19.8.2011 | 08:45
Þetta er var ekki okkur að kenna!
Ég endurtek nú skoðun mínu og spyr, hvenær ætla íslensk flugmálayfirvöld að gera ítarlega skoðun á flugvélum sem þjónusta Iceland Express? Þessar vélar virðast vera orðnar tifandi tímasprengjur.
Sváfu á flugstöðvargólfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að farþegarnir hafi fengið regluleg smáskilaboð um stöðu mála og nógan mat og drykk meðan þeir hafa þurft að bíða. Það verður áhugavert að heyra hlið farþeganna af þessum upplýsingum og kræsingum.
Iceland Express hefur áður sagt svipaða sögu án þess að nokkurt sannleikskorn sé fyrir því og þegar farþegarnir hafa sjálfir tjáð sig þá hefur allt önnur saga komið í ljós.
Hverjum skyldi þessi töf vera um að kenna??
Vél á leiðinni að sækja farþegana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.8.2011 | 21:28
Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
Nú hefur fjölmiðlafulltrúi Iceland Express ákveðið að skipta um kafla eða jafnvel bók. Nú segir hann að þetta sé "ófyrirgefanlega hegðun" fyrr í dag sagði hann
"Þó að það sé ekki skemmtilegt að hugsa til þess að fjórtán ára unglingur þurfi að fara til Kaupmannahafnar frá Billund í fylgd ókunnugs manns þá komst hún allavega heim og er heil á húfi og það er fyrir mestu að það gerðist".
Honum þótti þetta þá ekkert til þess að vola yfir því fjölskyldan hefði jú nýtt sér amk einn miða af þeim fjórum frímiðum sem hún fékk í skaðabætur. Hann bætti svo við
Fjölskyldu þessarar stúlku voru boðnir frímiðar og það er mjög sérkennilegt að sjá það haft eftir móður hennar að hún treysti sér ekki við að versla við þetta félag aftur þar sem það er búið að nota að minnsta kosti einn þessara frímiða"
Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hverjir munu þjónusta Iceland Express á erlendis því nú hefur fyrirtækið velt því fyrir sér að segja upp samningnum við þennan þjónustuaðila í Danmörku en fyrir fáeinum vikum síðan sagði forstjóri fyrirtækisins að þeir ætluðu að hætta skipta við franksan þjónustuaðila sinn.
Er Iceland Express öruggt?
Asa starfsmanns um að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2011 | 12:31
Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
Alveg er það merkilegt hjá þessu fyrirtæki, Iceland Express að það er alltaf einhverjum öðrum um að kenna en þeim sjálfum þegar eitthvað fer úrskeiðis - sem virðist nú frekar vera orðin regla en undantekning. Þegar fjölmiðlafulltrúi þeirra, Heimir Már Pétursson sem nýlega skipti um deild innan samfylkingar þá finnst honum eðlileg tilsvör að tala niður til viðskiptavina fyrirtækisins sem í þessu tilfelli var móðir 14 ára gamallar stúlku.
Þegar ég las fréttina um að telpan hafi verið skilin eftir þá skil ég það svo að móðurin treystir ekki Iceland Express til þess að koma dóttur sinni skammlaust á milli staða þegar hún er ein á ferð - ég geri ráð fyrir að fullorðið fólk geti ráðið úr óvissuferðum betur en 14 gamall unglingur þó svo þeir geti vissulega verið úrræðagóðir. Hvort sem foreldrar stúlkunnar hafi notað einhvern frímiða sem Iceland Express bauð þeim skiptir engu máli og vægast sagt sérstakt að Heimir Már skuli reyna réttlæta þetta með því, enda virðist í hans augum þetta ekki vera svo mikið mál enda hafi stúlkan komist heim á endanum. Eitt er víst að ég sem foreldri hefði ekki verið rólegur vitandi af dóttur minni á vergangi út í heim vegna ábyrgðaleysis ferðaþjónstuaðila. Ég held að foreldrar barnsins sem og Iceland Express megi þakka Guði fyrir að erlendi ferðamaðurinn sé sóma maður (miðað við það sem stendur í fréttinni), því ekki er það Iceland Express að þakka að ferðin endaði vel.
Ég las frétt um daginn um að Iceland Express hafi neytt ókunnugt fólk til þess að deila rúmum saman vegna ófagmannlegra vinnubragða fyrirtækisins nú og svo var það fréttinum um að aðeins 38% flugfélaga frá þeim færu af stað á réttum tíma, 38%! Líklega er það einhverjum öðrum um að kenna en þeim sjálfum. Það eru nú aðeins örfáar vikur síðan að vél á þeirra vegum var kyrrsett vegna þess að hún var ekki flughæfu ástandi - það er kannski bara orðin spurning hvenær vel frá þeim hrapar, þó svo maður vilji nú ekki hugsa þá hugsun til enda.
Væri ekki nær fyrir Iceland Express að vinna á þeim innanhúsvandamálum sem þeir klárlega eiga við að etja í stað þess að tala með hroka til viðskiptavina fyrirtækisins?
Fjórtán ára stúlka skilin eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2010 | 09:41
Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að segja það sem aðrir hugsa
Það verður seint sagt um Kristján Þór Júlíusson að hann sé hræddur við að segja skoðanir sínar umbúðarlaust. Hann hefur nú á vikutíma eða svo komið sterkur inn í tveimur málum þe. málefnum lífeyrissjóðanna og nú vegna kjarabaráttu flugumferðastjóra. Í bæði skiptin sagði hann skoðun sem flestir geta tekið undir en fáir þingmenn þora að segja.
Ég segi sem betur fer erum við með þingmenn sem geta og hafa þor að standa upp og segja það sem segja þarf.
Kristján benti réttilega á vegna lífeyrissjóðanna að nú væri mál að linni og menn þyrftu að komast uppúr skotgröfunum og skoða málin af skynsemi í stað reiði, af fagmennsku í stað hatur. Það þyrfti fyrst og fremst að skoða mál sjóðanna út frá hagsmunum sjóðsfélaga, það eru einu sinni þeir sem eiga sjóðinn.
Varðandi flugumferðastjórana þá er það hárrétt að launin eru há en ábyrgðin er einnig mikil. Það hlýtur samt að skjóta skökku við að menn fari í svona harðar aðgerðir til þess að knýgja fram launahækkun á þeim tímum sem nú eru í gangi. Ekki ætla ég að standa í vegi fyrir því að fólk fái launahækkanir en hinsvegar er ég sammála Kristjáni Þór að í dag sé líklega ekki tíminn til þess að fara í eins harðar aðgerðir og flugumferðastjórar eru með núna sérstaklega í ljósi þess að fólk um allt land er í baráttu við það eitt að halda vinnu sinni og þeim kjörum sem það er með.
Vill lög á flugumferðarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2009 | 18:10
Ef ég væri fyrrum kosningastjóri forsetans hvað þá?
Það er greinilega ekki sama hver biður forsetann um að synja lögum. Kannski hefði verið ráð fyrir aðstandendur kjosa.is að fá til lið við sig fyrrum kosningastjóra Ólafs Ragnars því þegar hann óskaði eftir því við forsetann þá gat hann synjað lögum vegna stórar gjáa sem myndast hafði milli þings og þjóðar en nú þegar stór hluti þjóðarinnar óskar eftir að forsetinn vísi málinu til þjóðarinnar þá eru hagsmunir þess ekki eins mikilvægir.
Ég leyfi mér að spyrja hvort er mikilvægara að þjóðin fái að segja álit sitt á fyrrum fjölmiðlafrumvarpi eða ríkisábyrgðinni á Icesave?
Það er greinilega gott að vera vinur forsetans!
Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2009 | 23:11
Er Ögmundur orðinn sterkasti hlekkurinn?
"Talsmaður samtakanna Dalai Lama á Íslandi sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að samtökin hefðu sent forsætisráðherra bréf með ósk um fund til að kynna heimsókn Dalai Lama hingað. Ekkert svar hefði borist. Þá hefði öllum þingmönnum einnig verið sent bréf um heimsóknina"
Talsmanni samtakanna hefðu mátt vera það ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra myndi ekki hitta Dalai Lama enda er maðurinn af erlendu bergi brotinn, talar erlent tungumál og talar ekki stakt orð í íslensku.
Jóhanna hefur reynt með öllum tiltækum ráðum að forðast fundi með erlendum aðilum frá því hún tók við og væntanlega hefði ekki orðið nein breyting á því háttarlagi núna.
Ögmundur mun hitta Dalai Lama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2009 | 11:48
Skemmtileg auglýsing
Ekki ætla ég að setja útá úrskurð neytendastofu, hún þekkir lög um viðskiptahætti og markaðssetningu.
Þessi auglýsing fékk mig þó til þess að brosa, þetta var eitthvað nýtt og ágætis tilbreyting frá mis vel uppsettum auglýsinga einblöðungum sem borin er í alla póstkassa í kílóavís ár hvert. Þetta þótti mér sýna frjóa hugsun og skemmtilega framsetningu.
Einhvernvegin grunar mig þó að það hafi verið samkeppnisaðilar Garðlistar sem hafa kvartað við neytendastofu en ekki íbúar um alla borg. Þarna skaut Garðlist samkeppnisaðilum sínum langt aftur fyrir sig í markaðssetningu, auglýsingin verð verðskuldaða athygli og mikið var rætt um hana um alla borg, það hefur samkeppnisaðilum Garðlistar ekki líkað.
En lög skulu standa og væntanlega vita nú allir að auglýsingablöðungur sem þessi er ekki leyfilegur.
Braut lög með auglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.5.2009 | 11:12
Fuss og svei
Ég segi nú bara fuss og svei ef þú kaupir ekki gloss fyrir konuna þína, barn, móður eða aðra kvennkynsverur í fjölskyldunni hjá þér. Þetta er ódýr gjöf sem gleður marga og um leið styrkir þú gott málefni.
Átakið " Á allra vörum" hefur nú komið á fulla ferð í annað sinn. Í þetta skipti til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.
Afrakstur átaksins í ár rennur til kaupa á nýju hvíldarheimili fyrir SBK. Á hverju ári greinast hérlendis að meðaltali 10-12 börn og unglingar 18 ára og yngri með krabbamein. Mikil þörf er fyrir hvíldarheimili fjölskyldna krabbameinssjúkra barna og eru forsvarskonur átaksins afar stoltar yfir því að geta orðið hér að liði.
Glossið í ár kemur frá Dior og kostar aðeins 2.500 krónur! Allur ágóðinn rennur til SBK.
Nú má enginn láta sitt eftir liggja og kaupa a.m.k. eitt stykki til styrktar góðu málefni.
Dior útsölustaðir innanlands
1. - 14. júní 2009
Hagkaup, einstaka verslunum!
Hygea,
Kringlunni og Smáralind
103 Reykjavík
Sigurboginn
Laugavegi 80
101 Reykjavík
Jara
Hafnarstræti 107 og Glerártorgi
600 Akureyri
Lyf og heilsu verslunum um allt land.
Snyrtistofa Ólafar ehf.,
Austurvegi 9
800 Selfossi
Glæsibær
Álfheimum 74
104 Reykjavík
Andorra
Strandgötu 32
220 Hafnarfirði
Fyrir þá sem ferðast um háloftin með Iceland Express þá verður hægt að kaupa vöruna hjá þeim í júní og júlí.
Einnig er hægt að panta vöruna á netinu.... með því að smella hér.
Litagloss og lagið Von á allra vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.5.2009 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2009 | 15:33
Nágrannavarsla er nú komin í tvær götur í Grafarholti
Fyrsta nágrannavörslu skiltið var sett upp á Grænlandsleið í gær að viðstöddum fulltrúum lögreglu höfuðborgarsvæðisins, formanni hverfisráðs og fulltrúa íbúa.
Borgarstjórn Reykjavíkur hóf nágrannavörslu sem tilraunaverkefni árið 2006 í nokkrum hverfum borgarinnar. Verkefnið þykir hafa sannað gildi sitt hefur hverfisráð Grafarholts í samráði við borgaryfirvöld ákveðið að útfæra nágrannavörslu í hverfinu.
Nágrannavarsla er skipulögð forvörn þar sem íbúar taka höndum saman, til þess m.a. að sporna gegn innbrotum og eignatjóni. Samvinna íbúa af þessu tagi þekkist víða erlendis. Í upphafi verkefnisins fá íbúar nauðsynlegar leiðbeiningar og fræðslu, sem Þjónustumiðstöð Árbæja og Grafarholts og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa umsjón með. Auk þess verður sett sérstakt skilti við götuna sem gefur nágrannavörslu til kynna.
Við val á götum í verkefnið var fyrst og fremst litið til tegundar og fjölda húsa og eðli nánasta umhverfis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
337 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar