hins vegar 23. júní samkvæmt sömu snillingum.

Hann Gvendur á eyrinni ehhh nei Gvendur í Byrginu og syngja með !

Gvendur í Byrginu.. og allir syngja með !

Hann Gvendur í Byrginu var gamall perrakall
og bondage var hans fró.
Hann stundaði stóðlífi og kvennafar og svall.
Í Byrginu hann bjó.

Og Guðs orð hann boðaði í bland við blíðuhót,

úr ritningunni las.
Sitt sæði kvað Gvendur vera allra meina bót,
sig sjálfan Messías.


Hann flengdi smástelpur vikuna alla,
tvær í einu þegar vel gaf.
Greip í Lille ven á milli guðspjalla
og dag né nótt hann varla svaf.

Og Ríkið sá Gvendi gamla alltaf fyrir fé,
jafnóðum eydd´ann því.
Hann keypti sér gúmmíkylfu og túttuklemmu úr tré
og leðurfötin ný.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla...

En Kompás í leikinn skarst og vildi skemma allt,
og fletti ofan af.
Nú er Gvendur í kuldann kominn út og þar er kalt
hann Byrgið yfirgaf.

Hann flengdi smástelpur vikuna alla...


Alla leið

Hilary Clinton með börnum í New York í gær.

Nú er bara að vona að kella haldi velli alla leið og komist í stólinn.  Þarna er á ferðinni greind og glæsileg kona sem myndi sóma sér vel sem fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjana.  Maður vonar bara að eitthvert blaðið komi ekki með upplýsingar um að hún hafi fundið lyktina af Marijuana (hvernig svo sem það er skrifað) þegar hún var 13 ára!  Eins og virðist vera nokkuð landlægt hjá blaðamönnum þar í landi!


mbl.is Hillary Clinton hefur afgerandi forskot meðal demókrata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein besta stofa allra tíma

file2807314 Ég ligg enn í hláturskasti eftir gærkvöldið.  Spaugstofa vikunnar held ég svei mér þá að sé bara ein albesta spaugstofa sem ég hef séð.  Alveg hreint frábært hvernig þeir tóku "byrgislagið" og keppni bankana um hver stæði fyrir mestu, bestu og STÆRSTU veislunni svo má ekki gleyma bloggara vikunnar, algjör snilld.  Mæli með því að allir þeir sem ekki hafa haft tök á að sjá þáttinn að horfa á hann á netinu með því að smella hér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband