Leita í fréttum mbl.is

Hvað er að gerast - ég er með 2 bloggfærslur um fótbolta í sama mánuðinum !!!???

Hafið ekki áhyggjur ég er ekki að breytast í fótboltabullu þrátt fyrir að tvö innlegg hjá mér í röð séu um fótbolta.

Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju mér var ekki boðið að vera með í fótboltaliði Nörd-anna.  Ég hef aldrei spilað fótbolta, kann ekki leikreglurnar og er svei mér þá ekki einu sinni klár á því hve margir eru í hverju liði.  En eitt veit ég þó að það er aðeins einn fótbolti í hverjum leik ( í einu amk).  Ég hefði smellpassað inní liðið - ekki spurning.

En þrátt fyrir lítið fótboltavit þá held ég nú með KR þá aðallega af því KR poppið frá Stjörnusnakki var svo bragðgott.  En hvað er að gerast þarna vestur í bæ, ég er eiginlega viss um að sjávarseltan er farinn að rugla KR-inga eitthvað í ríminu.  Eða það er kannski bara spurning hvort maður ætti ekki að bjóða fram krafta sína hjá KR - þeim myndi kannski ganga betur þá !!

sumarid2007

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband