Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Enski boltinn - Hækkun hjá 365 - og þú BORGAR !

365Jæja kæru vinir nú skuluð þið fá að taka upp veskið fyrir 365 enn og aftur! 

Ég skal hundur heita og jafnvel éta hattinn minn ef þeir háu herrar sem stýra 365 séu ekki farnir að undirbúa góða hækkun á afnotagjöldunum fyrir áskrifendur Sýnar, Stöðvar 2 og hinna stöðvanna hjá þeim A.S.A.P helst síðustu mánaðarmót (okt/nóv).

Þeir hafa verið duglegir að hækka undanfarin ár og þeir verða örugglega ekkert lakari við það á því herrans ári 2007.  Það er svo ótrúlega skrýtið að eftir því sem dagskráin td. á Stöð 2 verður verri og verra þá hækkar verðið alltaf meira og meira.  En ég geri nú ráð fyrir því að áskrifendur Sýnar fái að greiða! en ekki við sem borgum háar fjárhæðir til þess að sjá léilega dagskrá stöðvar 2. 

Læt til gamans fylgja með bréfið sem Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri á Skjá1 sendi starfsfólki sýnu í dag, þar á bæ virðast menn þó vera aðeins á jörðinni, allavega átta sig á að upphæð eins og talað er um hátt í tveir milljarðar sé kannski of mikið til þess að réttlæta. 

það væri fróðlegt að sjá bréfið sem háttvirtur stjórinn hjá 365 sendir sýnum starfsmönnum.....  Útvarpsstjórinn þar hlýtur að vera farinn að lítast um eftir nýlegri Toyota Corolla bifreið þar sem þeir hljóta að þurfa draga saman seglinn verulega til þess að borga þennan brúsa, ja nema stjórnarformaðurinn opni bara tékkheftið Wink

 

"Kæru samstarfsmenn og vinir

Mikið hefur verið slegist um íþróttarétti síðustu misserin og nú síðast um réttinn að Enska boltanum.

Við buðum kröftuglega í tvær umferðir þetta skiptið en þegar útboðinu var hrundið út í þriðju umferð og heildarupphæðin var komin vel á annan milljarð króna tók ég þá ákvörðun að etja ekki fyrirtækinu út í það sem er augljóslega rugl, neitaði að hækka frekar og dró okkur til baka. Niðurstaðan þetta skiptið er því að SÝN verður boðið til viðræðna um að klára samning við Premier League.

Auðvitað hefði verið frábært að vinna aftur þennan rétt sem við höfum þjónað svo vel en því miður eru slagsmálin komin langt út fyrir allan viðskiptalegan veruleika.  Versta mögulega staðan fyrir okkur hefði verið að þurfa að blóðmjólka viðskiptavini okkar til þessa að reyna í örvæntingu að hafa uppí galinn kostnað og tapa samt á annað hundrað milljónum króna á réttinum á ári.  Keppinautar okkar hafa nú unnið slíkan Pyrrhosarsigur og verði þeim að góðu. Þetta skiptið eru berin bara alls ekki súr.

Með bestu kveðju

Magnús

PS. Og nú gerum við boltanum glæsileg skil framá vor því að honum verður ekki þjónað nærri eins vel næstu 3 árin. Go, go, go!!!"


Jólaljósin kominn

Frábært, nú er heldur betur farið að styttast í jólinn.  Allir hamast nú við að hengja upp jólaljósin.  Ég var á Dalvík í gær og þar var fólk í óða önn að hengja upp ljósinn á húsunum hjá sér og skreyta glugga svo bærinn var að breytast í eitt lítið jólaþorp og nú er einnig búið að klæða Selfoss í jólafötinn.  Maður verður nú að skjótast aðeins þangað fyrir jól til þess að sjá nýju lýsinguna á brúnni.  En að vísu er eitt sem vantar að mér skyldist á Selfossi núna og það er snjórinn svo ég geri ráð fyrir því að Stefanía bæjarstjóri dansi nú með sveitastjórninni snjódansinn mikla og vonist eftir því að bærinn fyllist von bráðar af snjó svo enginn komist um bæinn nema fuglinn fljúgandi já og þeir sem eiga snjósleða Smile
mbl.is Jólaljósin kveikt á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurlandið

Ég verð að játa að það örlaði fyrir örlitlum pirringi í morgun.  Ég vaknaði um kl 07.00 og þegar ég var búinn að fara í sundlaugina hér á Akureyri þá áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að taka með hleðslutækið fyrir myndavélina og hún orðin batterílaus.....frekar fúlt sérstaklega þegar maður er að fara framhjá svo mörgum fallegum stöðum.  Ég er búinn að vera ferðast um sveitina hér í kringum höfuðstað norðulands.  Byrjaði á að fara á Húsavík svo hringinn í kringum Mývatn sem er himneskur staður á þessum árstíma, gaman að sjá hve allt var fallegt í hvítu vetrakápunni.   Nú áður en ég fór aftur inn í höfuðstaðinn þá þurfti ég að erindast aðeins á Grenivík.  Alltaf gaman að kíkja við þar og þó er sérstaklega skemmtilegt að hitta hjónin í Jónsabúð.  Þar kemur maður aldrei að tómum kofanum.  Á meðan drukkið var kaffi og gætt sér á lítilli sneið af vínarbrauði sem meistararnir í Brauðgerð Kristjáns á Akureyri bökuðu síðastliðna nótt þá var skipst á skemmtilegum sögum um sveitungana og að sjálfssögðu pólitíkina.  Þar voru sko enginn tæknileg mistök á ferð nema þá einna helst að ég fékk mér tvær sneiðar af þessari gómsætu vínarbrauðslengju en hefðí átt að láta eitt stykki duga.... en svona er þetta !

Hér á Akureyri er fallegt veður, hitastigið í kringum frostmark, logn og snjór yfir öllu.  Það var svo jólalegt úti að ég stóðst ekki mátið við að skjótast aðeins og kíkja á Jólagarðinn og skoða allt jólaskrautið sem hann hefur uppá að bjóða.  Alveg nauðsynleg heimsókn þegar maður kemur á norðulandið og enginn ætti keyra hér um svæðið án þess að koma við í Jólagarðinum það er heimsókn sem svíkur engann.


Útiálandibúar - Halló Akureyri

Ég vaknaði í dag á svipuðum tíma og flest alla aðra virka daga eða um klukkan 05.20 ég var hinsvegar ekki að fara í líkamsræktina heldur þurfti ég að bruna út úr höfuðborginni til höfuðstaðar norðurlands en þó með all mörgum stoppum á leiðinni.  Ég stoppaði á eftirtöldum stöðum í dag

Borgarnesi - Hvammstanga - Blöndósi - Skagaströnd - Sauðárkróki - Varmahlíð - Dalvík - Siglufjörður og svo höfuðstaður norðurlands sjálfur Akureyrarbær.  En ekki má maður gleyma að nefna þann stað sem allir ættu að stoppa á þegar þeir halda norður þe Staðarskáli.  Þar er nauðsynlegt að stoppa og heilsa upp á hressu stelpurnar og fá sér kaffisopa og heimagerðan ástarpung (en það er að sjálfssögðu bara leyft fyrir þá sem ekki eru í neinu átaki)  svo ég fékk mér bara kaffisopa og slurk af mjólkurafurð útí.

Það er óhætt að segja að veðrið hafi verið fallegt eins og alltaf á landsbyggðinni, þið kannist við þetta, ég held að það sé alveg sama á hvaða degi ársins maður hefur samband við "útiálandibúa" (þetta orð eru tæknileg mistök) þá er alltaf frábært veður og líklegast bara betra veður en elstu menn muna eftir að hafi verið áður Wink  En svo þegar maður kemur á staðinn þá var það var veðrið frábært rétt áður en maður kom á staðinn og svo auðvitað rétt eftir að maður fór frá staðnum er það komið aftur...... þetta er merkilegt þessar veðurfréttir hjá heimamönnum.  Ég á góðan til að mynda góðan við á Norðfirði fyrir austan sem fullyrðir það að það sé aldrei þoka á Norðfirði heldur bara lágskýjað Smile nú eða að það sé alltaf sól á Norðfirði en hún sést ekki alltaf útaf því hversu lágskýjað sé LoL

Ég tók nokkrar myndir í ferðinni í dag sem ég læt fylgja með svona til gamns.  Vek sérstaklega athygli á "jólahúsinu" þori varla að skrifa þetta orð þar sem þetta er skrásett vörumerki verslunar á Skólavörðustígnum, en ég tek sjénsinn.  Á Dalvík eru allir komnir á fullt að skreyta til þess að lýsa upp skammdegið.  Hér er dæmi um fallega skeytt jólahús, næst kemur mynd af hinum eina sanna kantrýbæ á íslandi og hvar skyldi hann nú vera annarsstaðar en á Skagaströnd með Hallbirni kúreka við endum svo myndaseríu dagsins með hjónunum sem taka á móti gestum og gangandi með bros á vör við hvammstangaveginn.

Jólin koma á Dalvík  Kátrýbærinn - Hinn eini sanni  Hjónin á Hvammstanga

Á morgun mun ég heimsækja

Húsavík - Mývatn og svo aftur höfuðstað norðurlands Akureyri, ég mun bæta inn einhverjum myndum af svæðinu á morgun.

 


Berjast saman gegn offitu

1131939347_23_1

Fréttablaðið, 20. nóv. 2006

Berjast saman gegn offitu

Sáttmáli um sameiginlega baráttu gegn offitu hefur verið undirritaður af fulltrúum Evrópulanda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í sáttmálanum er kallað eftir aukinni samstöðu á milli opinberra aðila, frjálsra félagasamtaka, einstaklinga og fjölskyldna.

Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og hefur tíðni hennar þrefaldast síðustu tvo áratugi. Þróunin þykir uggvænleg, ekki síst í ljósi þeirra heilbrigðisvandamála sem offita hefur í för með sér. Talið er að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu megi rekja til offitu.


Er það ekki nákvæmlega þetta sem við þurfum hér í okkar litla landi?  Það er orðin staðreynd hvort sem við viðurkennum það eða ekki að offita er orðið stórt félagslegt- og heilbrigðislegt vandamál á Íslandi líkt og á mörgum öðrum stöðum í heiminum.  Við höfum oft talað um það hve ameríkanar séu orðnir svakalega fram og afturstæðir en erum við ekki að sigla í nákvæmlega sömu átt og þeir.   Ég hefði ekki trúað þvi að 6% af öllum peningum sem fer í heilbrigðiskerfið fari í mál tengd offitu.  Við erum ekki að tala um neina smáaura!  Ég er nú samt alls ekki að tala um að allir eigi að vera steyptir í sama mót en ég held samt að við þyrftum að gera stórátak í þessu málefni og það fyrir alla aldursflokka.

Nú er um að gera..... drífðu þig bara af stað, þetta er bara spurning að henda sér úti laugina og byrja.... trúðu mér ég kann allar þær afsakanir sem hægt er að kunna fyrir því að byrja ekki.  Taktu hendur úr vösum og hausinn úr sandinum og skráðu þig strax í dag.

www.hreyfing.is

www.worldclass.is

www.gym80.is

www.sporthusid.is

 

 


Green & Black´s komið á klakann

logo-home-centre

Jæja gott fólk nú er tilefni til þess að gleðjast.

Hvers vegna.... jú vegna þess að eitt af bestu súkkulaðitegundum heimsins er komið á markað hér á litla klakanum okkar, ég er að tala um Green & Black´s súkkulaðið sem framleitt er úr lífrænum afurðum. 

Ég átti leið um Blómaval (Sigtrúni) í gærkvöldi og sá þá mér til ánægju að þeir eru farnir að selja Green & Black´s og það sem meira er á ótrúlega góðu verði miðað við að þessi vara er framleidd úr fyrsta flokks lífrænum afurðum og er þar að auki "Fairtrade" vara.  Dökka súkkulaðið er algjör snilld með heitum kaffibolla, getur varla verið betra en það á köldum vetrardegi.  Ég stóðst reyndar ekki freistingarnar í gær og keypti mér þrjár tegundir (72% dökkt, Caramelu og Maya Gold).  Ég geri reyndar ekki mikið af því að kaupa lífrænar vörur og kannski allt of lítið af því en ég get hiklaust mælt með þessu súkkulaði það er FYRSTA FLOKKS.

Ég verð þó að passa mig ef ég ætla að ná settu marki fyrir jólinn þe að taka þessi 2kg Blush


Garfield dagsins

Það er alltaf gaman af Grettir (Garfield), læt til gamans einn inn svona í tilefni dagsins

 garf002


Brenndi 400 kíló af pósti

postur

 

Er þetta ekki málið?

Ég velti því fyrir mér hvort það væri ekki mögulegt að íslandspóstur gæti ekki tekið upp sömu þjónustu og þessi ágæti bréfberi í Noregi, þó það væri nú ekki nema bara að brenna allan fjölpóst sem kemur og á bara eftir að aukast eftir því sem nær dregur jólum.  Það myndi spara manni nokkrar ferðir í blaðagáminn með þessa blessuðu ruslpósta. 

En gaman væri að vita hver ber skaðan ef hann hefur brennt einhverja reikninga, skyldi póstþjónustan vera skaðabótaskyld?  Ætli þeir séu tryggðir fyrir svona bruna?  Þetta væri nú ósköp þægileg leið til þess að losna við reikninga að geta bara bent á póstinn og sagði, hann kveikti í póstinum mínum .  En líklegast virkar sú afsökun ekki lengi.... eða hvað?


mbl.is Brenndi 400 kíló af pósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förgun fugla

Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé nú ekki fullrótæk aðgerð að farga öllum þessum fuglum, sérstaklega vakti athygli mína að þessi sýni voru tekinn í vor og núna 20 nóvember eru fyrst einhverjar ráðstafanir gerðar.  Hvar eru núna félagar fuglavinafélagsins, ætla þeir að láta þetta yfir sig ganga eða vini sína, ég bara spyr...!


mbl.is Förgun fugla í Húsdýragarðinum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband