Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
28.4.2009 | 23:54
Verður gestur í Grafarholti
og mun þar elda fyrir gesti og gangandi.... þetta gæti verið áhugaverð fyrirsögn. Ég væri allavega til í að opna eldhúsið fyrir hann þ.e ef hann myndi biðja fallega.
Hákon Már Örvarsson eldar í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 20:46
Hvenær er nóg komið?
Nú held ég svei mér þá að mælirinn sé fullur.
Hvenær getur þessi maður réttlæt veru sína á Bessastöðum lengur? Það er alveg sama hvað hann gerir, hvernig hann gerir það og á hvaða tímapunkti það gerist hann einfaldlega klúðrar öllu.
Hann hefur valdið þjóðinni ómældum skaða erlendis, bæði með framkomu sinni og viðtölum. En ég leyfi mér að spyrja "hvernig í ósköpunum gat hann klúðrar þessu"?
Maðurinn er búinn að afhenta orður í allar áttir frá því hann tók við embætti og hann gat klúðrar þessari einföldu afhentingu. Þetta er okkur ævarandi skömm hvernig komið var fram við sendiherrann.
Því fyrr sem þessi maður fer frá Bessastöðum þeim mun betra - áður en hann veldur okkur meiri skaða!
Svikin um Fálkaorðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.4.2009 | 15:10
Órjúfanlegur þáttur í páskahátíðinni
Ég fór ásamt fjölskyldunni í páskaeggjaleitina sem Félög sjálfstæðismanna í Árbæ og Breiðholti héldu í Elliðaárdalnum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn sem og þau félög sem að páskaeggjaleitinni standa eiga heiður skilið fyrir framúrskarandi skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Við fórum ásamt hundruðum annarra upp í hlíðina til þess að leita af fallega skreyttum páskaeggjum og við hvert það egg sem yngri dóttur mín fann sagði hún alltaf yfir sig hrifinn.... Sjáið þið hvað þetta egg er fallegt... allt fullt af litum.
Við höfum farið undanfarin ár í páskaeggjaleitina hjá Sjálfstæðisflokknum og er það orðið að hefð um páskahátíðarnar.
Takk fyrir okkur.
Góð þátttaka í páskaeggjaleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2009 | 12:07
Samfylkingin skuldar 153 milljónir króna.
Í ljós þeirra miklu umræðu sem verið hefur um fjármál Sjálfstæðisflokksins undanfarna daga þá getur maður ekki annað en tekið eftir gargandi þögninni um fjármál Samfylkingarinnar. Þar er engu líkara en fréttamenn séu allir búnir að rita nafn sitt undir inntökubeiðni í Samfylkinguna.
Í lok árs 2007 skuldaði Samfylkingin 124 milljónir króna og nú þegar Íslandshreyfingin gekk til liðs við Samfylkinguna þá skuldaði hreyfingin 29 milljónir króna. Ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin stundi ekki kennitöluflakk eða aðrar bókhaldsæfingar og taki því við skuldum Íslandshreyfingarinnar. Þegar heildarskuldir flokkanna beggja eru teknar saman þá skuldar Samfylkingin 153 milljónir króna.
Nú þegar Samfylkingin hefur aðeins birt lista yfir þá aðila sem gáfu leyfi fyrir því að sagt yrði opinberlega frá því að þeir styrktu Samfylkinguna yfir eina milljón króna árið 2006 þá veltir maður því óneitanlega fyrir sér hversu margir það hafi verið sem neituðu að láta birta nafn sitt. Eins hefði átt að birta lista yfir tengd félög þ.e heildarframlag ákveðinna viðskiptablokka. Til dæmis voru hátt í fimmtíu fyrirtæki skráð á aðalskrifstofu Baugs að Tungötu 6 um áramótin 2006-2007. Ef hvert þeirra hefði styrkt Samfylkinguna um 300.000 krónur árið 2007 þýðir það rúmlega 14 milljónir króna og Samfylkingin er ekki skyldug að taka það saman í eina heild og því ekki nauðsynlegt að setja fram þann lista.
Einnig hefur ekki verið birtur listi yfir þá aðila sem styrktu Samfylkingarfélag Reykjavíkur með beinum eða óbeinum hætti þar sem vitað er að reikningar voru skráðir beint á fyrirtæki í einkaeigu í stað þess að reiða fram beinan styrk.
Af hverju er áhugaleysið hjá fréttamönnum á fjármálum flokks sem er einna skuldsettastur allra stjórnmálaflokka landsins? Af hverju er þessi æpandi þögn því það er gömul saga og ný að sjálfstæði í fjármálum hlýtur að vera ein af forsendum fyrir því að stjórnmálaflokkur nýtur trausts og þess vegna veltir maður því fyrir sér hverjir það eru sem eiga Samfylkinguna í raun og vera.
Forysta Samfylkingarinnar hlýtur að þurfa gera grein fyrir sínum málum fyrir kosningar nema fréttamenn gefi þeim vilyrði fyrir því að þess þurfi ekki.
Nöfn fyrirtækja ekki rædd í miðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
12.4.2009 | 11:26
Fréttatilkynning frá formönnum Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík
Set hér inn fréttatilkynningu sem send var út í fyrradag af fjórtán formönnum sjálfstæðisfélaga í Reykjavík.
Fréttatilkynning
Frá formönnum Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík
Undirritaðir formenn Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir fullum stuðningi við Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann.
Við lýsum furðu okkar á þeim málatilbúnaði sem verið hefur í kringum fjáraflanir á vegum Sjálfstæðisflokksins og því hvernig nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur verið dregið inn í þá umræðu.
Það liggur fyrir hverjir tóku á móti umræddum styrkjum og hverjir samþykktu þá af hálfu flokksins.
Þáverandi forysta Sjálfstæðisflokksins bar ábyrgð á því að styrkirnir voru samþykktir.
Guðlaugur Þór Þórðarson kom þar hvergi nærri og því hljóta að vera annarleg sjónarmið að baki því að draga hann inn í þá umræðu.
Við hvetjum nýkjörna flokksforystu til að leiðrétta þann rógburð sem Guðlaugur Þór hefur orðið fyrir í fjölmiðlum síðustu daga.
Benedikt Geirsson
Björn Gíslason
Fanney Birna Jónsdóttir
Hafsteinn Valsson
Hólmar Þór Stefánsson
Jón Arnar Tracey Sigurjónsson
Jón Kári Jónsson
Kári Sölmundarson
Ólafur Rúnar Jónsson
Óttarr Guðlaugsson
Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir
Sigurður Pálsson
Theodór Bender
Torfi Kristjánsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 19.8.2011 Þetta er var ekki okkur að kenna!
- 7.8.2011 Munu flugmálayfirvöld ekki gera ástandsskoðun á vélum Iceland...
- 5.8.2011 Sagan endurtekur sig... þetta eru ekki við heldur þeir!
- 5.8.2011 Er Iceland Express þjónustufyrirtæki?
- 11.3.2010 Kristján Þór - Styrkir sig með hverjum deginum og þorir að se...
Eldri færslur
- Ágúst 2011
- Mars 2010
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Tenglar
Fjölmiðlar
Tenglar á þá fjölmiðla sem ég les, þekki eða bara veit af!
- MissB
- SSB - Sjónvarpsstöð Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti Stútfullur fróðleiksbrunnur
- Blaðið Það er bara þarna
- Deiglan Alveg ómissandi lesning
- Eyjafréttir Ekki spyrja mig afhverju !
- Þórshafnarfréttir Set þetta inn bara fyrir Rúnar
- Austurglugginn Allt gott kemur að austan
- Vísir Keyptar fréttir....? Gæti verið, hver veit
- Morgunblaðið...Málgagn þjóðarinnar Það eina sem þarf !
Skemmtilegir tenglar
Hér mun ég setja áhugaverða tengla sem gætu komið sér vel svona til þess að slóra eða stytta daginn.
- Handverkskona ársins 2007 -Miss B Besta handverkskona landsins og svei mér þá ef víða væri leitað.
- Hafsteinn - bloggar Heimsborgari á íslenskan mælikvarða, ferðast um landið jafn oft og reykvíkingar fara niður Laugarveginn
- Viltu vera í sambandi Ekkert vodafone...aðeins það besta Síminn
- Eru ekki allir tryggðir Þar sem tryggingar snúast um fólk!
- Reykjavík Nauðsynlegt til að vita hvað er að gerast í borginni
- Sjálfstæðisflokkurinn Máttastólpi íslenskt samfélagsins
- Jólahúsið Það styttist hratt í jólin.
Bloggvinir
- Birna M
- Dögg Pálsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Lee
- Eiður Ragnarsson
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Vilberg Tryggvason
- Púkinn
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Grazyna María Okuniewska
- gudni.is
- Gunnar Björnsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Már Guðlaugsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Inga Lára Helgadóttir
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Kári Sölmundarson
- Grafarholtssókn
- Kristbjörg Sigurðardóttir
- Lady Elín
- Guðjón Baldursson
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- viddi
- Ólafur fannberg
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Vilhjálmsson
- Óþekki embættismaðurinn
- Reynir Jóhannesson
- Rýnir
- Sæþór Helgi Jensson
- Sjálfstæðissinnar
- Sigríður Jósefsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Þorsteinn Gunnarsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefanía Sigurðardóttir
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Tryggvason
- Þóra Sigurðardóttir
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- TómasHa
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vefritid
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Birgir R.
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Carl Jóhann Granz
- Gunnar Gunnarsson
- Kristján Guðmundsson
- Marta Guðjónsdóttir
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Theodór Bender
336 dagar til jóla
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 175724
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar