Leita í fréttum mbl.is

Er ekki komið nóg?

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þessu grjótkasti og enn merkilegra að þarna er stjórnandi á ferð sem bar ábyrgð á rekstri stofnunnar og öflugum mannafla.  Nú þegar allt hefur ekki farið eins og hann óskaði sjálfur virðist hann hafa ákveðið að reyna róta sem best í kringum sig í von um að draga sem flesta með sér frá borðinu. 

Reyndar er ég sammála honum um að þetta sé óttalegur sandkassaleikur sem í gangi er, reyndar tek ég að ofan fyrir fólki sem játar kosti sína og galla.  Hann hefur verið ólatur við að koma í alla þá fjölmiðla sem hann hefur komist í til þess að segja sína skoðun á allt og öllum.  Ég hreinlega leyfi mér að efast um að þetta sé honum sjálfum eða stofnuninni sem hann hefur stýrt til framdráttar.

En það verður ekki tekið frá honum að hann hefur unnið gott starf embættinu og landinu til heilla.  En eins og dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á þá hefur starfið sem lögreglustjórinn sinnir breyst mjög mikið frá því að hann tók við því og því rétt að auglýsa stöðuna svo að sá sem henni gegnir hafi ótvírætt umboð til þess. 

Hann hefur hinsvegar kosið að túlka atburði síðustu daga á þann veg að honum sé ekki stætt á að sækja um starf og því ætli hann að skemma eins mikið út frá sér eins og hann getur, það er miður því um leið er hann að draga niður allt það góða starf sem hann hefur unnið.

En það er í þessu starfi sem og öllum öðrum "maður kemur í mans stað" og ef sá sem leiðir stofnunina getur ekki unnið með þeim sem leggja línurnar á hverjum stað fyrir sig, það á vitanlega um bæði fyrirtæki og stofnanir, þá er það öllum til heilla að viðkomandi láti af störfum. 

Hinsvegar vona ég að sjálfssögðu að hann fái góða vinnu sem hann getur starfað sáttur við sig og stjórn.


mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband