Ég gat ekki annað en brosað þegar ég sá þessa auglýsingu. Spurning hvort R-listinn sé ekki að greiða meðlagið með barninu - Kannski er þetta sé eitt af því fáa sem komið hefur gott undan gamla meirihlutanum í Reykjavík
Bloggar | Breytt 26.8.2007 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2007 | 19:20
Góð sending frá vin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 22:48
Eru skólabúningar eitthvað sem koma skal í alla grunnskóla í Reykjavík?
Það eru nýir tímar í Sæmundarskóla eftir að fyrsta vor skólasetningin fór fram í gær. Foreldraráð og foreldrafélag skólans unnu hörðum höndum í sumar við að undirbúa skólabúninga sem bjóða átti nemendum á skólasetningunni. Í samráði við skólastjórnendur skólans var ákveðið að gera þessa skemmtilegu tilraun. Að mér vitandi er Sæmundarskóli fyrsti grunnskóli Reykjavíkur sem býður nemendum upp á þennan fatakost. Ákveðið var að bjóða uppá Henson galla bláleita að lit, Regatta flíspeysur og húfur rauðar eða bláar. Stjórnir félaganna vildu geta boðið uppá fatnað sem krökkunum fannst hvort tveggja flottur og þægilegur. Allt þetta var hægt að fá gegn mjög sanngjörnu verði.
Það er skemmst frá því að segja að foreldrar voru hæst ánægðir með þessa nýjung í skólastarfinu og tóku vel við sér. Í dag eru rúmlega 150 nemendur af þeim 198 sem stunda skólann búnir að panta skólabúninga. Ég er þess fullviss að á næstu vikum mun fjöldinn aukast enn frekar og áður en skólaárið er liðið þá munu all flestir ef ekki allir nemendur skólans eiga skólabúninga. Þessar viðtökur fóru langt framúr björtustu vonum stjórnarmanna í foreldraráði og foreldrafélagi. Það verður gaman að fá að taka þátt í þessu þróunarverkefni gengur á næstu árum í skólanum.
Þetta vekur upp spurningar hvort ekki sé kominn tími til þess að Menntaráð, skólastjórnendur og foreldrar taki umræður um þessi mál. Er ekki orðið tímabært að hvetja skóla í borginni til þess að byrja með skólabúninga. Vissulega eru kostir og gallar við að hafa slíka búninga en ég tel kostina mun fleirri en gallarnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.8.2007 | 06:00
Merkilegt nokk
Ég rak augun í stjörnuspá okkar Hrútanna fyrir daginn í dag og hún fær mig til þess að glotta allavega út í annað. Sérstakleg þó seinni setningin - þetta minnir mig á það sem Sólveig amma mín sagði alltaf "mér kemur það kannski ekkert við - en það er gott að vita þetta"
Hrútur: Vinna er skapandi ferli fyrir þér. Þú vilt vera fræddum um allar ákvarðanir dagsins, og líka þær sem þér þér ekki beint við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2007 | 21:56
Skólabúningarnir í Sæmundarskóli - frábært framtak
Ég er svo heppinn að fá að taka þátt í foreldrastarfi Sæmundarskóla, sem er einn framsæknasti skóli höfuðborgarinnar, ég er formaður foreldraráðs og höfum við ásamt foreldrafélaginu ákveðið í samráði við skólastjórnendur skólans að bjóða foreldrum uppá skólafatnað fyrir börnin.
Eftir miklar vangaveltur ákváðum við að vera með fatnað frá Henson og Regatta því vitanlega þurfa börnin þægilegan fatnað sem og fatnað sem þola íslenska veðráttu. Við undirbúningsvinnuna var varið vítt og breitt í umræðum um skólafatnað og hvers vegna hann væri ekki orðinn almennur hér á landi. Þægindin við það að vera með slíkan klæðnað eru vafalaust fleiri en ókostir. Einnig getur þetta verið fjárhagslega ódýrara fyrir foreldra því álagning á svona fatnað er að sjálfssögðu í algjöru lágmarki. En ef fleiri skólar myndu vara í þetta væri vitanlega hægt að gera enn hagstæðari innkaup en við höfum verið að gera fyrir þau tæplega tvöhundruð börn sem koma til með að byrja í skólanum í vikunni. Ef skólar til að mynda í Grafarholti og Árbæ myndu sameinast væri hugsanlega verið að kaupa hátt í tvöþúsund skólabúninga og með því væri hægt að ná verðinu niður.
Til gamans set ég inn af Henson búningunum - það vantar reyndar skóla merkið á þessa búninga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2007 | 21:50
Ljósmyndari Moggabloggsins
Ég hvet ykkur til þess að skoða myndirnar hans Halldórs Sigurðssonar, hann er með margar myndir af iðandi mannlífi Reykjavíkur. Myndin sem þíð sjáið hér fyrir ofan tók Halldór á Menningarnótt af flottustu flugeldasýningu sem haldinn hefur verið á Íslandi. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju Mogginn birti ekki myndir eftir bloggarana í blaðinu hjá sér eins og þeir birta oft texta úr bloggum í blaðinu, reyndar vantar svolítið fjölbreytileikan því þeir virðast alltaf birta blogg eftir sömu bloggarana sem margir hverjir eru ágætir en þó ekki allir, en svo snýst þetta allt um smekk og misjafn er smekkur manna (sem betur fer).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 17:13
500 þúsund kall í sekt fyrir að vekja nágrannana
Ég er ekki í vafa um að tengdapabbi sé ánægður með frammistöðu hollenska dómarans sem dæmdi prestinn. Hann hefur hefur nefnilega haldið því fram að prestarnir í hverfinu ásæki hann með þessum kirkjuklukkum enda segir hann að prestarnir eigi einfaldlega að senda SMS nú þegar árið 2007 sé komið! Hann segir einnig að það sé einfaldlega hægt að gera samning við Símann um magnsendingar á SMS sem hægt væri að senda hverju og einu sóknarbarni þegar presturinn vill ná sambandi við sóknina sína. Spurningin er bara sú hvort það yrði ekki ólíft í hvefinu þegar SMS rignir yfir alla þar sem þar búa
Prestur sektaður fyrir klukknahljóm
Hollenskur prestur hefur verið dæmdur til að greiða 5000 evrur, eða tæpa hálfa milljón króna í sekt fyrir að hringja kirkjuklukkum í kirkju sinni of snemma og of hátt.
Presturinn, sem er kaþólskur, tók við nýju brauði fyrir hálfu ári og þá fór hann strax að hringja klukkum kirkjunnar heldur snemm að mati nágranna hans, eða klukkan hálf sjö um morguninn.
Talsmaður yfirvalda í heimabæ prestsins, Tilburg, sagði að honum væri heimilt að hringja klukkunum hvenær sem væri, en að hann yrði að halda sig innan hávaðamarka. Hann á einnig frekari sektir yfir höfði sér láti hann ekki af þessari hávaðasömu iðju
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 15:56
3 dagar í október - spennandi lesning
Bókin er eftir einn besta sölumann landsins og einn harðasta alþýðuflokksmann fyrr og síðar - hann slær nánast út afa mínum Runólfi Pjeturssyni sem var einn mesti alþýðumaður fyrr og síðar.
Ég er búinn að verða mér úti um bókina og mun lesturinn hefjast á mánudaginn kemur. Án efa er verður lesningin spennandi.
Upplýsingar teknar af www.skjaldborg.is
3 DAGAR Í OKTÓBER
Fritz M. Jörgensen.
Lík af konu uppgötvast í námunda við Þjóðarbókhlöðuna. Skömmu eftir að rannsóknin hefst hverfur önnur kona, Ásdís að nafni, við dularfullar aðstæður. Margt bendir til þess að atburðirnir sér tengdir. Gengur raðmorðingi laus í Reykjavík? Lögreglan leggur nótt við dag við að finna lausn á þessu dularfulla máli. Um leið fylgist lesandinn með örvæntingarfullri baráttu Ásdísar fyrir lífi sínu og kynnist smám saman hugarheimi þess sálsjúka manns sem við er að eiga. Það verður enginn svikinn af því að sökkva sér ofan í þessa frábæru spennusögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 14:25
Íslenski þjóðfáninn bannaður í Reykjavík og hamingjuóskir til verkefnastjórnar Menninganætur
Fyrst af öllu vil ég óska verkefnastjórn Menningarnætur til hamingju með stórglæsilega dag og til hamingju reykvíkingar með glæsilega hátíð.
Við fjölskyldan fórum í bæinn um kl 14.00 til þess að sýna okkur og sjá aðra og vorum við í bænum til miðnættis. Allt skipulag dagsins var til fyrirmyndar og óhætt að segja að allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi á hvaða aldri sem þeir eru þrátt fyrir að Landsbankatónleikarnir hafi fengið falleinkunn frá ansi mörgum - sökum þess að þar vantaði skipulag, tónleikastjóra (kynnir) sá sem var settur sem kynnir var viðvaningur á móts við glæsilega frammistöðu Páls Óskars á tónleikunum á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið, einnig leið alltof langur tími á milli hljómsveita enda gáfumst við upp á þessum tónleikum og gengum þess í stað niður eina skemmtilegustu götu Reykjavíkur þ.e Skólavörðustíginn - sú gata er án efa staður lista og menningar, staður jóla sama hvaða árstími er því þar eru 2 ef ekki 3 jólabúðir sem opnar eru allan ársins hring og óneitanlega gleður það mig þar sem ég myndi helst vilja hafa jólaskrautið uppi 365 daga á ári.
Það var þó eitt sem við fórum að velta fyrir okkur þegar við sáum íslenska þjóðfánann blakta við eitt heimilið í borginni - svo undarlega sem það kann að hljóma þá virðist íslenski þjóðfáninn vera bannaður í Reykjavík því borgaryfirvöld flögguðu honum hvergi á þessari miklu menningarhátíð. Á dögum sem þessum ætti fáninn að vera á hverju götuhorni og í öllum verslunargluggum ef ekki bara öllum gluggum, við erum allt of spéhrædd að nota fánann okkar. Því þurfum við að breyta.
En maður lifandi hvað Villi borgarstjóri stimplaði sig rækilega inn með flugeldasýningu aldarinnar. Þetta var flottasta, stærsta og magnaðasta flugeldasýning fyrr og síðar - þó svo það hafi verið erfitt þá sló Vilhjálmur gamla metið hans Davíðs þegar hann var borgarstjóri þegar haldið var uppá 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar sú flugeldasýning var eins og trítill frá Landsbjörg í samanburði við þá flugeldasýningu sem var í gærkvöldi. Til hamingju Vilhjálmur með þennan dag og þessa sýningu það verður erfitt að toppa hana að ári.
Ég hef ákveðið að breyta fyrri tillögu minni hvað varðandi skipulagningu á 17 júní hátíðarhaldanna. Við fáum skipuleggjendur GayPride til þess að hafa yfirumsjón með skrúðgöngunni og málefnum henni tendri og fáum svo verkefnastjórn Menningarnætur til þess að skipuleggja viðburði um allan miðbæinn s.s. tónlistaratriði, listasýningar ofl. Þá verður kannski 17 júní hátíðarhöldin mönnum bjóðandi.
![]() |
Verkefnisstjórn Menningarnætur lýsir yfir ánægju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 08:18
Kosningar í næstunni
Þá hefur Lúðvík tekist það sem fáum bæjarstjórum hefur tekist, en honum hefur ekki bara tekist það einu sinni heldur hefur honum tekist að kljúfa bæjarsamfélagið hjá sér herðar niður og skipta bænum í tvær fylkingar.
En nú verður spennandi að vita hvort Lúðvík telji þetta vera stórframkvæmd eða bara smávægilega byggingarframkvæmd því er það ekki yfirlýst stefna Lúðvíks að allar stórframkvæmdir skulu fara í íbúðakosningu? Því hlýtur spurningin að vera sú hvenær á að kjósa?
En eins einkennilegt og það kannski hljómar þá segir fólk oft " ég skil bara ekki af hverju það er ekki byggt upp í loftið, stærri hús líkt og gert er erlendis og byggingarreitir nýttir betur". En svo þegar kemur að því að byggja há hús þá vill enginn hafa þau nálægt sér en það finnst öllum sjálfssagt að byggja bara svo framalega sem það sjáist ekki frá sínu heimili. Merkilegt!
![]() |
Stórhýsi kynnt í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender