Leita í fréttum mbl.is

Ríkis(ó)stjórn á suðupunkti

Það er allt að komast á suðupunkt innan ríkisstjórnarinnar og greinilegt að samstarfið er á brauðfótum.  Það er því líklega hægt að segja við Jóhönnu að grasið er ekki alltaf grænna hinu megin.

Það er fátt sem þessi ríkisstjórn hefur áorkað og nú eru þau að átta sig á því að það styttist hratt til kosninga.  Þau eru að brenna inni á tíma og þess vegna eru þau farinn að ræða hvort ekki sé mögulegt að fresta kosningunum, ég er reyndar hissa á því að sú krafa hafi ekki komið fyrr uppá borðið hjá þeim.  Sérstaklega í ljósi þess að það hefur verið rætt í dágóðan tíma á milli stjórnarerindrekanna, hvort ekki sé ráð að fresta kosningunum.

Það sem er leiðinlegt við þetta allt saman að nú hefur farið drjúgur tími í stjórnarskiptin og ekkert virðist ætla koma út úr þessi nema klúður á klúður ofan reyndar fyrir utan að fyrsta íslenska konan hefur nú gegnt starfi forsætisráðherra.  Það er svo sem gott en ekki getur það verið merkilegur ferill að státa sig af að hafa ekkert gert og engu áorkað í starfinu, eða hvað?


mbl.is Mikil fundahöld í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband