Leita í fréttum mbl.is

Lögreglan, heimilin, skólinn og blessaðir fjölmiðlarnir

Hvað fær fólk til þess að ráðast á lögregluna?  Maður ætti kannski að spyrja sig einnig að því "hvað fær fólk til þess að ráðast á annað fólk"?

Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hvers vegna það sé að virðing fyrir laganna vörðum hefur dvínað síðustu ár og oft á tíðum hreinlega blöskrar manni við því hvernig fólk talar um lögregluna. 

Það þarf samstillt átak lögreglunnar, heimila, skóla svo ekki sé talað um fjölmiðlafólks til þess að snúa vörn í sókn.  En líklega eiga fjölmiðlar stóran hluta í því hvernig staðan er í þessum málum, minni á þátt fréttamanns við Rauðavatn hér fyrir nokkrum mánuðum síðan, þegar Lára Ómarsdóttir fréttamaður ræddi það í beinni útsendingu hvort hún ætti ekki að fá einhverja til þess að grýta lögregluna svo fréttin yrði meira spennandi.  Vitanlega bárust margar kvartanir til fréttastofu 365 svo yfirmönnum þar var ekki stætt á öðru en að færa hana til (innan samstæðunnar) svo fréttastofa stöðvarinnar myndi ekki hljóta álitshnekki, en eðlilega ber fólk ekki mikið traust til fréttastofu sem leitar leiða til þess að "gera fréttir meira spennandi" með spuna.  Þetta er ekki eina dæmið og örugglega ekki það síðasta sem tengist þessari fréttastofu, svo mikið er víst.

En hvað verður um þessa einstaklinga sem réðust á lögregluna?  Þeim verður líklega sleppt eftir yfirheyrslu eða hvað?  Eðlilegast væri að mennirnir fengju dóm strax og myndu hefja afplánun strax því það er algjörlega ólíðandi að fólk beri ekki virðingu fyrir lögreglunni sem og auðvitað öðrum einstaklingum.


mbl.is Grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég held að þetta sé löng og slæm þróun og það er engin virðing fyrir neinum hjá þessu fólki.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.10.2008 kl. 19:03

2 identicon

Lítil sem engin refsing er fyrir að ráðast á og slasa lögreglumann/konu.Þess vegna er aukning á þessu virðingarleysi.Herða dóma og beint í steininn fyrir þessi brot sem og önnur ofbeldisbrot

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

ÁFRAM ÍSLAND

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband