Leita í fréttum mbl.is

Jarðaför í beinni útsendingu

Nú verða lesnar dánarfréttir og jarðafarir.....

Meðan maður horfir á þennan líka hræðilega leik Íslenska landliðsins þá get ég ekki annað en hugsað til þess tíma þegar ég sem polli sat við eldhúsborðið hjá Ömmu Sollu og hún var með útvarpið í gangi - helst til of hátt stillt - og það glumdi um íbúðina

"Nú verða lesnar dánarfréttir og jarðafarir....

....Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi" os.frv

Hvernig ætla menn að réttlæta þetta tap, þegar þetta er skrifað er staðan 5-0 ég segi það satt og skrifa 5-0. 

Þetta verður kannski svipað og þegar Helgi Númason skoraði einu sinni í leik á milli Íslands og Dana, þegar staðan var 6-0 fyrir dönum. 

Þegar hann sá spjaldið 6-1 þá hljóp hann fram á miðjan völlinn og kallaði til strákana,

"strákar nú tökum við á því - þeir eru að gefast upp !!"

Nei nú segi ég skilið við þessa íþrótt í bili og held mig bara við golfið...... það eru þó allavega engar jarðafarir í beinni útsendingu þar!


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka dýrin eignanámi !

Lögreglan þarf að hafa afskipti af hrossastóði á þjóðveginum.

Það er alveg ljóst að herða þarf reglur vegna lausagöngu dýra í og við þjóðvegi landsins.  Eins og málum er háttað í dag þá gengur það ekki lengur að dýr séu látin jafnvel afskiptalaus vegfarendum til mikillar hættu. 

Af hverju eru þessi dýr ekki gerð upptæk og seld hæstbjóðanda - það fjármagn sem skapast af því gæti runnið til að mynda til skógræktar eða annarra umhverfisþátta.


mbl.is Sjö hross ganga laus á þjóðveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu skólaslit Sæmundarskóla

Þá er fyrsta starfsári nýjasta grunnskóla Reykjavíkurborgar, Sæmundarskóla lokið. 

Það hefur verið sannur heiður að fá að taka þátt í því líflega og skemmtilega starfi sem einkennt hefur alla starfsemi skólans á liðnum vetri og maður er fullur tilhlökkunar að fá að taka þátt í enn öflugra og enn skemmtilegra starfi á komandi vetri.

Einkunnarorð skólans eru Gleði - Virðing - Samvinna og það er óhætt að segja að allt starf skólans hafi haft þessi orð að leiðarljósi.

 

 


"lögmæta áhuga almennings"

Hverskonar lögfræðifrasi er þetta eiginlega - "lögmæta áhuga almennings"  Þetta er svona álíka og þegar DV var að staulast á því að "almenningur hefði rétt á að vita það"  Hvort sem hann vildi eða ekki.

Er ekki bara spurning um hvenær er nóg orðið nóg?  Er virkilega þörf fyrir sýningu á þessu myndbandi?  Erum við ekki búinn að sjá allt sem við þurfum að sjá vegna málsins?

Ég segi - Nú er nóg komið !


mbl.is Synir Díönu prinsessu vonsviknir út í Channel 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2.465.753 golfkúlur

Á degi hverjum týnast 2.465.753 golfkúlur í Bandaríkjunum. Að meðaltali týna því 821.918 golfarar 3 kúlum á dag. Það eru næstum 900 miljón golfkúlur á ári. Hvað ætli það séu margar kúlur sem týnast á Íslandi?

En núna getum VIÐ hætt að týna golfkúlunum með því að smella hér og þá er vandamálið úr sögunni, eitt skipti fyrir öll !!


Hvaða land vilt þú kaupa Ísland - USA eða Bahamas

Nú veltur þetta allt á þínu ímyndunarafli - Kaupþing lánar með 90% veðhlutfalli og landið er þitt.

Kíkið inná þess slóðog gerið góð kaup og ATHUGIÐ það hefur enginn keypt Ísland ennþá - ótrúlegt en satt, þetta gæti verið tilvalinn kostur fyrir dani að hefna sín fyrir allt það sem við höfum keypt í danaveldi á síðustu árum.  Skil í raun ekkert í því af hverju Margrét drotting er ekki búinn að skella krúnunni á skerið aftur LoL  En ég efast stórlega um að það myndi vekja mikla hrifningu hjá mér eða öðrum á hinu fagra Íslandi.


Arkitektur

Ekki er ég viss um að Halldór arkitekt vinur minn myndi samþykkja þessa byggingu fyrir sitt leyti, en þetta er engu að síður skemmtileg bygging þrátt fyrir það að vera draslaraleg.

 

 

Hs7f3TYbUe

Hverskonar vitleysa er þetta?

Ég bara spyr??

Hverskonar vitleysa er þetta eiginlega í Sigurgeiri Þorgeirssyni hjá Bændasamtökunum.   Síðan hvenær greiða menn og viðurkenna ekki sekt sína?  Með því að sættast á að greiða þá eru þeir að sjálfssögðu búnir að segja að þeir hafi gert eitthvað sem þeir hafi ekki átt að gera...  Nema þetta sé eitthvað öðruvísi hjá bændum en hinu venjulega almúa.


mbl.is Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann verður kannski orðinn stilltur um fertugt !

Það er auðvitað eitthvað að þegar lögreglan er að handtaka þrítugan mann fyrir veggjakrot.  Þessi einstaklingur gengur ekki alveg heill til skógar, því miður, og þarf því á aðstoð að halda.

Það segir sig sjálft að manneskja sem er orðinn þetta gömul á að vita betur - þetta vekur upp spurninguna er skemmdafíkn - fíkn??

Lögreglan þarf að vera mun meira vakandi vegna veggjakrotara en hún hefur verið - Það er ekki svo ýkja langt síðan að ég hringdi á lögregluna þegar ég varð var við að verið var að spreyja á veggi - og þá var svar lögreglunnar, við reynum að kíkja á þetta!  Ég varð hinsvegar ekki var við lögregluna fyrr en u.þ.b. hálftíma seinna og þá voru grafíti gaurarnir auðvitað horfnir til annarra starfa !


mbl.is Þrítugur veggjakrotari handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn.

pink-cake-bright
 

Sólveig Þóra systir mín á afmæli í dag, skvísan er orðin 15 ára gömul og hefur sjaldan verið hressari.

Það er því við hæfi að syngja afmælissönginn fyrir hana og bið ég alla um að syngja upphátt með!

 

Hún á afmæli í dag,

hún á afmæli í dag,

hún á afmæli hún Sólveig Þóra,

hún á afmæli í dag.

Wizard húrra Wizard

Wizard húrra Wizard*

Wizard húrra Wizard

Til gamans set ég inn lýsingu á stjörnumerkinu hennar Sólveigar,

Pláneta Tvíburanna er Merkúr, sem kenndur er við sjálfan sendiboða guðanna, svo það er ekki að undra að Tvíburarnir séu alltaf á ferð og flugi. Þeir eru oft lágvaxnir, grannir og líkamlega veikbyggðir, en helst má þó þekkja Tvíburann á því að hann gerir margt í einu, talar mikið og gjarnan með miklu handapati og virðist aldrei geta verið kyrr. Tvíburinn er oftast gríðarlega forvitinn og hefur mikla þörf fyrir að skiptast á hugmyndum og skoðunum við aðra.

Til hamingju með afmælið Sólveig mín, megi dagurinn vera skemmtilegur, sjáumst svo í veislunni síðar í dag.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband