8.9.2007 | 14:53
Rúmlega þrjátíu ára frábært samband
Ég játa að ég hef tekið þátt í "fjölkvæni" síðustu árin þ.e eftir að ég giftist frúnni, þar sem ég hef verið í sambandi við Bæjarins beztu í rúm þrjátíu ár og aldrei slitið þeim samvistum. Sambandið á milli mín og pylsusalans er svona haltu mér slepptu mér samband þar sem ég veit að SS pylsur með öllu tilheyrandi eru ekki það hollasta sem maður getur fengið og en það er hinsvegar nauðsynlegt að fá Bæjarins beztu pylsur af og til - það er ekki spurning.
Þrátt fyrir breytt líferni og meðvitaða óhollustu skyndibitans þá hefur ekki enn hvarflað að mér að sleppa því sambandi enda ein með öllu frá Bæjarins beztu getur lífgað verulega uppá daginn !
Til hamingju frú pylsusali !
![]() |
Bæjarins beztu eiga 70 ára afmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 19:10
Munurinn á konum og körlum skýrður út á einfaldan og myndrænan hátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 07:55
Kemur ekki á óvart - þar sem búið var að kvarta undan merkingum
Já, enn og aftur virðist vegamálastjóri ekki verið að sinna sínu starfi. Því enn einu sinni ullu lélegar merkingar slysi sem svo auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir. Ég hafði samband við Vegagerðina á föstudaginn og kvartaði undan merkingum á þessum framkvæmdakafla á Reykjanesbrautinni. Það var nefnilega heil lína sem kom í boga þvert yfir akreinina sem gaf til kynna að maður ætti að fara yfir á "gömlu" brautina aftur en ef maður hefði fylgt línunni þá hefði maður keyrt beint á stólpann. Í lélegu skyggni t.d í rigningu þá er auðveldlega hægt að ruglast sér.
Ég held að það sé kominn rík þörf á því að skipta út vegamálastjóra því hann hefur klárlega ekki verið að sinna því sem hann á að gera síðustu vikur og mánuði, það þarf ekki að nefnda mörg dæmi því eitt dæmi ætti að vera nóg og það er Grímseyjarferjan.
![]() |
Einn á sjúkrahús eftir að ekið var á steinstólpa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 12:02
Kveðja frá sjúklingnum
Þá birtist hér mynd af sjúklingnum, hún braggast ágætlega en er svolítið kvíðin fyrir því að þurfa fara í aðra höfuðaðgerð á morgun, enda þykir manni nú alveg nóg þegar einhver þarf að fara í eina höfuðaðgerð þó þær séu nú ekki fjórar eins og hún.
En hana langaði að senda öllum kveðjur frá spítalanum og vildi láta vita að henni "liði bara vel" eins og hún segir alltaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2007 | 11:03
Niðurtaða könnunar liggur fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þú ert REKINN!! Það hefur í gegnum tíðina farið afar illa í stjórnendur 365, áður norðurljós, ef starfsmenn opinbera sýnar skoðanir á stjórnunarháttum fyrirtækisins. Það er ekki langt síðan að Róbert Marshall rústaði orðstír fréttastofu Stöðva2 með því að segja ósannindi í fréttatímum fyrirtækisins. Nú er aftur búið að setja orðstírinn í mikla hættu og það verður alveg ljós að fréttir stöðvarinnar verða enn litaðri en þær hafa verið fyrir ákveðna flokka og viðskiptaöfl í þjóðfélaginu.
Það er reyndar alveg ótrúlegt að fréttamenn Stöðvar2 skulu láta þetta yfir sig ganga en aftur komum við að því "þeir eru í hlekkjum" því ef þeir segja eitthvað þá eru þeir einfaldlega REKNIR!! En spurningin er kannski sú hvort þeir vilji vera trúverðulegir fréttamenn eða fréttamenn með fyrirfram pantaðar fréttir !!
![]() |
Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2007 | 12:35
Lífskapphlaupið vs 2 höfuðaðgerðir - hvenær er nóg komið?
Á hverjum degi furðar maður sig á því hve skrítið þetta líf er - enginn maður með mönnum sem ekki á Land Rover, GSM, vera sítengdur með langbestu nettenginguna, flatsjónvarp, Bose hljómflutningstæki og Sodastream tæki reyndar luma einstaka heimili á gömlu fótanuddtæki frá Radíóbúðinni sálugu.
En á meðan við keppumst við að vera í kapphlaupi við okkur sjálf og hafa það gott þá eru því miður sum okkar í þjóðfélaginu sem mættu svo sannarlega hafa það betra. Ég skrifaði það hér um daginn að systir mín hún Sólveig væri búin að vera mikið veik og hefði þurft að fara í uppskurð. Í huga okkar allra þá vorum bjartsýn á að nú færi allt að vinna á betri veg fyrir Sólveigu okkar. Í morgun fengum við því miður þær fréttir að hún þarf að gangast undir tvær höfuðaðgerðir í viðbót sú fyrri verður í dag og sú síðari eftir viku eða svo. Maður hlýtur að spyrja sig hvenær er nóg komið ? Þessar aðgerðir eru afar flóknar og erfiðar og því er ljóst að það mikið á þessa elsku lagt. En sem betur fer er hún sterk, ákveðinn og þrjósk og allir þessir kostir eiga án efa eftir að styrkja hana í þessum veikindum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.8.2007 | 07:51
Aðgerðin tókst vel
Aðgerðin hjá Sólveigu gekk vonum framar í gær og án efa hefur stuðningur ykkar vegið þungt þar á, takk fyrir allar hlýju kveðjurnar bæði til mín og svo þær sem hún fékk. Nú er Sólveig bara að láta fara vel um sig á einum flottasta barnaspítala heims, þvílíkt lán að við skulum eiga svona gott heilbrigðiskerfi, góðan barnaspítala og hæft starfsfólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.8.2007 | 20:08
Ég kveiki á kerti fyrir systur mína
Það eru erfiðir tíma þegar maður situr bíður og vonar að allt fari vel. Sérstaklega þegar maður getur fátt annað gert en farið með bæn og að læknarnir geri það sem þeir eru best þe að hjálpa þeim sem veikir eru.
Hún Sólveig Þóra systir mín er nú komin í sína aðra aðgerð á aðeins fjórum mánuðum. Það er enn ekki vitað hve stór aðgerðin þarf að vera, getur verið allt frá einni klukkustund uppí nokkrar klukkustundir, því læknarnir tala um að þeir geti ekkert sagt fyrr en þeir séu búnir að kanna aðstæður betur.
Oft hefur maður spurt sig hvers vegna svona mikið sé lagt á sömu einstaklingana af hverju er þessu ekki deilt út á okkur öll því það væri kannski ekki eins erfitt og þegar einn einstaklingur þarf að bera þetta allt. Það er óhætt að segja að Sólveig hafi fengið sinn skammt af erfiðleikum og veikindum frá því hún fæddist en sjaldan hefur maður heyrt hana kvarta því þegar maður spyr hana hvernig hún hafi það þá er svarið yfirleit "ég hef það bara fínt".
Ég er búinn að kveikja á kerti fyrir Sólveigu mína og biðja um að englarnir vaki yfir henni svo hún braggist nú vel. Það væri mér afar kært ef þið gætuð kveikt á kerti og hugsað hlýtt til hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.8.2007 | 23:14
Hver segir svo að íþróttir séu ekki stórhættulegar
Rakst á þessar myndir á netinu í kvöld, þær sýna svo ekki verður um villst að íþróttir eru stórhættulegar og það margborgar sig að leigja góða mynd á Skjánum og leggjast uppí sófa og slaka á..... eða hvað? Það er kannski frekar bara spurning um að velja sér "rétta" íþrótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender
171 dagur til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 175903
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar