Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Moka moka moka,

IMG_0466Jæja þá er allt að komast í rétt horf hér í höfuðborginni og þeir fjölmörgu sem hafa verið að reyna að aka um á sumardekkjunum geta andað léttar.  Þeir þurfa hugsanlega ekki að flýta sér að setja nagladekkinn undir og þá hlýtur framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar að vega fegið..... minni svifryksmengun og því allt annað líf að ferðast um borgina..  En svona án alls gríns þá hefur verið frábært að leika sér úti með krökkunum í dag, við erum búin að gera snjóhús, snjókarl og svo marga snjóengla að ég missti töluna þegar ég var kominn upp í 40.  Er hægt að biðja um meira, frábært veður og mikill snjór þetta er fullkomið tækifæri til þess að gleyma amstri dagsins með fjölskyldunni.


mbl.is Búið að opna Víkurveg; stofnæðar í borginni hafa verið ruddar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

92% erlendra ferðamanna telja vínverð hér hátt - kemur sérstaklega á óvart

vinflaskaGet ekki annað en brosað af niðurstöðum könnunarinnar Smile  Ég hefði haldið að við þyrftum ekkert sérstaklega á því að halda að útlendingar segðu okkur staðreyndir.  Ég er þess fullviss að ef samskonar könnun væri lögð fyrir hin saklausa íslenska borgara þá myndi niðurstaðan vera eins eða kannski það sem verra er hún værri enn meira afgerandi en þessi (95-98%).  Eru þetta nú ekki skýr skilaboð að það vanti samkeppni í sölu áfengis hér á landi?

 .... já þegar stórt er spurt, við ættum kannski að fá útlendinga til þess að svara könnun um matvöruverð í verslunum, verð á fatnaði og verð á vegabréfum svona rétt til þess að segja okkur hvort hlutirnir séu dýrir eða ódýrir,  niðurstaðan myndi án efa koma okkur verulega á óvart FootinMouth


mbl.is 92% erlendra ferðamanna telja vínverð hér hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvít kápa

IMG_0453Er hægt að sjá borgina fallegri en þegar hún er kominn í snjóhvíta og hreina kápu.  Þetta er hreint út sagt stórfenglegt.  Það eru að vísu nokkrir fylgifiskar sem eru með s.s. allir fastir, björgunarsveitamenn truflaðir frá fjölskyldulífinu til þess að bjarga saklausum fórnalömbum í umferðinni.  Ég var rétt í þessu að sjá hjálpasveitina bjarga strætó sem er búinn að sitja fastur í götunni hjá okkur í rúman hálftíma.  Var að velta því fyrir mér að fara og bjóðast til þess að kippa í hann á litlu Toyotunni sem fjölskyldan á.  En það hefði líklegast verið talið mikiðmensku brjálæði Happy en hefði getað verið stórskemmtileg sýn.

Farið nú öll út að leika


46 kg léttari og 2 kg þurfa að fara til viðbótar!

Ef einhver hefði sagt við mig fyrir 14 mánuðum síðan að ég ætti eftir að byrja í líkamsrækt og breyta um mataræði eða bara um lífstíl þá hefði ég verið fljótur að svara viðkomandi með þeirri einföldu settningu....... þú ert ruglaður !

En sú varð nú raunin, nú er maður búinn að breyta um lífstíl byrjaður í líkamsrækt og farinn að njóta lífsins enn betur en maður gerði áður.  Það spyr hugsanlega einhver hvers vegna.  Ég skal svara því, vegna þess að ég var allt of feitur, svo langt yfir kjörþyngd að ég hélt að ég gæti aldrei tekist á við þetta verkefni.  En raunin varð heldur betur önnur.  Núna tæpum 14 mánuðum síðar hef ég lést um 46kg, aukið þolið og bætt andlega líðan.  Hver biður um meira en það.  

Ég var þó búinn að setja mér markið um að missa 2kg til viðbótar fyrir komandi jólahátíð, en maður lifandi, ég held bara að það sé erfiðara að losna við þessi 2kg en hin 46kg samanlagt.  Alveg hreint ótrúlegt þegar maður stígur á þetta blessaða tæki þe vigtina þá bara gerist ekki neinn, bara alls ekki neitt, maður gæti orðið heppin ef batteríið myndi klárast og ekkert myndi birtast á skjánum, en nei maður er ekki einu sinni svo heppinn BlushSmile.  En ég hef þó enn nokkrar vikur til þess að ná þessu markmiði mínu og meira að segja það skal takast !

Því segi ég, ef ég gat tekið mig á og breytt um líferni þá geta það ALLIR.


Ótrúlegt en satt, R-listinn (Samfylkingin og Vinstri Grænir) búnir að finna Breiðholti !

Alveg er það ótrúlegt að aðeins 12 árum eftir að R-listinn vann borgina þe Samfylkingin og Vinstri grænir skyldu þessir blessuðu flokkar finna Breiðholtið eða átta sig á því að í raun og veru sé hverfi sem heitir því merka nafni og staðsett í Reykjavík.  Nú vilja þessir blessuðu flokkar koma fram og sækja sér athygli í eitthvað málefni sem leitað var með til þeirra all oft á valdatíma þeirra hér í Reykjavik.

Það er hreint ótrúlegt að þeir skuli vera búin að finna Breiðholtið góða og ekki nóg með það heldur setja nafnið á prent og inn í tillögu hjá sér.......... alveg hreint ótrúlegt.


mbl.is Vilja að Reykjavíkurborg verði áfram í forystu í málefnum innflytjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband