7.10.2007 | 13:32
4 rútur lagðar af stað í haustferð Varðar
Það er alveg með ólíkindum hvað hægt er að gera með nýjustu tækni frá Símanum. Þessa stundina bloggar maður bara þegar maður er á leiðinni út úr bænum, er hægt að hafa þetta betra?
Nú erum við lögð af stað í haustferð Varðar. Þátttakana er stórglæsilegt því við erum í með góða rútulest, 4 rútur frá GJ. Það er óhætt að segja að veðuröflin séu flokknum hliðholl miðað við þá veðurblíðu sem er í dag, það er nánast að maður verði bara orðlaus yfir því að það skuli ekki rigna í dag eins og undanfarnar vikur.
Förinni að þessu sinni er heitið í Reykholt í Borgarfirði, gamla skólann minn, þar sem sr. Geir Waage tekur mun taka á móti okkur og fara yfir sögu staðarins. Þegar við verðum búin að skoða Reykholt verður komið við í Andakílsárvirkjun og hún skoðuð. Geir Haarde, Vilhjálmur borgarstjóri, Marta Guðjónsdóttir formaður Varaðar, Dögg Pálsdóttir alþingismaður og Emil í stjórn sjálfstæðismanna í Grafarvogi eru leiðsögumenn ferðarinnar og maður er svo sannarlega ekki svikinn af því að fá einhvern fróðleik frá þeim.
Sem sagt stórglæsilegur dagur í góðra vina hóp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2007 | 09:34
Áríðandi yfirlýsing
Það er enginn maður með mönnum nema senda frá sér yfirlýsingu svo hér kemur ein frá mér.
Að gefnu tilefni vil ég undirritaður, Óttarr Guðlaugsson á Mogga blogginu, taka fram að hann er ekki á nokkurn hátt tengdur tónlistamanninum Óttari Proppe og tónlistamaðurinn og tónlist hans er mér algerlega óviðkomandi.
Virðingarfyllst, Óttarr Guðlaugsson."
![]() |
Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni ljósmyndara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2007 | 23:18
Þá vitum við það
Mennt er frelsun. Haltu áfram að lesa og ræða það sem þú lærir, þannig síast þekkingin inn. Hugsanir þínar hafa vængi sem flytja þær hærra og hærra.
Þetta er stjörnuspá hrútsins í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2007 | 00:16
Stórskemmtilegur sand arkitektúr
Ég rakst á þessar myndir af sand arkitektúr á netinu núna í kvöld, alveg ótrúlegt hvað fólk getur gert flott listaverk á ströndinni. Þvílík nákvæmni og þolinmæði ég er nokkuð viss að ég hefði ekki þolinmæði til þess að gera þetta eða kannski vantar manni bara hæfileikan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2007 | 23:19
Stórtækar breytingar á limalind nei ég meina Smáralind í bígerð
Ég er bara með eina spurningu
" Hvað skiptir þetta máli" þetta eru byggingar, ég er þess fullviss að arkitektinn af þessum byggingum spáði jafn mikið í að þessar byggingar myndi þetta tákn eins og arkitektar Smáralindar áttuðu sig ekkert á því að húsið liti út eins og limur.... En til hvers að eyða 600.000 bandaríkjadölum eða tæpum 40 milljónum ísl. kr. í að laga þetta, mér er bara spurn??
Já, þeir eru merkilegir þessir arkitektar
![]() |
Google Earth afhjúpar risa-hakakross |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 19:49
Skemmtileg nýbreytni og frábær auglýsing
Hreint frábært framtak og skemmtileg nýbreytni hjá Hreyfli að skipta um kúplana á taxa ljósunum. 350 bleik taxa ljós ættu að vekja ekki bara konur heldur karla líka að fara í krabbameinsskoðun.
![]() |
Leigubílar skipta út gula litnum fyrir bleikan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 20:14
Þó fyrr hefði verið
Maður segir nú ekki meir! Ég segi þó - að batnandi mönnum er best að lifa og loksins er lögreglan farinn að skipta sér af hraðakstri gulu hættunnar sem streyma hér um götur höfuðborgarsvæðisins. Það er allt of algeng sjón að sjá hraðakstur þessara vagna og oft á tíðum ansi vel yfir hámarkshraða.
Veit ég vel að margar leiðir eru erfiðar hvað varðar tímatöflunar en þá eiga menn að segja "hingað og ekki lengra" enda er það alltaf vagnstjórinn sem ber ábyrgðina ef eitthvað kemur fyrir!!
![]() |
Strætisvagn stöðvaður á of miklum hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.9.2007 | 00:13
Air Force One - Óli okkar verður nú að ferðast með smá style !!!

Það hafa allir þjóðhöfðingjar sínar þotur nema Óli okkar, þetta er ekki sanngjarnt! Hvers á hann að gjalda þegar hann hittir erlenda stórhöfðingja hann Óli okkar? Varla getur hann sagt frá því opinberlega að hann hafi komið með áætlunarflugi og það IcelandAir allways on time! eða lággjaldaflugfélaginu IcelandExpress, hann Óli okkar veit ekki einu sinni að það flugfélag fljúgi til og frá Íslandi því þeir bjóða ekki uppá betri sæti, nýjustu tímaritin eða drykk fyrir flugtak og síður en svo teppi og kodda! Svo eru flugfreyjurnar þeirra í grænu uniformi (ekki alveg að gera sig)!
Auðvitað getur Óli okkar ekki ferðast með hinum venjulega Íslending, það er ekki eins og hann eigi samleið með þeim, ég meina "come on" og svo kostar það ekki nógu mikið og hann á svo sannarlega nóg eftir af risnureikningi sínum þrátt fyrir að vera búinn að láta embættið borga ýmislegt á ferðalögum sínum sem eru að sjálfssögðu nauðsynleg þar sem hann er svona semí þjóðhöfðingi.
Ég mæli eiginlega með því að forsetaembættið kaupi eina vél fyrir Óla okkar svo hann geti ferðast frjáls og óháður, laus við að gefa upp hver fljúgi með hann hvert sem klárlega veitir honum mikla öryggiskennd og síðast en ekki síst þá væri hann kominn í sama hóp og hinir þjóðhöfðingjarnir.
Það verður spennandi að sjá hverjir verða í næsta úrdrætti á fálkaorðunni, skyldi Óli okkar greiða fyrir flugfarið með því að veita styrkþegum sínum orðu þ.e þeim Jóni Ásgeir og Magnúsi í Eimskip, ég segi nú bara minna má það varla vera!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2007 | 17:33
Hver greiðir reikningin??
Fyrir flutningnum á skútinni alla leið frá Fáskrúðsfirði til Keflavíkur, leitina og frágang eftir leitina??
Það væri forvitnilegt að vita það, var ekki hægt að flytja skútuna í húsnæði annaðhvort fyrir austan eða í versta falli í flugskýlið á Akureyri?
En þrátt fyrir þessa einföldu spurningu mína þá vil ég nota tækifærið og lýsa yfir ánægju minni með þennan fíkniefnafund lögreglu, tollgæslu og annarra yfirvalda.
![]() |
Ekki fannst meira af fíkniefnum í skútunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.9.2007 | 22:04
Tiger Woods, Heiðar Davíð, Steve Flesch, Mark Foster og Birgir Leifur varið ykkur því
Já nú er maður að komast í atvinnumennskuna í golfinu - ekki spurning, fór á hreint frábært námskeið í dag sem stóð í 5 klukkustundir hérna í garðinum heima hjá mér þ.e í Básum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Það er því ljóst að Tiger Woods, Heiðar Davíð, Steve Flesch, Mark Foster og Birgir Leifur þurfa að fara vara sig því "I will be there" eftir nokkra áratugi
Námskeiðið var á vegum ProGolf (www.progolf.is) sem býður uppá metnaðarfull og vel skipulögð námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna á öllum aldri. Í hópnum í dag voru fjórar konur og tveir karlar, sumir höfðu aðeins snert kylfurnar en aðrir tóku plastið af þeim á staðnum! Þarna vorum við og fengum leiðsögn frá sjálfum skólastjóra ProGolf skólans. Greinilega vanur kylfingur þar á ferð sem kunni ákaflega vel til verka, þrátt fyrir að vera kenna mis þrjóskum byrjenda kylfingum þá tókst honum verkið ákaflega vel. Ólafur Már kenndi okkur allt á milli himins og jarðar, hvernig við áttum að standa, sveifla og það mikilvægasta að gera holu í höggi. Sem ég var reyndar svo heppinn að ná..... reyndar bara í púttinu en það hlítur að teljast með Eftir frábært fimm tíma námskeið sem leið eins og um eina klukkustund væri að ræða get ég óhikað mælt með námskeiðum á vegum ProGolf og ég hvet alla til þess að skoða heimasíðuna þeirra og námskeiða framboðið sem þeir hafa uppá að bjóða.
Nú er bara að pússa settið fyrir morgundaginn því stefnan er tekinn á að slá a.m.k. 300 kúlur á dag næstu vikuna - spurning hjá hvaða stofnun maður færi lögheimilið sitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
-
Birna M
-
Dögg Pálsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Lee
-
Eiður Ragnarsson
-
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
-
Vilberg Tryggvason
-
Púkinn
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Gunnar Björnsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Heiðar Már Guðlaugsson
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Kári Sölmundarson
-
Grafarholtssókn
-
Kristbjörg Sigurðardóttir
-
Lady Elín
-
Guðjón Baldursson
-
Alfreð Símonarson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
viddi
-
Ólafur fannberg
-
Pálína Erna Ásgeirsdóttir
-
Páll Vilhjálmsson
-
Óþekki embættismaðurinn
-
Reynir Jóhannesson
-
Rýnir
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sjálfstæðissinnar
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Halldór Sigurðsson
-
Þorsteinn Gunnarsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefanía Sigurðardóttir
-
Sveinn Hjörtur
-
Sveinn Tryggvason
-
Þóra Sigurðardóttir
-
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
-
TómasHa
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Vefritid
-
Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
-
Vilborg G. Hansen
-
Birgir R.
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnar Gunnarsson
-
Kristján Guðmundsson
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Theodór Bender