Leita í fréttum mbl.is

Er mbl.is að deyja eða er fréttavaktin sofandi?

Ég velti því fyrir mér nú þegar klukkan er 07.58 að það hafa engar fréttir verið færðar inn á mbl.is síðan kl 21.15 í gærkvöldi.  Fór ég ósjálfrátt að velta fyrir mér hvort hér gæti verið á ferðinni ein mesta og stærsta gúrkutíð fréttafjölmiðils í langan tíma?  Það er varla að ég trúi því að EKKERT hafi gerst á Íslandi já eða í heiminum öllum síðan kl 21.15 í gærkvöldi.

Er Visir.is að stinga Mbl.is af, þeir virðast vera orðnir fljótari með fréttirnar og uppfærslur á vefnum hjá sér.  Það væri grátlegt ef Mbl.is myndi missa það góða forskot sem þeir höfðu á aðra netfjölmiðla.

Strákar og Stelpur á fréttavakt Mbl.is - VAKNIÐ, það er kominn dagur


Byrjar þau aftur!

Þetta er orðin frekar þreytt dugga bæði hjá Vinstri Grænum og Samfylkingunni um að bókhald stjórnálaflokka skuli vera opið.  Þetta hafa þessir flokkar boðað síðustu ár en eins og við svo margt annað sem þessir flokkar boða þá verður lítið um efndir.  Hvers vegna í ósköpunum opna þessir flokkar ekki bókhald sitt?  Það hefur enginn staðið í vegi fyrir því.  Ég skora á þessa tvo flokka að hætta þessum leikarskap eða á ég að segja hræsni og opna sitt bókhald og standa við yfirlýsingar sínar.

En svo má líka spyrja sig af því hvers vegna flokkarnir eigi að vera með opið bókhald.  Ég veit til þess frá fyrstu hendi að margir einstaklingar styðja sinn flokk um einhverja tiltekna fjárhæð á mánuði eða ári og sumir af þeim kæra sig ekkert um að það sé tilkynnt að þeir séu að greiða inn í stjórnmálastarf.  En ég segi stoltur frá því að ég hef greitt til Sjálfstæðisflokksins í hart nær 10 ár. 

 


mbl.is Bókhald stjórnmálaflokka á að vera öllum opið að mati VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með afmælið

Þegar ég las og hlustaði á þessa frétt fór ég að velta því fyrir mér hvaða kaka gæti verið tákn Reykjavíkur og eða landsins.  Er það hin klassíska skúffukaka, randalínukaka, Djöflateran eða eru það kannski bara kleinur?

Það er vissulega alltaf keppni á milli bakara um tertu/köku ársins en væri það ekki kjörið verkefni fyrir félag bakara að efna til verðlaunasamkeppni og velja hina einu sönnu köku sem gæti verið tákn Reykjavíkur eða landsins alls. 

Næst þegar ég fer út í bakarí þá mun ég án efa prufa að byðja um Reykjavíkurtertuna!


mbl.is Sacher-tertan 175 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það munar ekki um örlætið

Merkilegt hve fljótt menn geta tekið nýja stefnu, þetta minnir einna helst á Samfylkinguna hér á landi.  Það er vinstri, hægri snú og breyting á stefnu nánast daglega.  Fyrir fáeinum klukkustundum þá vildu menn fá Íranir fá dóm yfir bretunum, en núna eru þeir leystir út með gjöfum.

Maður segir nú ekki annað en batnandi mönnum er best að lifa.


mbl.is Sjóliðarnir komnir heim með vasa og sælgæti frá Ahmadinejad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð - Matarhátíð hefst

Það er óhætt að segja að matarhátíðin sé nú formlega hafin.  Reyndar hófst hún um leið og byrjað var að ferma og maður fékk hvert boðskortið á fætur öðru í fermingarveislur sem allar áttu það sameiginlegt að bera fram kræsingar af bestu gerð og auðvitað át maður á sig gat í þeim öllum, enda rétt að fá eitthvað fyrir andvirði pakkans sem gefin var LoL

Í dag skírdag fer fjölskyldan í eina fermingarveislu og eftir hana er haldið í afmæli þar sem afmælisbarnið er komið á "sveskjusafa aldurinn" þe hann er orðinn FIMMTUGUR karlinn, hann heldur sér þó ótrúlega vel þrátt fyrir að gráu hárin spítist nú fram á methraða líkt og íllgresið í garðinum á sumrin Smile

Jæja sem sagt skemmtilegur dagur framundan þar sem við munum hitta mikið af kunningjum, vinum, vandamönnum já og svo fólk sem við þekkjum ekki neitt.

Gleðilega páskahátíð öllsömul.


Og hvað svo?

Er þessi Neytendastofa að virka?  Einhvera hluta vegna virðast fjöldi fyrirtækja ekki fara eftir neinu því sem hún segir samanber fasteignasalar, sem allir með tölu hafa hunsað þessa stofnun.

Spurningin hvenær er hægt að vonast eftir niðurstöðu úr þessu máli hvort það verður á árunum 2008 eða 2009 kemur í ljós en líklega ekki fyrr.  Nema menn setji málið í einhverskonar flýtimeðferð sem ég stórefast um.

 


mbl.is Múrbúðin kærir BYKO til Neytendastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skylduþátttaka !

Betur má ef duga skal, endilega takið þátt í skoðanakönnun hér til hliðar um páskaeggin, nú fer að líða að því að maður verður að "fjárfesta" í nokkrum páskaeggjum og alltaf er gott að fá góð ráð áður maður leggur í miklar "fjárfestingar" Smile  Cool

Bíddu við er ekki eitthvað bogið hér?

Er von að maður spyrji sálfan sig,  er ekki eitthvað bogið við þessa mynd?


Vinir deila

Ekki að ég trúi mikið á stjörnuspá yfirleitt en ég gat ekki annað en brosað yfir stjörnuspá minni sem Morgunblaðið kynnti í dag.

Ég og einn af mínum góðu vinum höfum verið að karpa síðustu daga, þar sem ég hef að sjálfssögðu sagt að hann sé með einkennilega og ranga skoðun á hlutunum, sérstaklega af því hann var ekki sömu skoðunnar og ég, en þessi stjörnuspá segir líklegast það sem rétt er Smile 

 Vinur þinn heldur einhverju fram sem þú telur tóma vitleysu. Þú ert búin/n að reyna að hlusta án þess að dæma, en þú bara hefur þína skoðun. Líklega hafið þið bæði rétt fyrir ykkur. Verið bara sammála um að vera ósammála!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband