Færsluflokkur: Menning og listir
12.4.2009 | 15:10
Órjúfanlegur þáttur í páskahátíðinni
Ég fór ásamt fjölskyldunni í páskaeggjaleitina sem Félög sjálfstæðismanna í Árbæ og Breiðholti héldu í Elliðaárdalnum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn sem og þau félög sem að páskaeggjaleitinni standa eiga heiður skilið fyrir framúrskarandi skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Við fórum ásamt hundruðum annarra upp í hlíðina til þess að leita af fallega skreyttum páskaeggjum og við hvert það egg sem yngri dóttur mín fann sagði hún alltaf yfir sig hrifinn.... Sjáið þið hvað þetta egg er fallegt... allt fullt af litum.
Við höfum farið undanfarin ár í páskaeggjaleitina hjá Sjálfstæðisflokknum og er það orðið að hefð um páskahátíðarnar.
Takk fyrir okkur.
Góð þátttaka í páskaeggjaleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2008 | 17:17
Gleðilega hátíð ljóss og friðar
Einn af okkar uppáhalds sálmum hljóðar eitthvað á þessa leið
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka,
nú gengin er sérhver þess gleði og þraut,
það gjörvallt er runnið á eilífðar braut,
en minning þess víst skal þó vaka.
Því við vitum þegar þau tímamót eru kominn ár hvert að syngja þennan sálm, þá er
viðburðarríkt og skemmtilegt ár að kveðja. Það má svo sannarlega segja það um árið
2008.
Hjá okkur hefur margt gerst bæði persónulega og hjá þjóðinni allri. Til að mynda ákvað fjölskyldan að sendaekki út hefðbundin jólakort, þ.e ef hægt er að segja að
kortin okkar hafi einhvertímann verið hefðbundinn. Þess í stað ákváðum við að senda út jólakveðju með þessu sniði og setja frekar þá fjármuni sem hefðu farið í kaup á
jólakortum sem og póstburðagjöld til góðgerðamála og hefur sú fjárhæð þegar verið greidd. Fjölgun varð á heimilinu þegar við fluttum inn dreng sem er
íslensk ættaðan bæði í karl og kvenlegg frá Danmörku hefur hann verið hjá
okkur frá því í haust.
En hvers er að minnast og hvað er það þá,
sem helst skal í minningu geyma?
Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá,
það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá.
En miskunnsemd Guðs má ei gleyma.
Árið hefur verið ferðaár hjá okkur því við fórum í heimsókn til Þórs og Huldu sem búsett voru í Kaupmannahöfn og að sjálfssögðu nýttum við tækifærið og heimsóttum Margréti í leiðinni eða allavega kaffihúsið sem stendur rétt við litla kofan hennar. Sem líklega er ein af fáum byggingum sem við íslendingar áttum ekki á einhverjum tímapunkti líkt og flestar aðrar byggingar í Kaupmannahöfn. Ferðin var mjög skemmtileg enda alltaf gaman að
hitta góða vini og ekki má gleyma uppáhalds kaffihúsinu okkar LaGlace sem stendur við Skoubogade 3.
Farnar voru margar ferðir innanlands, til þess að drekka í sig menningu þjóðarinnar og skoða bændur landsins komið var við á Bjarteyjarsandi sem er eitt best varðveitta leyndarmál hér í grennd við höfuðborgina. Ákaflega skemmtilegur staður fyrir fjölskyldur þar sem börn á öllum aldri geta notið þess að vera í sveitasælunni á
fallegum stað.
Aðrir staðir sem við komum við á voru Hreðavatn, Smáralind, Húsafell,
Vestmannaeyjar, Svínadalur, Kringlan og Brynjudalur svo eitthvað
sé nú nefnt. Síðasti viðkomustaðurinn á ferðalagi fjölskyldunnar var Brynjudalur en þar
hefur fjölskyldan farið ásamt Júlla og Svölu undandarin ár og sótt sér jólatré. Þetta er án efa ein skemmtilegasta vina og jólahefð sem við höfum. Þegar komið er í
dalinn hefst leiti að hinu eina sanna jólatré og vitanlega höfum við ávallt náð í
fallegasta tréið í skóginum. Það hafa vissulega komið upp smávægileg slys hvað
fegurðina já og stærðina en fegurðin kemur innanfrá svo stilkurinn hlýtur að vera
ákaflega fallegur!
Það má með sanni segja að námsmenn búi á heimilinu því Emma Brá stundar nám í
leikskólanum Maríuborg, Hafdís Hrönn er í Sæmundarskóla og Kata er orðinn virðulegur NÁMSMAÐUR í Háskólanum í Reykjavík þar sem hún lærir allt um mannauðsstjórnun. Spurningin er því hvort hún verði kominn með FIMM háskólagráður áður en við vitum af.
Hafdís Hrönn er að verða aðal frammarinn á heimilinu, æfir bæði hand- og fótbolta
með FRAM og hefur tekið miklum framförum á árinu. Við höfum því farið á ófá mótin í ár okkur öllum til mikillar gleði. Það verður ekki langur tími sem mun líða áður en Hafdís nær að smita með gleði sinni systur sína Emmu Brá og fær hana til þess að byrja æfa hjá FRAM einnig.
Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár
og góðar og frjósamar tíðir,
og Guði sé lof, því að grædd urðu sár,
og Guði sé lof, því að dögg urðu tár.
Allt breyttist í blessun um síðir.
Ó, gef þú oss, Drottinn, enn gleðilegt ár
og góðar og blessaðar tíðir,
gef himneska dögg gegnum harmanna tár,
gef himneskan frið fyrir lausnarans sár
og eilífan unað um síðir.
Við færum þér og þínum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð um leið og við þökkum þér
fyrir samveruna á árinu sem senn er nú líðið. Megi Drottinn Guð færa ykkur hamingju, gleði
og styrk sem og varðveita ykkur um ókomin ár.
Með jólakveðju
Óttarr
16.11.2008 | 13:19
Ekkert annað en aumingjaskapur
Ég skal fyrstu manna fagna öllum þeim sem mótmæla til þess að láta skoðun sína í ljós, enda hef ég alltaf stutt frelsi einstaklingsins í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur þ.m.t að mótmæla þegar hann telur á sér brotið eða þegar hann er ekki sammála því sem er að gerast í kringum hann.
Þegar ég las að hópur einstaklinga hafi ákveðið að færa þessi mótmæli í gær á lægra plan þá datt mér fyrst í hug að Lára Ómarsdóttir hafi verið á staðnum til þess að sjá til þess að fréttir af viðburðinum yrði meira "krassandi" í fréttaflutningnum líkt og gerðist við Rauðavatn hér fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Áttar þetta fólk sig ekki á því að það erum við öll sem þurfum að greiða fyrir lagfæringar og þrif eftir þessa "háttsemi"? En hvað stendur í raun og veru uppi eftir gærdaginn, eru það þessir einstaklingar sem ákveða að skemma eða óhreinka eigur okkar eða það að hátt í sex þúsund manns hafi komið saman á Austurvelli til þess að mótmæla að þeirra sögn aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar?
Þinghúsið þrifið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.7.2008 | 18:10
Kastljós að breytast í Gula pressu?
Kastljóss þáttur gærdagsins verður líklega lengi í minnum hafður. Þar tel ég að stjórnandi þáttarins hafi náð að koma þættinum í sögulegt lágmark hvað fréttamennsku og gæði varðar.
Ég hef reyndar sagt áður að þessi tiltekni stjórnandi ætti ekki að taka fólk í viðtöl heldur frekar að leitast við að gera eitthvað annað. Eins sérstakt og það er nú þá leyfir þessi tiltekni stjórnandi viðmælendum sínum sjaldnast að klára málin og það liggur við að það heyri hreinlega til utantekninga þau skipi sem hann grípur ekki frammí fyrir gestum sínum. Eitt er að vera ákveðinn fréttamaður en annað er að vera dónalegur og sýna öðrum lítilsvirðingu.
Það fólk sem ég hef heyrt í virðist flest vera á því máli að stjórnandi þáttarins hafi farið offari og því skilur fólk hreinlega ekki svar Þórhalls Gunnarsson ritstjóra Kastljós á Visir.is þar sem hann telur framganga stjórnandans eðlilega og segir jafnframt að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri þurfi að skýra betur út afstöðu sína. Ég tel hinsvegar það hafa komið það vel í ljós í Kastljósþættinum hvað Ólafur átti við og held að það sé enginn þörf á því að skýra þessa athugasemd Ólafs frekar.
Hinsvegar tel ég full ástæða fyrir því að stjórnendur RÚV skoði starfshætti starfsmannsins sem og ritstjórnarstefnu Kastljós betur, nema það sé vilji stjórnenda að Kastljós breytist í Gula Pressu.
30.7.2008 | 11:34
Listháskólinn, HR og HÍ allir í miðborgina ??
Í allri þeirri umræðu sem skapast hefur um háskóla og þá sérstaklega listaháskóla undanfarna daga þá sakna ég þeirrar umræðu sem þarf að fara fram og viðkemur staðsetningu háskólanna. Eins og staðan er í dag þá sækja allir háskólar bæði Háskóli Reykjavíkur sem og Listaháskólinn í staðsetningu í eða við miðbæinn og enginn háskóli verður í austurhluta borgarinnar þar sem þó rúmlega helmingur borgarbúa búa.
Eins og umferðin er orðinn þá hefði maður haldið að það yrði skoðað sérstaklega í ljósi þeirra umferðartafa sem verða kvölds og morgna á stofnbrautum borgarinnar. Hefði ekki verið eðlilegra að dreifa háskólunum í stað þess að setja þá alla á sama svæðið. Reyndar væri það bæði hagkvæmt fyrir nemendur og umhverfið að þeir séu ekki allir í sama hluta borgarinnar og því nemendum sem og starfsfólki skólanna boðið að vinna nær sínu heimili.
En aftur að listaháskólanum, þá hefði ég talið það ákjósanlegra að hann væri staðsetur í austur hluta borgarinnar, hann gæti t.d í Breiðholtinu sem mjög miðsvæðis, reyndar gæti verið áhugavert einnig að hafa hann Krókháls.
Þetta er málefni sem þarf klárlega að ræða og ég hreinlega skil ekki af hverju fjölmiðlar hafa ekki skoðað það.
18.5.2008 | 10:12
Sveitaferðin
Laugardagurinn var stórskemmtilegur hjá okkur því við fórum í sveitarferð með leikskólanum hjá yngsta meðlim fjölskyldunnar. Förinni var heitið upp í Mosfellsdal til þess að leyfa börnum á öllum aldri að sjá heimilisdýrin á bænum.
Þeirri stuttu þótti þó mest til rútuferðarinnar koma þar sem bílstjórinn var jafn gamall og afi hennar þá þótti hún hann ákaflega traustur bílstjóri og hann átti svo sannarlega stóra rútu. Henni þótti þó einkennilegt að við skyldum ekki hafa boðið öllum í hverfinu með því það voru nokkur sæti laus!
Að sjálfssögðu var nauðsynlegt að prófa traktorana á bænum enda vant fólk þarna á ferð, minnir kannski einna helst á atriði úr myndinni "með allt á hreinu" þegar Grýlurnar voru að ferðast með traktornum, en ótrúlegt hvað hægt er að komast langt á traktor sem fer í raun ekki neitt nema í huganum. Takið sérstaklega eftir svipnum á bílstjóranum, ákveðin svipur þar á ferð og greinilega manneskja sem veit uppá hár hvað hún er að gera og hvert hún er að fara.
Eins og gefur að skylja voru margir vinir þarna á ferð enda leikskólinn fullt hús vina og þarna má sjá tvær stuttar í mikilli gleðivímu eftir að hafa fengið að halda á flestum húsdýrum bæjarins þrátt fyrir að einhverjum þótti sérstakt að þær mættu ekki prufa að halda á kálfinum. Reyndar voru margir spekingar á ferðinni þennan dag í sveitinni og oft skemmtilegt að hlusta á útskýringar barnanna á því sem var að gerast, til dæmis þá var einn lítill alveg með það á hreinu að kindurnar hefðu gleymt að sturta niður, því það væri svo mikil pissulykt í fjárhúsunum og okkar telpa var alveg búinn að sannfæra sjálfan sig um að rútubílstjórinn myndi pakka öllum dýrunum inn og setja undir sætin í rútunni (í lestarnar) þ.m.t hestinn því hún ætlaði svo sannarlega að hafa öll dýrin heima hjá sér a.m.k. í sumar. Hver segir svo að lífið sé flókið ?
Hér til hliðar er hægt að skoða fleiri myndir úr ferðinni í myndamöppunni "sveitaferðin 2008"
15.5.2008 | 21:29
Síminn..... uuuu já
sýnir fyrirtækið hvað í því býr. Þrátt fyrir að ég sé örlítið litaður þá tel ég að Síminn hafi frumsýnt eina bestu auglýsingu sem gerð hefur verið fyrir íslenskt fyrirtæki. Fagmennskan höfð í fyrirrúmi hvort sem litið er til handrits, umhverfis eða töku. Þessi auglýsing fær 11 stjörnur af 10 mögulegum. Reyndar hélt ég að það væri ekki hægt að sá út Jesú auglýsinguna fyrir jólin og satt best að segja vissi ég ekki hvað ég átti að halda þegar blessaða kattar auglýsingin var birt en nú hefur fyrirtækið komið fram og sýnt það enn og aftur hve öflugt það er.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 13:25
Met þátttaka í Fram hlaupinu
Það var ánægjulegt að fá það hlutverk að "starta" afmælishlaupi Fram sem fram fór hér í Grafarholtinu kl 11.00 í dag. Ekki var mér þó treyst fyrir byssu en fékk þó gjallarhorn sem hægt var að brúka í þetta verk, 3 - 2 og byrja og hópurinn hljóp af stað. Einbeitningin og gleðin skein úr öllum andlitum þar sem allir höfðu sett sér það markið að klára 3 km hringinn sem farin var, vitaskuld fór hver á sínum hraða hvort sem þeir fóru hlaupandi, gangandi nú eða í kerrum.
Þetta er í annað sinn sem Fram er með hlaup hér í Grafarholtinu og óhætt að segja að það hafi verið góð þátttaka því fjöldi þeirra sem hlupu var helmingi fleiri en í fyrra eða í kringum 150 manns.
Dagkráin hér í Grafarholtinu er stórglæsileg í tilefni af fyrsta sumardegi ársins.
kl. 11.00 var 100 ára afmælishlaup Fram
kl. 13.30 Skrúðganga frá Þórðarsveig að Ingunnarskóla.
kl. 14.00 Hátíðarmessa
kl. 14.20 Skemmtidagskrá og leiktæki við Ingunnarskóla
kl. 15.00 Sumarbingó
Við fjölskyldan munum að sjálfssögðu taka þátt í öllum viðburðunum og hafa gaman af.
14.4.2008 | 00:30
Erum við með spes hús?
Rakst á þessar myndir á veraldarvefnum í dag. Alltaf gaman að skoða sérstaka hluti og þessi hús heyra svo sannarlega undir þá skilgreiningu. Af hverju erum við ekki með nein svona sérstök hús hér á landi. Í fljótu bragði man ég eftir rúllu húsinu í Setbergi og Ásmundarsafn við Sigtún.
Upside-Down House (Syzmbark, Poland)
This upside down design seems totally nonsensicalbut that is exactly the message the Polish philanthropist and designer, Daniel Czapiewski, was trying to send. The unstable and backward construction was built as a social commentary on Polands former Communist era. The monument is worth a trip be it for a lesson in history or balance.
Floating Castle (Ukraine)
Supported by a single cantilever, this mysterious levitating farm house belongs in a sci-fi flick. Its claimed to be an old bunker for the overload of mineral fertilizers but were sure theres a better back story . . . alien architects probably had a hand in it.
Extreme Tree House (Irian Jana, Indonesia)
The Korowai and Kombai clans carved out clearings of the remote part of the low-land forest to make way for these extreme tree houses. Unlike the typical tree houses that are nestled in branches, these dwellings are perched on the tip tops of the treesfully exposed to the elements. But we arent sure whats scarier a strong gust of wind or the ladder they use to get up there.
Habitat 67 (Montreal, Canada)
Apartments connect and stack like Lego blocks in Montreal's Habitat 67. Without a traditional vertical construction, the apartments have the open space that most urban residences lack, including a separate patio for each apartment.
Pod House (New Rochelle, New York)
We assumed this oddball home was UFO-inspired, but it turns out the weed Queen Annes lace is where it got it's roots. Its thin stems support pods with interconnecting walkways.
13.4.2008 | 00:21
Ljótasti gripur allra tíma!
Vissulega hélt frúin á heimilinu með sínum gamla skóla Verzlunarskóla Íslands og fannst henni atriði þeirra bera af öðrum í kvöld, ég var sammála um að atriðið var flott og óhætt að segja að Sigurður Þór hafi fengið stóran plús þegar hann hélt ótrauður áfram þrátt fyrir "smá" tæknilega örðuleika þegar ekkert heyrðist í gítarnum hjá honum. Hann er vel að sigrinum kominn kappinn en ekki myndi ég vilja hafa þennan verðlaunagrip á hillunni heima hjá mér. Hvílík smekkleysa - þetta er líklega einn ósmekklegasti verðlaunagripur síðari ára ef ekki bara allra tíma.
Verslósigur í söngkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
32 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar