21.9.2007 | 18:55
Vöndurinn kominn á loft! og hreinsun hafinn í heilbrigðiskerfinu - þó fyrr hefði verið!!!
Það var mikið að kominn er heilbrigðisráðherra sem þorir að taka á málunum. Núverandi ráðherra Guðlaugur Þór mun án efa nota sópinn og hreinsa töluvert í burtu og ekki bara undir mottur heldur alla leið út.
Eitt af hans fyrstu verkum var að sópa Alfreð "fv. litla borgarstjóra Reykjavíkurborgar", eins og hann var stundum kallaður, úr ríkisjötunni, þó fyrr hefði verið. Alfreð hefur áorkað meira en margur með framúrkeyrslum í framkvæmdum, sólundað okkar féi í hin ýmsu ævintýraverkefni s.s. Trjárækt á höfðanum, risarækjueldi, bygging Orkuveitunnar sem fór nokkuð duglega svo ekki sé nú meira sagt fram úr kostnaðaráætlunum og svo auðvitað að ógleymdu Línu.Net ævintýrinu sem enginn virðist vilja taka á. Þessi ágæti maður hefði að sjálfssögðu átt að fá að taka pokann sinn um leið og hann hætti í borgarstjórn. Spurningin er bara hve gott hann hefur haft það í byggingarnefnd Hátæknisjúkrahússins, en svar við þeirri spurningu fæst örugglega aldrei svarað!
En þetta er alls ekki eina verkefnið sem Guðlaugur tekur að sér, því hann er maður orða sinna og lætur verkin tala - Ég er þess fullviss að hagræðing í heilbrigðiskerfinu mun bæta til muna alla þjónustu í kerfinu, lyfjakostnaður mun lækka og valkostir landsmanna í þjónustu kerfisins fjölga öllum til gleði, ánægju og sparnaðar.
Vöndurinn er kominn á loft og vonandi mun hann hreinsa rykið vel út og það sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.9.2007 | 00:18
Bónuslestinn
Það er spurning hvort Jóhannes vilji ekki styrkja almenningssamgöngurnar í höfuðborginni, auglýsingin gæti litið eitthvað svona út
Að hugsa sér hvað svona lestarvagn gæti frískað uppá miðbæinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2007 | 20:28
Skólabúningar í alla grunnskóla Reykjavíkur
Ég er hef haft könnun hérna á síðunni undanfarna daga sem spurt var
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2007 | 22:43
Nýr félagi
Það eru til þrjár gerðir af fólki sem tengist manni.
1. Eru vinir
2. Eru félagar
3. Eru samferðafólk
Og maður verður að gera greinamun á milli tengsla við fólk. Ég hef alltaf haft gaman af fólki sama í hvaða dilk maður dregur það (hér að ofan). Í dag hef ég eignast nýjan félaga hér á blogginu sem ég hef reyndar þekkt til fjölda ára þar sem hann er félagi bróður minns.

Kappinn heitir Einar og hægt er að skoða bloggið hans hér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2007 | 22:16
Fari þeir norður og niður
Já og ekki orð um það meir. Gamla lookið er komið til baka þrátt fyrir að sendiboðarnir hafi komið. Vegna fjölda áskoranna þá hef ég nú tekið upp gamla "fasteigna" lookið og svei mér þá ef maður er nú bara ekki nokkuð ánægður með það. Það er klassískt og flott
Fékk eins og oft áður lánaða mynd frá Halldóri Sigurðssyni, áhugaljósmyndara sem ætti með réttu að vera atvinnuljósmyndari, hann tekur flottar myndir af mönnum og málefnum, þið getið séð bloggið hans HÉR !
- Halldór ég vona að það sé í lagi að ég hafi fengið þessa mynd lánaða!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2007 | 21:48
Hey ég náði henni, náði henni, náði henni ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2007 | 00:59
3G frá Símanum - Algjör snilld
Og ég sem hélt að ég hefði ekki þörf fyrir 3G - maður lifandi hvað þetta er mikil snilld, er eiginlega kominn á þá skoðun að þessi þjónusta Símans að bjóða uppá 3G sé algjörlega ómissandi (Ragnar Reykás hvað).
Ég fékk mér 3G kort fyrir fartölvuna í verslun Símans og er búinn að nota það óspart síðan. Það er hreint frábært að vera alltaf í netsambandi - alltaf allsstaðar! Maður einfaldlega hefur kortið í fartölvunni og þú ert "on line" er hægt að hafa þetta betra og það sem meira er þá er hraðinn bara fínn - betri en sumir hafa heima hjá sér, ótrúlegt - en dagsatt
Maður er því ekki lengur bundinn við að vera inni við þegar maður þarf að vinna í tölvunni, maður getur verið á ferðinni í bíl, setið á Austurvelli (þ.e þegar hættir að rigna) eða bara hvar sem er - Ef þetta er ekki must þá er ekkert must ! Þessi tækni getur nýst svo að segja öllum hvort heldur sem er í vinnu eða leik.
Ef þú ert ekki nú þegar búin að fjárfesta í 3G kortinu þá ráðlegg ég þér að gera það hið snarasta og öðlastu frelsi - vertu frjáls með Símanum ! (maður ætti kannski að reyna selja þeim þetta slagorð)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2007 | 22:20
Nýtt útlit - aðstoð óskast
Þá er komið nýtt útlit á síðuna hjá mér, fyrir mitt leiti held ég bara að "gamla" útlitið hafi höfðað meira til mín - en hvað finnst ykkur?
Reyndar óska ég eftir aðstoð við að búa til mitt eigið útlit - kann ekkert á þessa forritunarvinnu, ef einhver hefur tök á að aðstoða mig þá væri sú hjálp vel þeginn!
P.S. Nú er bara að bíða og sjá hvort sendiboðarnir eða umbjóðandi þeirra fíli betur bláar appelsínur en "fasteignasölu-lookið"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2007 | 21:38
Frábært hjá nýja lögreglustjóranum og hans starfsfólki
Við skulum kalla þrefalt húrra fyrir nýja lögreglustjóranum
*Húrra* *Húrra* *Húrra*
Það er alveg magnað að fylgjast með nýja lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Hann lætur sig allt varða, hann er sýnilegur og hann nær árangri. Ég held ég geti fullyrt að ég hef séð meira af honum heldur þessa nokkru mánuði sem hann hefur verið í starfi en ég sá þann sem hann tók við af öll árin hans í embætti. Merkilegt nokk.
Ég fagna því að það sé farið að taka á þessum sóða málum í Reykjavík og ég segi nú bara þó fyrr hefði verið. Það verður þá kannski til þess að hreinsikostnaður sem borgin/við höfum verið að greiða síðustu ár fari minnkandi á næstu mánuðum - það þarf nefnilega ekki að vera mikið mál að halda borginni okkar hreinni - hver og einn þarf nefnilega bara að hugsa um sjálfan sig og byrja að virða sig og umhverfið í kringum sig.
![]() |
Fimmtíu og þrír brutu gegn lögreglusamþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 11:10
Tveir sendiboðar komu ríðandi
Ritstjórn síðunnar hefur borist orðsending.
Það var seint í gærkvöldi sem tveir sendiboðar komu ríðandi á litlum hestum á skrifstofu ritstjórnar síðunnar, þeir tóku ritstjórann og aðstoðarkonu hans tali á meðan þeir þáðu ljúfan drykk. Umkvörtunarefnið var útlit síðunnar og voru þeir nú komnir til þess að krefjast þess að útlinu yrði breitt hið snarasta þar sem sögn umbjóðenda þeirra liti hún út eins og heimasíða fasteignasala.
Eftir að sendiboðarnir fóru á hestum sínum út í nóttina þá var boðaður til neyðarfundur ritstjórnar og ákveðið var að boða fund með vefdeild síðunnar ekki síðar en 06.24 nú í morgunn, enda alþekkt að nördarnir sem þar vinna fá sínar bestu hugmyndir eftir að þeir hafa lokið við að spila tölvuleiki alla nóttina. Staða mála er nú sú að stefnt er að setja í loftið nýtt útlit mánudaginn 10 september kl 22.13 og verður það útlit haft til reynslu í 48 klukkustundir og ákveðið verður með framhaldið í lok reynslutímabilsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender