Leita í fréttum mbl.is

Nágrannavarsla er nú komin í tvær götur í Grafarholti

Picture_005Verkefnið nágrannavarsla var formlega kynnt fyrir íbúum Grænlandsleiðar og Jónsgeisla á fundi í Ingunnarskóla þann 13.maí síðastliðinn.  Nágrannavarslan er samstarfsverkefni íbúa, lögreglu og Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts.
 
Fyrsta nágrannavörslu skiltið var sett upp á Grænlandsleið í gær að viðstöddum fulltrúum lögreglu höfuðborgarsvæðisins, formanni hverfisráðs og fulltrúa íbúa.

Borgarstjórn Reykjavíkur hóf nágrannavörslu sem tilraunaverkefni árið 2006 í nokkrum hverfum borgarinnar. Verkefnið þykir hafa  sannað gildi sitt hefur hverfisráð Grafarholts í samráði við borgaryfirvöld ákveðið að útfæra nágrannavörslu í hverfinu.

Nágrannavarsla er skipulögð forvörn þar sem íbúar taka höndum saman, til þess m.a. að sporna gegn innbrotum og eignatjóni. Samvinna íbúa af þessu tagi þekkist víða erlendis. Í upphafi verkefnisins fá íbúar nauðsynlegar leiðbeiningar og fræðslu, sem Þjónustumiðstöð Árbæja og Grafarholts og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa umsjón með. Auk þess verður sett sérstakt skilti við götuna sem gefur nágrannavörslu til kynna.

Við val á götum í verkefnið var fyrst og fremst litið til tegundar og fjölda húsa og eðli nánasta umhverfis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Já þessi nágrannavarsla minnir mig á smásögu eftir Þórarinn Eldjárn um húsið þar sem að "ekki var gert við töskur".....

Pétur Henry Petersen, 26.5.2009 kl. 19:30

2 identicon

Þetta er bara það sem koma skal, nágrannavarsla er allstaðar nauðsynleg ekki síst núna á síðustu og verstu tímum þar sem allstaðar er skorið niður og löggan er orðin svo fáliðuð að það tekur skemmri tíma að fá heimsenda pizzu en bíða eftir löggunni ef eithvað bjátar á.

Gott framtak og (því miður) nauðsynlegt í ljósi atburða síðastliðinna daga og vikna.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Óttarr Makuch
Óttarr Makuch

ottarr@centrum.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband