16.8.2007 | 08:59
Sultutau
Það eru ekki mörg ár síðan ég fór í sveitakynningu á bóndabæinn Hlíð rétt við Apavatn. Árin eru líklega ekki nema 22 eða svo en maður lifandi ég segi það satt að þar smakkaði ég bestu sultu sem ég hef fengið fyrr og síðar og það var krækiberjasulta - ekki hef ég hugmynd um uppskriftina og myndi feginn vilja eiga hana í dag en sultan var gómsæt og ef hún húsfrúin á Hlíð tæki þátt í sultukeppninni þá er ég viss um að hún myndi sigra með glæsibrag.
Þetta er alveg frábært framtak að vera með svona sultukeppni á stór-Grafarholtssvæðinu - þetta lífgar uppá hversdagsleikann.
En fyrir þau okkar sem kunnum ekki að búa til sultur þá mæli ég með frönsku eðalsultunum frá Bonne Maman þær sultur eru himneskar svo ekki sé nú meira sagt
![]() |
Leitin að bestu sultunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007 | 08:53
Gáta dagsins - Fimmtudagur
Gáturnar halda áfram. Nú er komið að fimmtudagsgátunni.
Hvar finnur þú vegi án bíla, skóg án trjáa og borgir án húsa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 12:00
Gáta dagsins - Miðvikudagur
Jæja gott fólk, hér kemur gáta dagsins
Tvo fætur hef ég, en aðeins þegar ég hvíli mig snerta þeir grund. Hver er ég??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2007 | 23:16
Það hefði ekki verið amarlegt að hafa svona á skrifstofunni í dag
Í þessum brjálæðislega hita sem var í vinnunni í dag þá hefði verið frábært að hafa einn svona kælipott á staðnum, hefðu verið fínt að skella sér smá í pottinn á milli funda....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 22:57
Femínismi er fyrir kellingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 17:55
Spennandi tímar og löngu tímabærir
Já þetta eru spennandi tímar sem framundan eru á þessu nýja svæði og í fyrsta skiptu mun einkafyrirtæki sjá um löggæsluna í íbúðahverfi á Íslandi og reyndar mjög sérstakt að þetta skyldi ekki vera löngu byrjað. Við getum séð víða um heim hverfalöggæslu þar sem götur og jafnvel heilu hverfin eru lokuð fyrir almennri umferð. Ég sé til dæmis fyrir mér að þetta hefði getað gengið fyrir Grafarholtið í heild og spurning af hverju ekki var leitað tilboða hjá Öryggismiðstöðinni eða Securitas.
En eins og í öllu öðru þarf að stiga varlega til jarðar en ég er þess fullviss að einkaaðilar geta vel rekið hverfagæslu jafn vel ef ekki betur en lögreglan og þá gæti lögreglan hugsanlega sinnt öðrum og mikilvægari málum betur.
Til þess að taka af allan misskilning þá er ég ekki hlynntur því að einkafyrirtæki fái jafn mikil völd eins og lögreglan hefur þegar kemur að frelsis sviptingum, hlerunum eða öðru slíku.
![]() |
Öryggiskerfi í öll heimili við Urriðaholt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2007 | 08:37
Gáta dagsins - þriðjudagur
Hver eru þau fjögur mannanöfn sem þú sérð út um gluggan ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.8.2007 | 08:39
Gáta dagsins
Hér kemur gáta dagsins,
Smiður smíðar hlut,
sá sem kaupir hann notar hann ekki,
sá sem notar hann veit ekki af því..
Hver er hluturinn ???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2007 | 12:19
VARÚÐ - Vesturbæjarperri á ferðinni !
Maður veit eiginlega ekki hvort maður eigi að hlægja sig máttlausan eða gráta úr sér augun þegar maður les þessa fréttá visir.is - Nú er lögreglan alveg örugglega að stoppa alla sem eru með derhúfur eða í jakka sem er rauður og blár að lit til þess að kanna hvort ekki sé um vesturbæjarperrann að ræða. Hún vill allavega tala við hann ef hann er að stunda ósiðlega hegðun á almanna færi þ.e fróa sér eins og stendur í fréttinni. Mér er eiginlega alveg sama hvort viðkomandi er með derhúfu, lopahúfu, buff eða húfulaus ef hann er að stunda þessa iðju sína á almannafæri þá klárlega þarf lögreglan að eiga við hann orð !
Frétt tekinn af VISIR.is
Vísir, 12. ágú. 2007 10:13
Perri á reiðhjóli
Ef einhver sér mann milli þrítugs og fertugs á reiðhjóli, með derhúfu og í bláum og rauðum jakka, þá vill lögreglan gjarnan hafa tal af honum. Ekki síst ef hann er að fróa sér á hjólinu. Þar er líklega kominn sá sem þrjár ungar stúlkur gengu framá á Sólvallagötu um klukkan hálf sjö í morgun. Þeim brá nokkuð í brún við að sjá þennan másandi mann. Svona lagað er náttúrlega bannað á almannafæri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 12:08
Ég hef eignast nýjan vin

Ég hef eignast nýjan bloggvin, hún heitir Þóra Sigurðardóttir. Það sem hún segir um sjálfan sig á bloggsíðunni sinni er eftirfarandi
"Bara djöf... óþolinmóð er alltaf að týna því sem ég skrifa en.. þetta er allt að koma"
Þóra mín þetta er bara flott - þetta kemur allt kemur allt með kaldavatninu...
Þið getið skoðað bloggsíðuna hennar Þóru með því að smella HÉR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender