Leita í fréttum mbl.is

Atlantsolía hætt í samkeppninni?

Er það von að maður spyrji sig þeirrar spurningar hvort Atlantsolía sé hætt í samkeppninni.  Þar á bæ voru menn kokhraustir fyrst um sinn og síðan virðist allt loftið farið úr þeim.  Þeir eru núna trekk í trekk hærri en Orkan og eða Egó í verðum.  Hvað er að gerast?  Hafa olíubarónarnir keypt þá eða eru þeir bara komnir í baróna-vinafélagið ?? 

Við hjónin erum búin að vera dyggir stuðningsaðilar Atlantsolíu allt frá því þeir hófu eldsneytissölu hér á landi, en það fer nú að verða spurning hvort maður fari að gjóa augunum eitthvað annað sérstaklega ef þeir eru hættir í allri samkeppni, það var nú ástæðan fyrir því að við hófum viðskipti við þá í upphafi.


mbl.is Eldsneyti hækkaði í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég hef grun um að ef Atlantsolía væri ekki á markaðinum þá væri bensínlítrinn 10 krónum dýrari.

Þetta er svipað og með flugið, núna kostar álíka mikið að fljúga með Iceland Express og Icelandair í ódýrustu sætunum. Ég held að þó að Iceland Express og Atlantsolía séu ekki alltaf að bjóða besta verðið þá sjá þau til þess að við fáum betra verð en annars. Af hverju er ódýrustu bensínstöðvarnar þær sem eru næst Atlantsolíu?

Mummi Guð, 7.8.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég hef akkúrat enga trú á því að verðið væri eitthvað hærra ef Atlantsolía væri ekki á svæðinu, því það hafa öll Olíufélög þ.m.t. Atlantsolía hækkað álagninguna sína.

Óttarr Makuch, 7.8.2007 kl. 10:54

3 identicon

Sammála þér, Óttar. Það er orðið langt síðan AO hætti (reyndar rétt eins og Iceland Express) að vera í einhverri samkeppni. Reyndar virðist þetta alltaf hafa bara verið eitthvað plat - þeir byrjuðu einhverjum aurum ódýrari en Orkan, stærri voru dílarnir ekki.

Ég reyndar verð að viðurkenna að ég treysti AO aldrei í sambandi við þessar yfirlýsingar þeirra, því ég neyddist fyrir nokkrum árum til að þurfa að eiga sam- og viðskipti við móðurfyrirtækið, Atlantsskip, og ég hef varla kynnst öðru eins svindli og rugli, nema kannski helst þegar maður hefur neyðst til að skipta við Eimskip (-: 

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við sammála  Óttarr þetta eru og hafa alltaf verið samtök,og samráð því miður hefur okkur ekki tekist að gera þetta af heiðalegri samkeppni/en við berjumst fyrir því!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.8.2007 kl. 17:02

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Var að taka bensín um daginn, á tvo bíla, annars vegar hjá AO við Flugvallarveg, og hins vegar hjá ÓB í Grafarholti, og viti menn, það munaði fjórum krónum á líternum, ÓB í vil.......  Það er gott að búa í Grafarholti

Sigríður Jósefsdóttir, 9.8.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband